19. júní


19. júní - 19.06.1985, Page 70

19. júní - 19.06.1985, Page 70
Bókmenntir Fast þær sóttu sjóinn og sækja hann enn... Þórunn Magnúsdóttir: Sjósókn sunnlenskra kvenna frá verstöðvum í Árnessýslu 1697-1980. Ritgerð til Cand.mag.-prófs við heimspeki- deild Háskóla íslands. 1982. Utgáfustaður & ár: Vestmannaeyjar 1984. Sjaldan fjalla sagnfræðingar um li'f eða störf kvenna í ritum sínum, því sjaldnar sem þeir eru lærðari. Þögnin kann að vera pólitísk: með því að gera konur ósýnilegar má viðhalda minni- máttarkennd þeirra, rugla sjálfsímynd þeirra, torvelda þeim að leita nýrra leiða. Á seinni árum hafa konur reynt að rjúfa þessa þögn með því að gerast sagnfræðingar sjálfar. Erlendis, ekki síst í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum, kemur nú út mikill fjöldi bóka þar sem konur eru dregnar fram í dagsljósið og skoðað hvað þær hafa getað og gert. „Þennan bjartsýna flokk vil ég gjarnan fylla og grafa úr gleymsku heimildir um vinnuframlag íslenskra kvenna og bókfesta upplýsingar um störf kvenna í atvinnugrein- um, sem að jafnaði eru taldar verksvið karla,“ segir Þórunn Magnúsdóttir í formála að bók sinni: Sjósókn sunnlenskra kvenna frá verstöðvum í Árnessýslu 1697-1980. Bókin er í raun ritgerð Þórunnar til magist- ersprófs við sagnfræðistofnun Háskóla íslands, fyrsta magistersritgerðin um atvinnusögu kvenna, sem út kemur á prenti (óprentuð liggur í handriti magistersritgerð Sigríðar Erlendsdóttur frá 1981: Atvinna kvenna í Reykjavík 1880-1920). Eftir að þessi ritdómur fór í prentun kom út verk Önnu Sigurðardóttur, Vinna kvenna í 1100 ár. Það verður ómetanlegt undir- stöðurit. Fyrstu tilraunir Þórunnar Magnúsdóttur til að draga íslenskar sjókonur upp úr djúpum gleymskunnar báru ávöxt í skemmtilegri grein hennar um fjórar ferju- konur á Ölfusá í ritgerðasafni til heiðurs Önnu Sigurðardóttur: Konur skrifa (Rvík 1980). í greininni kemur fram að síðasta ferju- konan, Margrét Brynjólfsdóttir, fæddist árið 1876, dó 1969. Ekki var hún fjær okkur nú- tímakonum en það. Sjósókn sunnlenskra kvenna erekki þykk bók, tæpar 130 blaðsíður, en slík fróðleiks- dyngja, að úr efninu hefði mátt gera tvær eða þrjár helmingi þykkri. Hún hefst á fræði- legum bollaleggingum um rannsóknarað- ferðir í kvcnnasögu. Meginefnið skiptist síðan í tvo hluta. Annars vegar fróðleiks- molar úr mörgum áttum um sjókonur fyrri alda. Hins vegar nákvæmari athugun á sjó- konum í Árnessýslu með þungamiðju í tíma- bilinu 1946-1980. Samkvæmt bókum sýslu- mannsembættis reyndust 102 konur lög- skráðar á skip í sýslunni á þessum árunt. Að inngangi Þórunnar um stefnur og aðferðir í kvennasögu er mikill fengur, enda hefur fátt eða ekkert verið ritað um það efni á íslensku. Þórunn bendir réttilega á hve erfitt er að finna heimildir um konur fyrri alda. Stjórnsýsluskjöl gefa takmarkaðar og oft viilandi upplýsingar um störf kvenna, helst er þeirra getið ef þær farast af slysum eða flækjast í dómsmál. Þannig hefur Þór- unn fundið starfsheitið sjómaður skjalfest um konur í fyrsta sinn í þingbók Árnessýslu. Árið 1697 var þingað í máli varðandi Guð- laugu Þorvaldsdóttur sjómann frá Keldna- koti í Flóa. Faðir hennar kærði ungan kvæntan hreppstjóra og lögréttumann fyrir áleitni við dóttur sína og vann málið. Að Guðlaug var ekki fyrsta kona í Árnessýslu sem sjóinn sótti sér Þórunn af klausu í Biskupaannálum árið 1554: „Þar um nærri á þeim árum varð skiptjón á Háeyri, drukkn- uðu IX menn og 111 konur.“ Markmið Þórunnar er að kanna hvaða störf á sjó „konur tókust á hendur á mismun- andi stöðum, tíma og við breytilegar þjóðfélagsaðstæður." í heimildaleit sinni hefur hún fínkembt héraðssögur og hvers kyns frásöguþætti og endurminningar frá fyrri tíð. En henni er ljóst að ekki nægir það ef duga skal, mörg konan kemst aldrei á blað þótt fiskin sé. Þórunn hefur því tekið tali eldra fólk og langminnugt og spurt um sjó- konur. Viðleitni hennar til að nýta sér þannig munnlegar heimildir er stórmerkileg, og gott fordæmi. Því ritað orð blífur, en sú vitneskja sem manneskjurnar geyma sér í minni fer með þeim í gröfina. Þessu er vert að gefa gaum á tímum eins og okkar þegar líf og hugar- heimur kvenna tekur algjörum umskiptum frá kynslóð til kynslóðar. Ævisaga einnar sjókonu í Árnessýslu á 19. öld er til á prenti: Sagan af Þuríði formanni og Kambsránsmönnum, og fleira hefur verið um hana ritað. Birtir Þórunn talsvert af því, kannske fullmikið miðað við aðrar heimild- ir, sem eru minna þekktar. Merkilegri finnst mér athuganir hennar á Skýrslum um lands- hagi á íslandi. Þar ber hún saman annars vegar fjölda skipa, hins vegar fjölda karl- manna í Árnessýslu í afar athyglisverðri til- raun til að finna orsakir fyrir sjósókn kvenna. Einnig hefur hún næmt auga fyrir því, að nýjar veiðiaðferðir, breyttur bún- aður á fiskiskipum svo og ýmsar aðstæður í landi geta dregið úr, eða aukið, sjósókn kvenna. Og með athugun sinni á lögskrán- ingarskjölum, sem fyrr var nefnd, kemst hún að því að það eru umtalsverðar sveiflur. Ef treysta má skjölunum voru aðeins fjórar sjókonur í Árnessýslu á árunum 1958 til 1970, en næstum hundrað á áratugnum þar á eftir, 1971-1980. Meirihluti þeirra er skráður sem matsveinar, um þriðjungur þó sem hásetar. Þórunn Ieggur áherslu á að á sjónum séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. Hún staðhæfir einnig, að fordómar gagnvart konum á sjó þekkist ekki í Árnessýslu. Þar er ég hrædd um, að kvenréttindakonan hafi rétt sem snöggvast tekið ráðin af vísindakon- unni. Þeireru til, því miður, en kannskeekki mjög útbreiddir. Sagt er að inntak sagnvísinda sé að miklu leyti í því fólgið að flokka og raða niður upplýsingum. 1 ritgerð Þórunnar hefur það ekki tekist til fulls, enda frumraun. Henni hættir til að dengja of mörgum efnisatriðum saman í einn kafla (til dæmis í hinum gagn- merka kafla VI.) Slíkt getur aukið spennu í 70

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.