19. júní


19. júní - 19.06.1960, Síða 27

19. júní - 19.06.1960, Síða 27
telja, hér er sagt, að vaxi öll grös, sem fyrirfinn- ast á íslandi, og ég vil gjarnan trua því. En sem ég hafði komizt alla leið uppað álf- hamrinum góða berum fótum yfir urðir og hrís og heitar klappir og séð, að þar voru engar dyr, þá heyrðist mannamál frá húsinu og þessi einstaki hlátur, því nú var frændi kominn þar aftur og kaupmaðurinn úr Nesinu. Nú var kallað á mig og ég flýtti mér eins og hægt er á berum fótum heim að þúfunni, sem geymdi sokka mína og skó. Eftir fimmtán mín- útur verður áætlunarbíllinn, sem ég á að fara með til baka, við hraunslóðann hans Þorleifs litla. Ég kvaddi frænda og systurnar og sá um leið með hálfu auga, hvar birkilimið bærðist á einum stað og rauðhærður álfur skauzt út á litla troðn- inginn, sem liggur að vatninu. Systurnar vildu kalla á strákinn, svo ég gæti kvatt hann, en ég bað þær að gera það ekki og hraðaði mér af stað. Það er leiðinlegt að kveðja þá, sem manni er far- ið að þykja vænt um. Og eiginlega ætti þetta ekki að vera lengra. Þeg- ar ég gekk suður grámosaþemburnar ásamt kaup- manninum úr Nesinu, barst mér að eyrum hressi- legt áraglam utan frá vatninu norðan við hæðina. Framundan átti ég aðeins venjulegt sunnudags- kvöld, á heimleið til að komast í vinnuna að morgni. Og þó átti þetta sunnudagskvöld sitt sérstæða svipmót, dulrætt og óvelkomið, að hálfu í ætt við skýjabakkann, sem hlóðst upp í vestrinu i rign- ingu handa morgundeginum, sem við ókum nú í áttina til. Stækkuð skuggamynd af andliti dags- ins. Óþægilegt hugboð gerir sig heimakomið og verður ekki um þokað, þótt reynt sé að gera því skiljanlegt, að það sé ómerkilegt og hafi ekkert þarna að gera. Það dregur sig máski í hlé öðru hvoru, eða hægt að láta sem það sé ekki lengur. En sannaðu til, það á eftir að skjóta upp kollinum aftur og aftur, hvenær sem það fær atvikin í lið með sér, og takist því að ná sambandi við veru- leikann, er þér ekki undankomu auðið. Þegar ég kom í Nesið, var liðið fast að brottfar- artíma skipsins. Ég hraðaði mér heirn að húsi frænda mins og ætlaði að kveðja konuna hans. Ég fékk það undarlega svar, að hún væri uppi í kirkjugarði. Kirkjugarði? hváði ég með nokkurri undrun. Já, hún er þar svo oft núorðið, anzaði konan, sem varð fyrir svörum. Það hafði dregið fyrir sólina, og útsuðrið and- aði úrsvalt móti mér, þegar ég gekk mig til skips. Hvernig á lítill rauðhærður, hvítbrýndur skóg- arálfur að geta skilið það, að mamma sitji uppi í kirkjugarði, meðan hún á hann eftir? Og nú hljómuðu aftur í eyrum mér orð hans við vatnið í dag: Éld engum finnist ég eins góður og hann bróðir minn, sem dó. Halldóra B. Björnsson. Siökur. HeiSin bindur bjartan fald, breytir tinda línum. Hún er yndi og uppáhald í öllum myndum sínum. Þar var kátt á kvöldin stundum, krakkar sáttir runnu um hliS, fratn á nátt viS úti undum, er viS máittum sóa tíS. Ég á yndi, ást og ró. er mig binda heima. Ekki myndi ég óska þó öllum syndum gleyma. SigríSur Beinteinsdóttir. ÞelkeraldiS þarna var þrifiS undir litinn. örbirgSin er alls staSar og ævinlega skitin. Helga Erlingsdóttir, Dúðu. LifdS hef ég langa œvi laus viS hroka, í lítinn skaufa látin moka, loftaSi aldrei stórum poka. Kristín Bcnjamínsdóttir, Haukatungn (f. 1862). 19. JÐNl 25

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.