19. júní


19. júní - 19.06.1986, Page 78

19. júní - 19.06.1986, Page 78
Kvennaráðstefna SAMEINUÐU WÓÐANNA I lok febrúar 1985 skipaöi utanríkis- ráöherra sendinefnd íslands sem fara átti áþriðju kvennaráðstefnu Samein- uðu þjóðanna 15.-26. júlí (sama ár) í Nairobi í Kenya. Formaður nefndarinnar, Sigríður Snævarr, var tilefnd af utanríkisráðu- neytinu, en aðrar nefndarkonur voru María Pétursdóttir, tilnefnd af Kven- félagasambandi íslands, Guðríður Porsteinsdóttir tilnefnd af Jafnréttis- ráði, Gerður Steinþórsdóttir tilnefnd íslensku fulltrúarnir fyrir framan Kcnyatta Conference Center í Nairobi. Á myndina vantar grcinarhöfund. af félagsmálaráðherra og ég tilnefnd af Kvenréttindafélagi íslands. Verkefni sendinefndarinnar fyrir ráðstefnuna voru fyrst og fremst að safna saman upplýsingum um stöðu jafnréttismála og meta árangur af kvennaáratug SÞ hér á landi. Þessar upplýsingar voru síðan notaðar þegar samin var ræða, sem formaður sendi- nefndarinanr flutti f.h. íslands á ráð- stefnunni. Fundur settur Kvennaráðstefnan sem haidin var í Kenyatta ráðstefnuhöllinni í Nairobi hófst árdegis hinn 15. júlí með því að forseti Kenya, Daniel Arab Moi setti ráðstefnuna og aðalframkvæmdastjóri S.Þ. Peres de Cuellar flutti ávarp. Aðalræðu flutti Leticia Shahani, fram- kvæmdastjóri ráðstefnunnar. Ræðu sína byggði hún á svörum frá 129 aðildarríkjum SÞ um stöðu kvenna í heimalandinu og árangur af kvenna- áratugi SÞ. Hún sagði m.a. að árangur áratugarins hefði ekki verið jafn mikill og vonast hefði verið til í upphafi, þó að mikilvægt væri að margar ríkis- stjórnir og félagasamtök hefðu hafið aðgerðir í þágu kvenna. Þá taldi Sha- hani að af kjörorðum áratugarins jafn- rétti - þróun - friður hefði mesti árangur orðið á sviði jafnréttismála. Að lokinni fundarsetningu var Margaret Kenyatta kosin forseti ráð- stefnunnar og að því búnu voru fluttar kveðjur margra þjóðhöfðingja til ráð- stefnunnar. Flutti formaður íslensku sendinefndarinnar kveðju forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Kveðjan vakti mikla athygli og var lengi klappað á eftir. Ráðstefnustörfin Fyrir ráðstefnunni lágu tillögur að framkvæmdaáætlun fram til ársins 2000, skjal upp á tæplega 200 blaðsíð- ur. Auk þess lágu fyrir um 100 drög að ályktunum í tengslum við ýmsar af efnisgreinum framkvæmdaáætlunar- innar. Störf ráðstefnunnar fóru fram á alls- herjarfundi og fundum tveggja megin- nefnda sem héldu fundi á sama tíma. Sjö dagar fóru í almennar umræður á allsherjarfundinum, um þær framfarir sem orðið hefðu á áratugnum og hindranir sem stæðu í vegi fyrir settu marki, þ.e. jafnrétti, þróun og friði. Þar lluttu fulltrúar 153 ríkisstjórna, samtaka og nefnda á vegum SP ræður sínar. Nefndirnar tvær vörðu níu dögum í undirbúning að framkvæmda- áætluninni og drögum að ályktunum. Sendinefndin okkar skipti þannig með sér verkum að Sigríður fylgdist með allsherjarfundum, Guðríður og ég sátum í fyrstu nefnd og Gerður og María sátu í annarri nefnd. Við byrj- uðum alltaf daginn á sameiginlegum fundi, þar sem rædd voru mál gærdags- ins og það sem framundan var. Dag- lega voru haldnir fundir vestrænna rikja sem einhver okkar sótti alltaf, en undir lok ráðstefnunnar reyndu Hestar að sækja þessa fundi því þar var mik- inn fróðleik að finna og túlkun á því, sem gerst hafði, auk áætlana fyrir næstu daga. Norðurlandabúar héldu með sér nokkra l'undi og var Guðríður fulltrúi okkar þar, auk þess sem hún var eins konar blaðafulltrúi gagnvart fjölmiðlum hér heima. Eins og áður sagði skiptu fyrsta og önnur nefnd með sér að fara yfir drögin að framkvæmdaáætluninni og var hver grein fyrir sig borin upp til samþykktar. Ef ágreiningur var um einhverja grein var hún send til samn- inganefndar sem reyndi að miðla málum og leggja greinina aftur fyrir viðkomandi nefnd. í flestum tilvikum var hún þá samþykkt, en þó fór svo að samkomulag varð ekki urn nokkrar greinar og var þeim þá vísað til alls- herjarfundar. Spenna í lofti Lokafundur ráðstefnunnar hófst kl. 9.00 árdegis 26. júlí, þar lágu fyrir þau 78

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.