19. júní


19. júní - 19.06.1985, Síða 73

19. júní - 19.06.1985, Síða 73
Höfundar skýrslunnar um tölvuvæðinguna og konurnar, þær Ragnhciður Harðardóttir, Sigrún Jónsdóttir og Sveinbjörg J. Svavarsdóttir kynntu könnun sína á Landsfundi KRFÍ. (Ljósmynd Anna Fjóla Gísladóttir). Við leituðum upplýsinga um skiptingu kynja í 5 starfssvið innan nefntlra fyrirtækja. Þessi skipting kemur fram í súluriti I. Súlu- ritið ber með sér að skörp verkaskipting er milli kynjanna, þar sem karlar sinna sölu- störfum, hugbúnaðar- og vélbúnaðar- störfum og stjórnun í 92% tilvika og yfir. Það er aðeins í skrifstofustörfum sem hlutur kvenna kemst yfir 8% og hlutur karla fer undir 92%. Konur sem starfa innan þessara fyrirtækja gegna í langflestum tilvikum almennum skrifstofustörfum en karlarnir, sem eru jafnframt eigendur fyrirtækjanna, gegna nýsköpunar- og stjórnunarstörfum. Þegar við spurðum um menntun starfs- manna innan þeirra fyrirtækja, sem flytja inn og framleiða tölvubúnað kom í Ijós að flestir karlanna eru með tæknimenntun eða sam- bærilega menntun. Algengast er að konur sem starfa innan sömu fyrirtækja séu með gagnfræðapróf. Örfáar eru með verslunar- próf. Algengt er að þeir sem vinna við hug- búnaðarstörf séu með tæknimenntun eða tölvunarfræðimenntun, en þeir sem vinna við vélbúnaðarstörf eru flestir menntaðir á sviði rafeindaiðnaðar. Þeir aðilar, sem sjá um stjórnun og sölu eru oftast með við- skipta- eða verkfræðimenntun. Bent skal á að konur sækja mjög lítið í framangreind störf en mest í hefðbundin skrifstofustörf. Ætla má að ástæðurnar séu meðal annars menntunarskortur kvenna á þessu sviði. Notendur tölvubúnaðar þjónustu- fyrirtæki og stofnanir Athugunin náði einnig til 12 fyrirtækja og stofnana sem nota tölvur í daglegum rekstri. Þessi fyrirtæki og stofnanir starfa annars vegar á vegum hins opinbera og eru hins vegar í einkaeign. Þetta eru fá fyrirtæki og stofnanir, en öll með töluverð umsvif og ættu því að gcfa nokkuð góða mynd af stöðu mála hvað varðar þátttöku kvenna í notkun tölva í daglegum rekstri. Fyrirtækjunum 12 var skipt annars vegar í notendur tölvubúnaðar, þ.e. þau fyrirtæki og stofnanir sem nota tölvur í eigin þágu og miða hugbúnaðargerð við starfsemi sína eingöngu. Dæmi um not- endur eru Flugleiðir, Póst og símamála- stofnun og Sjóvá. Flins vegar tókum við fyrirtæki og stofnanir sem sjá um tölvuþjón- ustu út á við. Sem dæmi um slíka þjónustu- aðila má nefna Reiknistofu bankanna, Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. Súlurit 2 sýnir skiptingu kynja á 5 starfs- sviðum hjá notendum tölvubúnaðar. I heild- ina starfa fleiri konur en karlar í þeim; 363 konur og 213 karlar. Eins og sjá má er hlutur kvenna mjög lítill í störfum við forritun og kerfissctningu (9%) og stjórnunarstörfum (8%). Konur eru aftur á móti mun fleiri í rit- vinnslu, lyklun og skráningu (90%) og í skrifstofustörfum (69%). I hinum ýmsu störfum sem tengjast tölvum beint eða óbeint eins og t.d. stjórnun véla o.fl. eru konur (27%) mun færri en karlar (73%). Nýsköpunarstörfogstörfsem krefjast tækni- kunnáttu eru nánast alfarið í höndum karla. Konurnar eru í hinum svokölluðu „rútínu- störfum" þ.e. ritvinnslu, Iyklun ogskráningu sem og í skrifstofustörfum. Hjá þjónustufyrirtækjum og stofnunum starfa fleiri karlar en konur: 106 karlar og 60 konur. Súlurit 3 sýnir okkur stöðuna innan þessara fyrirtækja. Hjá þjónustufyrirtækj- unum starfa engir karlar við ritvinnslu, lyklun eða skráningu. Hlutfall kvenna í for- ritun og kerfissetningu (25%) og í stjórnun- arstörfum (21%) er þó betra innan þjónustu- fyrirtækjanna en hjá notendum. Konur eru áfram í meirihluta í skrifstofustörfum (70%) og færri í ýmsum störfum sem tengjast tölvum (34%). Af framansögðu er ljóst að hin hefð- bundna verkaskipting kynjanna á vinnu- 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.