Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2011, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 22.01.2011, Qupperneq 56
6 matur Fyrir fjóra 2 bollar glútenlaust mjöl, til dæmis bók- hveiti, rísmjöl, quinua- mjöl eða amar- ant (einnig gott að blanda saman teg- undum) ½ bolli hirsiflögur 1½ tsk. vínsteinslyfti- duft smá himalajasalt 3 msk. mulin fræ, svo sem sesamfræ, graskersfræ, hör- fræ eða sólblómafræ (gott að blanda einhverju saman) 2 egg 4-5 msk. ólívuolía 2 bollar vatn, rísmjólk eða sojamjólk smá agavesíróp Blandið saman þurr- efnum og hrærið út með hluta af vökvanum. Blandið eggjunum saman við og hrær- ið vel. Blandið olíunni saman og þynnið að lokum með því sem eftir er af vökvanum. Bakið í vöfflujárni en einnig má gera lummur á pönnukökupönnu. Borið fram með sultu, osti, hlynsírópi eða hunangi. Tína Guðbrandsdóttir Jezorski gullsmiður og eiginmaður hennar, Sigurjón Hansson, tóku upp glútenlaust mataræði fyrir um það bil ári þegar Sigur- jón greindist með glútenóþol. Tína segir margt hafa breyst síðan þá, þegar glúten lausar matvörur feng- ust í litlu úrvali í búðum en í dag fæst glútenlaust hráefni í mun meira úrvali að hennar sögn. „Þetta var mikill hausverkur þegar við tókum glúten út úr mat- aræði okkar fyrir ári. Það er mikil breyting sem hefur orðið á þessu eina ári í úrvali á glútenlausri fæðu og sem dæmi má nefna var aðeins ein pastategund án glútens í boði í verslunum. Í dag eru heilu rekkarnir í verslunum sem okkur er óhætt að versla úr.“ Sem dæmi má nefna er glúten í hveiti, spelti, kexi, súpum, pasta og flestum til- búnum mat. Tína og Sigurjón eiga þrjú börn, Emil Bjart, átta ára, Katarínu Eik, 10 ára, og Jöklu Júlíu sem er á öðru ári. Tína segir að þar sem fyrirhöfnin sé mikil að elda tvöfalt sé ekkert keypt inn til heimilisins sem inniheldur glúten. „Krakkarnir fá þó alveg kleinuhringi og slíkt úti í bakaríi við og við en innkaupin eru miðuð við glútenlaust. Annars erum við búin að einskorða val okkar við lífræna fæðu í mörg ár en engu að síður var Sigurjón alltaf hálf slappur og veikur og á ofnæmislyfjum þar til við tókum glútenið út. Síðan þá hefur hann ekki kennt sér meins.“ Tína segir síðasta árið hafa farið í að þróa uppskriftir en henni hafi reynst vel að nota bara venjulegar uppskriftabækur og skipta þar út til að mynda hveiti fyrir bókhveiti, nota vínsteinslyftiduft í stað venju- legs lyftidufts og hirsiflögur í stað haframjöls. „Morgunverðurinn sem við eldum svo oftast eru þessar vöfflur eða lummur. Það má leika sér svolítið með deigið, til að mynda bæta döðl- um við til að gera þær svolítið sætari. Þá er líka hægt að taka prímus og pönnu með sér í útilegur og hafa heit- ar lummur í morgunmat.“ - jma Morgunvöfflur GLÚTENLAUSAR VÖFFLUR SALSAÍDÝFA MEÐ KOTA- SÆLU Salsaídýfa er frábær með kotasælu. Í stað þess að nota rjóma- ost í botninn á eldföstu móti er notuð kotasæla. Hún er sett neðst, þá salsasósan og að lokum rifinn ostur. Þetta er hitað í ofni og borð- að með nachos-flögum. HOLLARI HRÁEFNI Gott getur verið að skipta út nokkrum hráefnum fyrir önnur holl- ari. Til dæmis er hægt að nota sýrðan rjóma í stað venjulegs rjóma í sósur, baunir og linsubaunir í stað kjöts og heilhveiti í stað hvíts hveitis. SÍTRÓNUSAFI Í SOJAMJÓLK Þeir sem hafa mjólkuróþol þurfa að finna aðrar leiðir í ýmsum uppskriftum. Ef súrmjólk er í uppskriftum er hægt að setja 1 tsk. af sítrónusafa út í sojamjólkina og láta standa á borði í 10 mínútur. Við það myndast kekkir í mjólk- inni sem gefa aukna lyftingu í bakstri. Hjónin Tína Guðbrandsdóttir Jezorski og Sigurjón Hansson sneiða hjá glúteni í mataræði sínu eftir að Sigurjón greindist með óþol. Einn vinsælasti rétturinn á þeirra borði eru vöfflur eða lumm- ur sem þau hjón gæða sér á í morgunmat nokkrum sinnum í viku. ÁN GLÚTENS Glútenlausar morgunverð- arvöfflur eða -lummur eru oft á borðum hjá Tínu Guðbrandsdóttur Jezorski gullsmið. Hér er hún ásamt dóttur sinni Jöklu Júlíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA E margt smátt ALLA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.