19. júní


19. júní - 19.06.1960, Side 5

19. júní - 19.06.1960, Side 5
Gamli bœrinn á Hálum Síðustu ár Þóru Gunnarsdóttur Fyrir niörgum árum gekk ég um Hólakirkju- garð. Þá var einhver, sem sagði: „Hér mun Þóra Gunnarsdóttir frá Laufási hvila“. Ég hrökk við. Var það unga stúlkan, sem Jónas Hallgrimsson unni? Það er annað að lesa Ferðalok en standa við hálfgleymda gröf. Eftir þetta fór ég að grennslast um ævi og örlög Þóru Gunnarsdóttur hér á Hólum. Gamalt fólk sagði mér margt um hana. Kom öllum saman um, að hún verið hrein afbragðskona og borið raunir smar í elímni með mikilli prýði. Það minnt- ist hennar með ást og virðingu. En mér fór sem mörgum öðrum. Ég lagði ekki þessar frásagnir nógu vel á minnið. Æskan »g áslin. Þóra Gunnarsdóttir var hálfgert raunabarn. Hún var óskilgetin og alin upp hjá vandalausu fólki. Faðir hennar sá um uppeldið, en móðirin giftist fljótlega. Til tíu ára aldurs er hún á Mógilsá og í Brautarholti á Kjalarnesi. Þá fer hún til Sigurð- ar Thorgrímsens landfógeta í Reykjavik og nefnd þar „fósturdóttir“. Þar mun lmn hafa lært hús- störf, hannyrðir og fallega framkomu. En skuggi hvíldi yfir heimilinu vegna fjármálaóreiðu hús- bóndans. Vorið 1828 fær Gunnar Gunnarsson veitingu fyrir Laufásprestakalli og tekur Þóru dóttur sina með sér þangað. Þau fóru norður heiðar í fylgd með Jónasi Hallgrimssyni skáldi, þá tuttugu og eins árs gömlum. Á leiðinni verða þau Þóra hrifin hvort af öðru og hafa að likindum heitbundizt sín á milli. Þegar þau skildu á Steinsstöðum, er talið, að Jónas liafi beðið séra Gunnar um Þóru fyrir konu, en hann hafi tekið því fálega og talið þau vera ung og óráðin. 19. JONl 3

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.