19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 65

19. júní - 19.06.1985, Qupperneq 65
hef ægilega gaman steikja fiskibollur" „Eg af því að Líklega finnst nú engum neitt róm- antískt við steiktar fiskibollur, undirritaðri ekki heldur. Samt verð ég að gerast dálítið róman- tísk í þessum pistli um fiskibollufram- leiðslu, það er varla hægt að komast hjá því þegar „Sjávarréttir Kömrnu" eru til umræðu. „Verksmiðjan" er lítið nýuppgert timburhús á sjávarkambi austur í Nes- kaupstað. Hjalandi aldan er rétt við húsvegginn og drifhvítar trillurnar skellandi framhjá með gargandi máva- gerið á eftir sér. Og svo fjallið í bak og fyrir. Ut um glugga og dyr hússins (sem fyrir nokkrum árum kallaðist bara skúr) leggur steikarilm sem etur kappi við þaralyktina. Og inni stendur Kamma við pönnurnar og steikir og steikir. Öðrum megin staflar af drif- hvítum, ósteiktum bollum, hinum megin gulbrúnar, nýsteikar - þúsundir af bollum. - Kamma, hvernig datt þér í hug að steikja fiskibollur ofan í landslýð? „Ja, það var nú fyrst og fremst löngunin til þess að skapa eitthvað sjálf sem fékk mig til þess. Ég stóð fyrir veit- ingarekstri í nokkur ár en fannst það erfitt, staðurinn lítill, vinnan mikil og grundvöllurinn óöruggur. Ég fékk svo þessa hugmynd að framleiða eitthvað úr fiski. Það var nærtækt, glænýtt hrá- efnið við höndina og lítið gert af slíku fyrir íslenskan markað. Ég þóttist full- viss um að fiskréttir yrðu söluvara. Þá hugsaði ég út frá húsmóðurinni, hvað það er mikil vinna sem liggur í því t.d. að matreiða nokkrar fiskibollur. Haustið ’82 var svo auglýst námskeið á vegum iðnaðarráðuneytisins fyrir fólk sem vildi byrja iðnrekstur og þá fór ég að hugsa alvarlega um málið. Síðan dreif ég mig á námskeiðið, sem ég hafði mikið gang af og hjálpaði mér af stað.“ - viðtal við Kömmu Andrésdóttur í Neskaupstað Kamma Andrésdóttir. - Varstu ekkert smeyk um að fólk vildi ekki fiskibollurnar? „Ég renndi auðvitað blint í sjóinn en ég var viss um ntína vöru. Það var hins vegar erfitt að markaðsfæra hana svona langt frá miðju viðskiptanna í þessu landi, eins langt frá og hægt er. En þetta er bara nokkuð sem maður verður að lifa nieð þegar maður býr hér og laga sig að. En ég get ekki lagt það sama á vöruna og samkeppnisaðilar fyrir sunnan, vegna flutningskostnaðar. Annars hefur þetta gengið vel ég er með góða og trausta sölu, nóg fyrir mig, því að húsnæðið takmarkar möguleik- ana. Við vinnum hérna tvær og fram- leiðunt unt 2.2 tonn á mánuði. Auk fiskibollanna matreiðum við fiskigrat- in, fiskborgara og paneruð kolaflök. Það fer drjúgur tími í snúninga hjá mér, ég þarf t.d. að fara einu sinni í viku yfir Skarðið til Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar með vöru.“ - Ertu ánœgðari svona sjálf þinn herra? „Já, tvímælalaust, ég hef nefnilega mjög gaman af að glíma sjálfstætt við verkefni." - Ekkert hrœdd um að verða þreytt á eldamennskunni? „Nei, það verð ég áreiðanlega ekki. Ég hef ægilega gaman af því að steikja fiskibollur. Ég hef nú verið í þessu í 2 ár eldaði áður á veitinghúsum og svo auð- vitað heima, svo að ég er búin að sjá, að ég þreytist ekki á eldamennsku.“ - Hefurðu lært matseld? „Nei, en núna er ég komin í matvæla- tækni við Framhaldsskólann hér í Neskaupstað og komin á þennan aldur. Ég ætlaði að byrja rólega en áður en ég vissi af, var ég komin í fullt nám. Þetta verða 4 annir. Ég sé bara mest eftir því að hafa ekki uppgötvað það fyrr, hvað skólinn hérna getur gefið.“ „Nei, nei, sjávarréttaframleiðslan er samt rekin af fullum krafti, ég get ekki slegið slöku við það,“ tekur Kamma Andrésdóttir fram og býður uppá ljúf- fenga, nýsteikta fiskibollu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.