19. júní


19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 9

19. júní - 19.06.1959, Blaðsíða 9
Una Sigurðardóttir fæddist á Ytri-Hofdölum í Skagafirði 4. janúar 1865. Þar bjuggu þá foreldrar hennar, Sigurður Jónsson og Rannveig Guðmundsdóttir (hún var systir Sigurðar málara). Una átti heima á Hofdölum til vorsins 1883, en fluttist þá að Reykj- um í Hjaltadal og ótti þar heima til vorsins 1919. Þá fór hún með dóttur sinni að Kjarvalsstöðum i Hjaltadal og ótti þar heima fjögur ár, en fluttist siðan að Kólfsstöðum í sömu sveit og dvaldist þar til dauðadags, 19. nóv. 1953. Hún sagði löngum börnum og unglingum sögur þeim til skemmtunar og fróðleiks. Siðustu fjögur árin, sem hún lifði,'var hún blind og rúmföst, og var þá bezta dægrastytting hennar að tala um endurminningarnar frá Hofdölum, og varð það til þess, að nokkrar þeirra voru skrifaðar. Saga þessi var eftirlætissagan mín, þegar ég var barn, og sú fyrsta, sem mér datt í hug að skrifa. Amma min kallaði hana Lambasöguna. Móðir mín, Sigurveig Friðriksdóttir, og uppeldissystir hennar, Sigrún Jóhannes- dóttir á Reykjum í Hjaltadal, hafa lesið söguna yfir, og telja hana nákvæmlega rétt endursagða. Myndin var tekin, þegar amma var 26 ára gömul. Una Árnadóttir, Kálfsstöðum, Hjaltadal. LAMBASAGAN Vorið 1874 var jafnan í daglegu tali nefnt þjóð- hátíðarvorið, því að eins og allir vita, var þess þá hátíðlega minnzt, að liðin voru 1000 ár frá upp- hafi íslands byggðar, en mér er þetta vor — það 10., sem ég lifði, minnisstætt, af því þá sat ég lömbin fyrsta sinn. Það þótti leiðinlegt starf, og man ég, að þessi vísa heyrðist stundum kveðin um fráfærurnar: Lömbin eta lítið hér, lömbin feta um vegi. Lambasetan leiðist mér, en lambaketið eigi. Venjulega var fært frá eftir 10. sumarhelgina og lömbin setin kringum það hálfan mánuð. Mér þótti það leiðinlegasti timi ársins, bæði gekk þá annriki og erill úr hófi, og svo kenndi ég í brjósti um lömbin fyrir meðferðina á þeim. Þegar fært var frá, voru þau látin í horn á stekknum. Var það kallað lambakró. Var reft yfir hana til skjóls. Þar eru þau höfð um nóttina. Morg- uninn eftir voru þau heft og því næst rekin niður að Héraðsvötnum og setin á bökkunum kringum landamerki Ytri- og Syðri-Hofdala. Höftin voru búin til úr ull á vetrum og reynt að hafa þau sem mýkst, en samt vildu lömbin verða haftsár, eink- um í bleytutíð. Á kvöldin voru þau rekin inn í lambakróna og tekin úr höftunum. Sigurlaug syst- ir mín, sem var 10 árum eldri en ég, var orðin langleið á að sitja lömbin, enda hafði hún nóg að gera heima. Það var piltur á 13. ári hjá foreldrum mínum þetta ár, Guðmundur Eldjámsson að nafni. Hann sat yfir ánum uppi í fjalli. Hofdalir eiga ekki til fjalls, en fengu leyfi til að hafa ærnar uppi í Svaðastaðafjalli hálfan mánuð eftir fráfær- urnar. Nú bámst böndin að mér að sitja lömbin. Mér var nú lofað þvi, að ef ég reyndist vel við lambagæzluna, skyldi ég fá að fara með, þegar lömbin yrðu rekin á fjall (þ. e. a. s. fram í Kol- beinsdalsafrétt). Þá fengi ég að koma heim í Hjaltadal, en þangað hafði ég aldrei komið. Það var talað um að fara heim í Hjaltadal, sbr. „heim að Hólum“, og var sagt, að þessi eða hinn kæmi „heiman úr dal“. Lömbin voru setin saman frá Hofdalabæjunum. Þetta vor sátu hjá þeim ásamt mér stúlkur tvær úr syðri bænum, Margrét Guð- mundsdóttir og Margrét Simonardóttir. Þær voru eldri en ég, báðar komnar yfir fermingu. Þær voru kátar og fjörugar, og við gerðum ýmislegt okkur til dægrastyttingar, eftir að lömbin fóru að spekj- ast. Tíðin var heldur góð. Gömul kona, Gróa Pét- ursdóttir, sem var vinnukona á Hofdölum alla tíð, sem ég átti heima þar, færði mér miðdegismat- inn, sem var bæði mikill og góður, nýr fiskur eða svartfugl, en það var maður frá Ytri-Hofdölum við Drangey þetta vor og sendi vikulega aflann i land. Stundum færði hún mér nýbakað flatbrauð, stund- 19. JÚNl 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.