19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1957, Qupperneq 36

19. júní - 19.06.1957, Qupperneq 36
og hálfur og tveir og hálfur metri að stærð, með breiðu gullkögri umhverfis. Utan með henni allri var útsaumsbekkur, um það bil hálfs metra breið- ur og var munstrið í honum margs konar tré með blöðum, blómum og ávöxtum. Trjástofnarnir voru saumaðir með gullþræði, en trjákrónurnar voru úr perlum og gimsteinum. Fyrst trúði ég ekki min- um eigin augum — það væri óhugsandi, að slikur auður væri lagður i eitt klæði. En það var ekki um að villast. Jade, tópazar og ametyst voru meðal þeirra steina, sem ég þekkti, að voru skomir eins og lauf, og ég þóttist þekkja perlur, safíra, rúbína og alexandrite í blómunum, en þó voru þar miklu fleiri tegundir, sem ég þekkti alls ekki. Efri ábreið- an var minni, en hún var líka næstum því yfir- saumuð með sama hætti. Ég spurði kaupmanninn, hvers konar og hve gamlar þessar ábreiður væru, og sagði hann, að þær mundu vera um 200 ára gamlar. Hefði sú stærri verið hásætisklæði, en sú minni bænamotta Múhameðstrúarmanns. Illa sagði hann að gengi að selja þær. Langafi sinn hefði keypt þær, en nú væru allir hinir líklegustu kaup- endur orðnir svo auralausir, að allt útlit væri á, að hann yrði að selja þær þjóðminjasafninu fyrir hálfvirði. Skammt frá þessari húð var verzlun, sem eink- um seldi filabeinsmuni. Þar var húsbúnaður úr út- skornu fílabeini, sófi, stólar, skermur og lampi, og voru munstrin eftir skreytingum á frægasta graf- hýsi Indlands, Taj Mahal í Agra. Tveir menn voru 25 ár að gera þessa gripi. Ekki voru þeir til sölu, aðeins til þess að draga viðskiptavini að verzluninni. Delhi er um margt fögur borg. Sá hluti hennar, sem kallaður er Nýja Delhi, er að mestu byggður eftir 1930. Þar eru götur breiðar og trjágróður með afbrigðum fallegur. 1 gamla borgarhlutanum eru til mjög fagrar byggingar og sumar fornar, en meira ber á fátæklegum húsum, þröngum göt- um, þar sem ægir saman mönnum og dýrum, og ber þá ekki hvað minnst á hinum heilögu kúm, sem fara frjálsar allra sinna ferða um torg og stræti. I okkar augum er menntun og öðrum lifsins gæðum all-misskipt milli landsins barna. Við kynntumst menntafólki, sem flest var mjög áhuga- samt um landsmál, ungu fólki, sem hugsaði um nám sitt, ást og skemmtanir, eins og alls staðar annars staðar, og þjónustufólki, sem vann störf sín af alúð, var hjálpsamt og glaðlegt. Betlarar og hvers konar tötralýður verður alls staðar á vegi manns. Naumast sást kona við verzlunar- eða skrifstofustörf — nema hjá UNESCO —, en hins vegar var nokkuð algengt að sjá þær í erfiðisvinnu. Yfirleitt fannst mér yfirbragð fólksins góðmann- legt, dálítið þunglyndislegt, og framganga þess hljóðlát. Einn morgun klukkan átta vorum við boðin á leikfimis- og danssýningu barna, er haldin var til heiðurs Sjú-En-lai, forsætisráðherra Kína, og Dalai- Lama, sem voru gestir í borginni. Sýningin var á stórum grasvelli og tóku um 3000 skólabörn þátt í henni. Þegar við komum þangað rétt fyrir til- settan tíma, var sólin að þerra náttfallið, svo móða lá með jörðu. Börnin voru komin inn á leikvang- inn og sátu á hækjum sínum í skipulegum röðum. Þau voru öll í hvítum buxum og sterklitum stökk- um, svo leikvangurinn var eins og fagurlit blóma- breiða. Æfingar þeirra voru samstilltar mjög, gerð- ar eftir hljómfalli einfaldra hljóðfæra, eða þá að þau sungu sjálf undir. Var Sjú-En-lai svo hrifinn, að hann bauð til sín hóp af börnum til að kenna kínverskum börnum leikfimi. I annað skipti skoð- uðum við skólasýningu og sátum skemmtun skóla- barna. Virðast indversku bömin sannarlega engra eftirbátar, þegar þau fá menntun og þroskaskilyrði. Hitt má öllum vera ljóst, að vegna mannmergð- ar og langvarandi örbirgðar, þarf mikið fjármagn og marga þjálfaða menn til að mennta æskulýð Indlands, en þar er lika mörgum hugsjónamönn- um á að skipa og ber þar hæst Nehru forsætisráð- herra. Sumir sögðu, að það stæði eðlilegri þing- ræðisþróun fyrir þrifum, að engin veruleg stjórn- arandstaða gæti myndazt á meðan hann fer með völd, vegna þess hve hann nýtur almennrar hylli. Bæði Nehm og forseti Indlands, Rajendra Pra- sad, sættu löngum fangelsisvistum vegna and- spyrnu við Englendinga. Nehru skrifaði sjálfsævi- sögu sína í fangelsinu og ræðir þá menn og mál- efni, sem efst voru á baugi, einkum föður sinn, sem var einlægur baráttumaður fyrir frelsi lands- ins, og svo Gandhi, sem enn er tignaður af háum og lágum. Nehru segir þar, að flestir skapi sér einhvem persónugerving lands síns, og geymi hann, sem fleiri, þá táknmynd Indlands í huga sér, að það sé kona, hnigin að aldri, en fögur ásýndum, er renni tregablöndnum bænaraugum til barna sinna og biðji þau vemdar gegn yfirgangi erlendra of- ríkismanna. Þessi mynd hafi kveikt þann eld fórn- arlundar, sem enzt hafi mörgum alla ævi og sé hún þó sanni fjær. Hinn lotni bóndi, sem striti á 34 19. JtJNl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.