Morgunn


Morgunn - 01.12.1957, Síða 46

Morgunn - 01.12.1957, Síða 46
132 MORGUNN „vitleysu". En dagstæðu ári síðar gerðist það, að bóndinn lét lífið með þessum sama, sviplega hætti. „Þarna áttu að eiga heima í sjö ár“ Meðan Helga, föðursystir mín, bjó búi sínu á Hall- steinsnesi í Gufudalssveit, dreymdi hana einhverju sinni, að hún kæmi að sveitabæ, sem hún hafði aldrei áður séð. Virti hún þar allt fyrir sér utan húss og tók vel eftir öllu. Ekki þóttist hún fara lengra en í hlaðið. Kom þar til hennar ókunnur maður og sagði: „Þarna áttu að eiga heima í sjö ár“. Draumurinn varð ekki lengri. Árin liðu, Helga varð ekkja, og bauð þá faðir minn, bróðir hennar, séra Guðmundur Einarsson þá á Breiða- bólsstað á Skógarströnd, henni til sín, og tók Helga því boði. Þegar hún kom í hlaðið á Breiðabólsstað þekkti hún gjörla bæinn, sem hana hafði dreymt mörgum árum fyrr á Hallsteinsnesi, svo vel hafði hún sett á sig allt utan húss í draumi sínum. Draumurinn rættist að fullu. Helga lifði eftir þetta í sjö ár hjá bróður sínum og andaðist þar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.