19. júní


19. júní - 19.06.1960, Side 31

19. júní - 19.06.1960, Side 31
VINIR Á VÍSUM STAÐ Það var um sumarkvöld fyrir fimmtán árum. Ég kom gangandi heim að húsinu og hafði fylgt fjölskyldu minni til skips, hún ætlaði norður í land, en ég átti að vera ein heima nokkurn tima. £g sneri lyklinum í útidyrahurðinni og opnaði galtómt húsið, en um leið greip hún mig þessi leiðinda- og einmanakennd, sem gerir lifið grátt og litlaust, hylur sól og stjörnur og fær mann til þess að óska sér burt yfir móðuna miklu. Ég ráfaði um ganga og stofur, síðan út aftur, út í garðinn. Ég leit á ribsberjaröndina fyrir vestan sólstofuna og reikaði svo npp í birkikjarrið í brekk- unni, alla leið upp í sólbyrgi. Sá á jafnan visan vin og vor í lundi giænum, sem gróðursetur greni og hlyn, • græðir skóg að bænum. E. Sœm. Var það bliða og kyrrð sumarkvöldsins eða hvað var það, sem fékk mig til þess að gleyma sjálfri mér? Ég veit það ekki nú, ég man það eitt, að allt í einu var ég farin að hlusta, farin að hlusta á trén í kring um mig. Auðvitað heyrði ég engin orð, en þau bárust mér þó í þögninni, — og þá byrjaði ævintýrið. Trén sögðu, að ég hefði gróðursett sig, hvert og eitt, hvort ég myndi það ekki? Jú, ég mundi það, og það hýrnaði strax yfir mér við endurminninguna. Þú ert ekki ein, þegar við erum hérna, sögðu trén. 19. JtJNl 29

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.