Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2011, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 22.01.2011, Qupperneq 62
 22. janúar 2011 LAUGARDAGUR34 timamot@frettabladid.is Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi Ralph Thomas Hannam lést laugardaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. janúar kl. 15.00. Vilhjálmur Leifur Tómasson Sólveig Hannam Árni Ólafur Lárusson Júlía Hannam Ragnar Þ. Ragnarsson Elísabet Hannam Örn Helgason barnabörn og barnabarnabörn erf idr yk kjur G R A N D Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand Hótel Reykjavík Sigtún 38, 105 Rvk. Sími: 514 8000 www. grand.is erfidrykkjur@grand.is Verið velkomin Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Salóme Þorsteinsdóttir lést á heimili sínu á Ísafirði, miðvikudaginn 19. janúar. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 29. janúar kl. 14.00. Sigríður H. Sigfúsdóttir Björn Gíslason Ingibjörg E. Sigfúsdóttir Jón Víðir Njálsson Þorsteinn Sigfússon Rósa Kjartansdóttir Jóhann G. Sigfússon Margrét Eyjólfsdóttir Ósk Óskarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Helga Vigfúsdóttir áður til heimils að Sæviðarsundi 20, Reykjavík, lést á Hrafnistu Hafnarfirði sunnudaginn 9. janúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Friðgeir Ingimundarson Sigrún Friðgeirsdóttir Logi Úlfljótsson Guðmundur Friðgeirsson Barbara Glod barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Ólafs Bergmanns Ásmundssonar Geislalind 4, Kópavogi. Sérstakar þakkir fá Stella, Sóley og annað starfsfólk Lungnadeildar Landspítalans Fossvogi fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Málfríður Ólína Viggósdóttir Aðalbjörg Ólafsdóttir Halldóra Ólafsdóttir Heiðrún Ólafsdóttir Ragnheiður Ólafsdóttir Ólafur Már Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Önnu Baldvinsdóttur Stóru-Hámundarstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar fyrir kærleiksríka umönnun. Davíð Hjálmar Haraldsson Sigrún Lárusdóttir Baldvin Haraldsson Elín Lárusdóttir Hjördís Guðrún Haraldsdóttir Þorlákur Aðalsteinsson barnabörn og fjölskyldur. Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. HERMANN JÓNASSON (1896-1976), fyrrverandi forsætisráðherra, andaðist þennan dag. „Við hugleiðum ekki eins oft og við ættum að gjöra hve mjög framtíðin veltur á hverju augnabliki nútímans.“ Gaman er að minnast þess að fyrir nákvæm- lega fjórum árum sigruðu „strákarnir okkar“ Frakka með yfirburðum á HM í Magdeburg í Þýskalandi, 32/24. Þar með komust Íslend- ingar áfram í milliriðil með tvö stig. Íslenska handboltalandsliðið sýndi allar sínar bestu hliðar í leiknum móti Frökkum og hreinlega pakkaði þeirra öfluga liði saman. Áður en Frakkar uggðu að sér höfðu Íslendingar skorað fimm mörk og stækkuðu forskotið eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Skömmu fyrir leikhlé kom Ólafur Stefánsson Íslandi í tíu marka forystu 18-8. Ólafur var markahæstur íslensku leik- mannanna með sex mörk, Næstir komu Guðjón Valur og Logi Geirsson með fimm hvor, Snorri Steinn skoraði fjögur, Alexander Petersson þrjú, Sigfús Sigurðsson og Ásgeir Örn tvö hvor og Ragnar Óskarsson og Vignir Svavarsson eitt hvor. ÞETTA GERÐIST: 22. JANÚAR 2007 Íslendingar sigruðu Frakka á HM Jarðvísindadeild á Verkfræði- og nátt- úruvísindasviði sæmir í dag, Dr. Har- ald Sigurðsson, jarðfræðing og próf- essor emeritus við háskólann á Rhode Island, doktorsnafnbót í heiðursskyni. „Ég hef hlotið mörg verðlaun fyrir störf mín í gegnum tíðina en þetta er fyrsta heiðursdoktorsnafnbótin sem ég hlýt og ég er mjög glaður að það skuli vera hér á Íslandi því það skiptir mestu að fá viðurkenningu hjá Íslend- ingum,“ segir Haraldur sem hefur starfað erlendis í fjörutíu ár en flutti til Íslands aftur fyrir örfáum árum. Haraldur nam jarðfræði við Háskól- ann í Belfast og lauk doktorsprófi við Háskólann í Durham 1970. Hann starf- aði lengst af sem prófessor við Háskól- ann á Rhode Island í Bandaríkjunum. Í samstarfi við fjölmarga kollega sína hefur hann birt mikilvægar grein- ar um niðurstöður rannsókna á stórum eldgosum. Hér á landi vann hann einnig að rannsóknum á gosinu í Lakagígum, setmyndun jökulhlaupsins 1996 í haf- inu undan suðurströndinni, bergfræði gosbeltanna sem og úthafshryggja. Haraldur var aðalritstjóri bókarinn- ar Encyclopedia of Volcanoes en hún er grundvallarrit í eldfjallafræði. Fyrir hana hefur hann hlotið margar viður- kenningar. Þá hefur Haraldur fengið ýmis alþjóðleg verðlaun fyrir vísinda- störf og riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu hlaut hann 2005. Þegar Haraldur lét af störfum sem prófessor við Rhode Island háskólann flutti hann til Íslands. „Ég hafði alltaf verið heima öðru hvoru og vildi bæta og auka tengsl mín við Ísland. Svo ákvað ég að ég vildi eignast heimili á Stykkishólmi þar sem ég er fæddur og uppalinn. Því má segja að hringnum sé lokað,“ segir Haraldur glaðlega, sem er þó hvergi hættur afskiptum sínum af eldfjallafræðum. „Vorið 2009 opn- aði ég eldfjallasafn í samstarfi við Stykkishólmsbæ en sú hugmynd hafði þróast með mér í tuttugu ár,“ upplýsir Haraldur en safnið er einstætt í ver- öldinni því það sýnir listaverk víða að úr heiminum sem Haraldur hefur safn- að og tengjast eldgosum og eldvirkni. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og gestum fjölgaði um 25 prósent milli ára,“ segir Haraldur og vill meina að mikill áhugi sé meðal ferðamanna og Íslendinga á eldvirkni og jörðinni. Síðasta ár var mikil gósentíð fyrir eldfjallafræðinga, þá hlýtur Haraldur að hafa notið lífsins? „Ég var nú erlend- is en fylgdist vel með þróuninni til 15. mars, þá sá ég að það væri eitthvað að gerast og flýtti mér heim og var kom- inn hingað fimm dögum fyrir gosið í Fimmvörðuhálsi,“ segir Haraldur, sem fylgdist náið með framgangi gossins og er enn að vinna úr því efni. „Ég hef verið að vinna rannsóknir tengdar því að ákvarða hve mikið gas er í kvikunni, því sprengigosi er að nokkru leyti stýrt af gasi innan í kvikunni djúpt í jörðunni,“ segir Haraldur, en margt skemmtilegt hefur komið fram í rann- sókninni. Hann mun fjalla um hana í erindi sem hann flytur að lokinni athöfnin sem haldin verður í hátíðarsal Háskóla Íslands, í Aðalbyggingu í dag klukkan 13. Dagskráin er öllum opin. solveig@frettabladid.is HARALDUR SIGURÐSSON: SÆMDUR HEIÐURSDOKTORSNAFNBÓT HÍ Gósentíð eldfjallafræðinga ELDGOS Á FIMMVÖRÐUHÁLSI Haraldur fyldist vel með eldgosunum á síðasta ári og heldur erindi um rannsóknir sínar að lokinni athöfn í hátíða- sal Háskóla Íslands í dag klukkan 13. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.