Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Side 8

Morgunn - 01.12.1957, Side 8
94 MORGUNN Stephan G „híbýlin mörgu“ og millibilsástand í lífinu handan graf- ar og dauða milli himnaríkissælu og kvölheima, en leggur þunga áherzlu á ábyrgðina, sem fylgir því að lifa guðvana lífi. Vafalaust mun Barth-sinnum og svokölluðum nýorþó- doksum lúterskum mönnum finnast „rétttrúnaðurinn“ hjá Lundúnabiskupi meira en hæpinn. Próf. Finnbogi Guðmundsson, sem náin kynni fékk af Vestur-íslendingum á dvalarárum sínum vestan hafs, hef- ir safnað efni til athyglisverðrar bókar: Foreldrar mínir. 14 niðjar íslenzku landnemanna vestan hafs leggja efnið til bókarinnar. Um trúleysi Stephans G. Klettafjallaskálds hefir sumum orðið tíðrætt, einkum neikvæða afstöðu hans til trúar á líf eftir dauðann, en dóttir hans, frú Rósa Benediktsson skrifar um foreldra sína m. a. á þessa leið: „Um spíritúalismann heyrði ég hann (föður minn) segja: „Þetta er eitthvað, sem við skiljum ekki enn, en máske, þegar hægt er að staðhæfa, að „thoughts are things“ — hugur er hlutur, getum við skilið það betur ...“ Þegar það reiðarslag kom yfir heim- ilið, að Gestur bróðir minn var lostinn eldingu, voru dapr- ir dagar. ... öll fjölskyldan var honum (föður mínum) sammála, er hann kvað: í englaröðum glaðværðar og góðs minn gestur verður hvergi annars staðar . .. Og ætíð hefir mér fundizt þessi vísa eiga vel við hana (móður mína): Allt líf verður gegnt, meðan hugur og hönd og hjarta er fært til að vinna. Og gröfin er ljúf fyrir geyglausa önd, og gott er að deyja til sinna“. Eitt hið mesta hitamál með frændum vorum í Noregi nú um langan aldur hefir verið málsóknin gegn rihöfund- inum Mykle fyrir bók hans „Sangen om den röde rubin“ og Gyldendalsfyrirtækinu fyrir að gefa bókina út. Varð

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.