19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 47

19. júní - 19.06.1986, Page 47
þó faðir barnanna sem ég hef fætt af mér, yfir þaö verður aldrei strikað. - En pilturinn sá, sem allir halda að sé mesta valmenni er ótíndur fantur. - Hann Siggi þessi rola og gæðablóð eins og haldið er, hann lemur þegar hann þrýtur rök. Satt best að segja hefur hann lamið mig eins og harðan fisk alla okkar sambúð. Við erum talsvert ólík og ekki alltaf sammála um hlutina. En fyrst í stað gekk þetta nokkurn veginn vegna þess að ég var vön ráðríkinu í honum pabba og fannst því að Siggi mætti ráða. Ég vildi vinna utan heimilis, nota menntun mína. Pað vildi hann ómögu- lega. Hann ætlaði sko að sjá sínu heimili farborða. Svo ætti ég að eign- ast börn og annast þau. Siggi hafði góða stöðu. Fyrirtækið hans pabba hans gekk vel og Siggi var þar lélegur starfsmaður með góð laun. Ég komst að því seinna. Ég hafði svo sem nóg að bíta og brenna. En mér hálfleiddist fyrst í stað. En ég eignaðist Buddu litlu fljót- lega og þá hafði ég hana mér til ánægju og afþreyingar. - En mér ofbauð oft ráðríkið í Sigga. En eins og ég sagði það var ekki eins slæmt vegna þess að ég hafði alist upp við karlrembuna í honum pabba. - Hann pabbi lamdi engan en hann skipaði og honum var hlýtt. Og mamma reyndi alltaf að gera honum til hæfis og mænir á hann eins og rakki þegar hann er að finna að. En Siggi lét hnefana dynja því hann fann að hann gat ekki beygt mig að fullu meðþvíaðbrúka kjaftinn. Éggat saumað að honum því hann á stundum erfitt með að koma fyrir sig orði. En ég get verið andstyggileg og meinyrt. Það hljóp stundum í mig ljótur púki og ég stríddi honum. Það var víst ljótt af mér. En þá kom hnefinn venjulega framan í mig. Budda var á fyrsta ári þegar hann lamdi mig fyrst. Við voruni að skemmta okkur með gömlu skóla- félögunum. Égskemmti mérprýðilega og tíndi af mér brandara eins og ég var vön í skóla. Siggi var hálffúll allan tím- ann og vildi svo fara heim þegar allt var upp á sitt besta. Ég nöldraði eitthvað en fór þó heim eins og hann vildi. - Hann sneri baki að mér þegar heim kom og ég sagði eitthvað á þá leið að það hefði nú ekki legið þessi ósköp á að fara heim. - Þá sneri hann sér allt í einu við. Hann var náfölur og titraði af reiði og ég vissi ekki fyrr en ég fékk sinn undir hvorn. „Þú þurftir svo sem að minna þessa dólga á að þú tókst svo miklu betra próf en ég,“ hreytti hann út úr sér og tvö kjaftshögg í viðbót fylgdu. - Ég fór að háskæla, en Siggi flýtti sér í rúmið. Næstadag kom hann með rósir og var iðrandi syndari. Honum hafði sárnað svo að ég skyldi niðurlægja sig í viöurvist strákanna. Að vera að minna á að hann hefði verið fúx í skóla. Ég hafði ekki hug- mynd um að hann hafði fengið þriðju einkunn. Við vorum ekki af sama ár- gangi. Ég komst að því seinna og þegar það datt út úr mér fékk ég vel úti látin kjaftshögg og tíu rósir. Ég vissi að þér þótti það undarlegt að ég skyldi rekast á snerilinn. Auð- vitað prílaði ég ekki upp á stól til að skemma í mér augað. Það var stein- hringurinn hans Sigga sem lenti á aug- anu á mér og það sprakk fyrir á auga- brúninni svo það varð að taka í hana spor. - Siggi ók með mig á slysavarð- stofuna og laug fallega um þctta leiðin- lega slys. En svo komst það einhvern veginn í heimska þverhausinn á Sigga að ég væri ekki ánægð með meðferðina á mér. Hann var hræddur um að ég færi frá honum. Og þegar hann vissi að ég var að hvíla mig á pillunni nauðgaði hann mér, þetta svín, og ég varð ólétt. Nú átti ég að vera bundin í báða skó. En honum var oft laus höndin. Einu sinni beiö hann eftir því að ég kæmi út af baöinu. Hann kallaði ogóskapaðist. Honum hefur víst verið mikið mál. En ég ansaði ekki. Mér fannst hann geta farið niður og migið á gestaklósettinu. Ég hélt að hann væri farinn og opnaði í grandaleysi. En hann beið við hurð- ina og hrinti mér svo ég lenti á baðker- inu og rifbrotnaði. Hann rauk með mig á spítala og það lak af honum umhyggjan fyrir þessari konu sinni, sem ekki gat fótað sig á sínu eigin bað- gólfi. Og þó ég væri ólétt gat hann ekki látið það vera að dangla í mig af og til. En hann var nú að reyna að slá ekki fast, þetta fífl. Hann vildi síður að það sæi á mér. En ég var komin langt á leið þegar hann sló til mín út af því að kaffið hans hafði kólnað. Hann sendi rósir daginn eftireins ogvenjulega. En svo kom hann heim fyrr en ég átti von á honum. Ég var að dunda mér við að tæta rósirnar í sundur ögn fyrir ögn þegar liann kom. Þá missti hann glór- una. Þarna var ég þó að misbjóða honum sem alltaf var svo hjálpsamur þó ég bryti í mér rifbeinin fyrir bölv- aðan klaufaskap. Hann varð óður. Hann lamdi mig, sparkaði í mig og loks hrinti hann mér á miðstöðvarofn- inn. - Ég lá þarna í blóði mínu. Það rann af honum móðurinn og hann flýtti sér að ná í sjúkrabíl. Og ég fæddi tvíburana mánuði fyrir tímann. - Ég talaði ekki við hann, ansaði honum ekki. - Næsta dag kom hann með fangið fullt af rósum, en ég sagði ekki orð. Hann talaði við sjálfan sig allan heimsóknartímann og alla aðra heirn- sóknartíma meðan ég var á spítalan- um. Mér fannst stundum að honum liði illa og hann langaði til að lemja mig. Það lá við að ég vildi að hann gerði það svo hann kæmi upp um sig. En hann hafði vit á að halda að sér höndum. - Budda var hjá mömmu og þær fengu flensu og gátu ekki komið sem betur fer. Hann var með skárra móti fyrst eftir að ég kom heim en kjaftshögg fékk ég þó af og til. En nú var hann farinn að gæta þess að láta ekki sjá á mér. En í gærkvöldi kom að því sem hlaut að koma. Tilefni þess að við vorum að þrátta var að ég nennti ekki í bíó með honum. Hann vildi endilega sýna mér einhverja forláta mynd, sem ég hafði engan áhuga á að sjá. Ég hafði gleymt því að í síðustu viku hafði ég ekki heldur nennt með honum í bíó. Þá var mælirinn enn einu sinni fullur hjá Sig- urði heimilisföður og harðstjóra. Ég fékk tvo vel úti látna löðrunga. En þá kom óvænt hljóð úr horni. Budda litla og tvíburarnir stóðu í dyr- unum og ráku upp skaðræðisvein, þegar þeir sáu pabba sinn lemja mömmu þeirra. Ég tók börnin og kom þeim í rúmið, en hann snautaði út. Hefur líklega farið í bíó. Rósirnar komu í morgun. - Ég hata rósir. Mundu það frænka ef þú lifir mig. Það má ekki iáta rósir á kistuna mína, því þá geng ég aftur. En ég má nú ekki deyja strax. Ég hef þrjú börn á sam- viskunni. En ég læt þau ekki alast upp við það að horfa á fantinn hann föður þeirra lemja mig fyrir augunum á þeim. Ég kem á morgu, elsku frænka mín, þín Birna. 47

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.