19. júní


19. júní - 19.06.1991, Síða 28

19. júní - 19.06.1991, Síða 28
KONUR I ALITSGJAFAHOPINN Texti: Vilborg Davíösdóttir Rannsóknir á innihaldi fjölmiðla hafa hvað eftir annað leitt í ljós að mun sjaldn- ar er rætt við konur en karla um málefni líðandi stundar. Þegar spurt er um ástæður þessa nefnir fjölmiðlafólk oftast tvennt: Ann- ars vegar að konur með sérþekkingu eða í yfirvaldsstöðu séu tæpast til og í öðru lagi að þær fáu sem geta gefið upplýsingar eða sér- fræðiviðhorf séu sjaldan tilleiðanlegar til að tala við fjölmiðla, oft vegna skorts á sjálfs- trausti. I Jafnréttisráði var ákveðið að ráða bót á þessum vanda og stofna nafnabanka kvenna með sérþekkingu sem fjöl- miðlar gætu leitað til þegar þá vantaði „álits- gjafa“ um hin ýmsu mál- efni. „Við fórum út í þetta verkefni af mikilli bjart- sýni og réðum starfs- mann til að sinna því í hálfu starfi í febrúar árið 1989,“ segirRagnheiður Harðardóttir fræðslu- fulltrúi Jafnréttisráðs. „En vegna fjárskorts gátum við aðeins haft þennan starfsmann íþijá mánuði og þá kom í Ijós að verkefnið myndi taka mun lengri tíma. Við erum komnar með ágæt- is grunn núna en vandinn er sá að við erum of fáar og of störfum hlaðnar til að geta opnað bankann strax.“ Ragnheiður tók við skráningu og undirbún- ingsvinnu við nafnabankann vorið 1989 en segir að vinnan sé meiri en svo að hana sé hægt að stunda í hjáverkum. „Fjárskortur háir okk- ur fyrst og fremst. En þar sem útséð er um að við fáum peninga til að ráða starfsmann höf- um við ákveðið að tveir starfsmenn taki sig til í sumarbyrjun og ýti öllum öðrum verkefnum sínum til hliðar til að sinna þessu,“ segir hún. Eftir er að ákveða hvernig bankinn verður nýttur í framkvæmd. „Hugmyndin er upphaflega komin frá Dan- mörku,“ segir Ragnheiður. „Þar var tekinn sá kostur að gefa út bók með öllum upplýsingun- um og dreifa til fjölmiðla. Vandinn er hins Jafnréttisráö stofnar nafnabanka kvenna fyrir fjölmiöla vegar sá að þessar upplýsingar úreldast fljótt og það þarf að bæta við nýjum. Lík- lega munum við hafa þann háttinn á að bjóða fréttamönnum að hringja í ákveðið númer þar sem svarar starfsmaður við löl vu og flettir upp því sem beðið er um.“ Búið er að velja tölvuforritið File Maker fyrir bankann og um 200-250 konur eru komnar þar á skrá undir alls kyns lykilorð- um sem valin eru út frá sérgreinum þeirra. í upphaFi voru send út um 850 bréf til ýmissa kvenna. Um 150 svöruðu og þar af voru um 50 sem ekki vildu vera á skrá. „Við vissum eiginlega ekkert hverjar viðtökum- ar yrðu. Ég held að ástæðan fyrir því að svo margar vildu ekki vera með sé einfaldlega skortur á sjálfstrausti. Hins vegar hringdu enn fleiri til okkar og töldu þetta mjög þarft og gott mál,“ segir Ragnheiður. „Fjölmargir eifiðleikar blasa við þegar slíku verkefni er hrint af stað. Til dæmis vafðist það nokkuð fyrir okkur h vaða konur ætti að hafa samband við. Þetta er eins og að reyna að veiða einn ákveðinn fisk án þess að hafa fiskileitartæki. Hópurinn en svo víð- feðmur að það er erfitt að skilgreina hann.“ „Jafnréttisráð hefur gert innihaldsgreining- ar á fjölmiðlum á hverju ári og talið í eina viku hve margar konur komast þar að. Niðurstöðumar eru alltaf þær sömu; ekkert hefur breyst. Fréttamenn virðast búa sér til eins konar spj aldskrár y fir álitsgj afa og hafa tilhneigingu til að snúa sér til þeirra sömu aftur og aftur. Þessir álitsgjafar em að mikl- um meirihluta karlkyns og því viljum við breyta. Þetta sama vandamál er upp á teningnum um allan heim. Kvenréttindahreyfmgin í Bandarikjunum hefur bmgðist þannig við því að framkvæma svipaðar rannsóknir og við og birta niðurstöður þeirra reglulega. En það eitt dugir ekki til. Ef viðhorf kvenna em minna metin af fjöl- miðlum en viðhorf karla skapast misvægi. Ég skora á konur, sem vilja láta skrá sig, að hafa samband við Jafnréttisráð í símum 2 78 77 eða 2 74 20. Þær fá þá send eyðublöð þar sem svara þarf spumingum um menntun, fyrri störf, reynslu og sérstök áhugasvið. Með skráningu í bankann get- um við eytt þeirri gömlu afsökun fjölmiðla- fólks að viðræðuhæfar konur séu ekki til.“ 28 J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.