19. júní


19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 50

19. júní - 19.06.1971, Blaðsíða 50
Síðan tók hver kennarinn við af öðrum: Bryndis Schram, Bedge, Guðbjörg Björgvinsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Sigríður Ár- mann, Elísabet Hodgston, Fay Werner, Colin Russel, og síðast en ekki sizt Ingi- björg Björnsdóttir. Nú eru starfræktir sex ballettflokkar við skólann, og eru um það bil 20 nem- endur í hverjum flokki. Fyrsti flokkur er byrjenda- flokkur, og svo tekur stig við af stigi. Bezti aldurinn til að hefja bailettnám er 8 —9 ára aldurinn, þvi að þá eru nemendurnir farnir að skilja, að námið krefst mik- illar einbeitingar, og sterk- an vilja þarf til þess að ná árangri við námið. 1 efri flokkum skólans er æfing aila virka daga í rúm- an klukkutima. Til þess að verða góður bailettdansari þarf miklu meiri æfingu en bailettskólinn getur veitt. Annað vandamál er, að nem- endurnir eru flestir í öðrum skólum eða vinna fyrir sér og hafa þvi ekki tíma til meiri æfingar. I skólanum eru nú nokkrir mjög efni- legir nemendur, sem eflaust gætu náð langt eftir nokk- urra ára nám erlendis. Við eigum og marga efni- lega listdansara erlendis, og er aldrei að vita nema ein- hverjir þeirra kæmu heim, ef aðstæður hér væru betri, svo að þeir gætu fengið að njóta sín. Meðal þessara dansara eru: Anna Brands- dóttir — við ballettinn i Málmey; Hlíf Svavarsdóttir — við nýstofnaðan ballett i Frakklandi; Jón Valgeir Stefánsson — við ballett Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn: Svein- björg Alexanders — við Kölnarballettinn; Unnur Guðjónsdóttir — í Stokk- hólmi; Þórarinn Baldvins- son — í Lundúnum. Ballettstíllinn er mjög margbreytilegur í hinum ýmsu löndum, og má þar sérstaklega minnast á danska, enska, rússneska og bandaríska kerfið. Hin ýmsu kerfi hafa þróazt frá klass- íska ballettinum, sem var alls ráðandi á öldinni sem leið, en hann einkennist af því, að flest dansspor hefj- ast úr einni af hinum fimm klassisku „stöðum". Nútímaballettinn hefur leyst líkamann úr þeim viðj- um, sem klassíski skólinn setti honum. Hreyfingarnar verða frjálslegri og eðlilegri og miðast við að hreyfa all- an líkamann, eins og var ríkjandi hjá Grikkjum til forna. — Á síðari árum hef- ur ballettinn byggzt mikið á að túlka þjóðfélagsleg, sálfræðileg og siðferðileg vandamál, svo að nokkuð sé nefnt. 1 Ballettskóla Þjóðleik- hússins hefur aðallega verið kennt eftir danska og enska kerfinu. Danska kerfið er til dæmis frægt fyrir góða karldansara, en það enska fyrir góða kvendansara. Ekkert sérstakt íslenzkt kerfi hefur enn verið mót- að, en það er mjög erfitt fyrir nemendur að ástunda mörg kerfi samtimis og nauðsynlegt að halda sama kerfinu fyrstu árin. Hér sjáum við Helga Tómasson dansa í sínu fyrsta stóra hlutverki, prins- inn í „Dimmalimm". Bidsted samdi ballettinn, og var hann sýndur í Þjóðleikhúsinu 1955. Anna Brandsdóttir var Dimmalimm, en hún er nú dansmær við Málmeyjar-ballettinn. 48 19. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.