19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1992, Qupperneq 22

19. júní - 19.06.1992, Qupperneq 22
Ég sameina öll áhuga- málin í einn farveg eftir Biyndísi Kristjánsdóttur Þær eru ekki margar konurnar á íslandi sem eru blaðaútgefendur og gefa út sitt eigið blað en ein þeirra er Þórunn Gestsdóttir. Á þessu ári kemur út fimmti ár- gangur af blaðinu hennar, ferðatímaritinu Farvís, sem að vísu heitir nú Farvís- Áfangar. I viðtalinu sem hér fer á eftir kemur fram hvernig þessi hörkuduglega kona, sem fór út á vinnumarkaðinn eftir að hafa eignast fimm börn og verið heimavinnandi húsmóðir í 18 ár, hefur nú náð því að vinna við það sem henni þyk- ir skemmtilegast. Við spyrjum fyrst: Hvernig stóð á því að þú fórst út í blaðaútgáfu? „Ég var búin að vera nokkuð lengi í þessum ferðamálafarvegi. Ég var flug- freyja á árum áður, fór síðan í leiðsögu- mannaskóla og vann sem leiðsögumaður bæði hér heima og á Ítalíu. Nú, og svo var ég í blaðamennsku. Ég held að það hafi verið árið 1985 að DV byrjaði með sérstök skrif um ferða- mál og ég sá um þau. Um tíma var ég ritstjóri Vikunn- ar, en eftir að ég hætti því fór ég aftur að skrifa viku- lega um ferðamál í DV og það var eiginlega á þeim tímapunkti sem þetta hófst. I tengslum við vinnuna hafði ég séð og keypt ara- grúa af erlendum tímaritum um ferðamál, sem heilluðu mig, svo að ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna svona tímarit væri ekki til hér. Að vísu var eitt ferða- tímarit á markaðnum, Áfangar, en stefna þess var að skrifa um Island. Ferðamynstur íslendinga hafði breyst gífurlega. Áður fóru stórir hópar á sólar- strendur um hásumarið en nú eru íslendingar aftur á móti farnir að ferðast allan ársins hring. Fara t.d. til Asíulanda, Kanaríeyja eða Flórída ef þeir vilja komast í sólina um vetrartímann. Nú er orðið almennt að fólk fari í ferðalög og það fer í fleiri og styttri ferðir en áður, viðskiptaferðir og kynnisferðir hvers konar. Þess vegna fannst mér að ferðatímarit hlyti að eiga hljómgrunn hjá þjóðinni - og þóttist nú reyndar alveg fullviss um að svo væri. Auk þess vissi ég að hér eru um 6000 manns sem vinna að ferðamálum. Þarna hlaut líka að vera markhópur sem væri tilbúinn að taka á móti ferðatíma- riti þar sem ekki átti aðeins að vera efni fyrir hinn al- menna ferðamann heldur einnig skrifað um það sem væri að gerast í atvinnu- greininni. Hugmyndin fannst mér svo spennandi að ég gat ekki losnað við hana nema að prófa þetta. Nú, svo fór ég af stað og þá sagði fólk gjarnan við mig: „Hvað, ætlarðu að fara að gefa út eitt tímaritið enn? Hér er svo mikið af tímaritum." Það var auðvit- að rétt því ég held það séu 400 tímarit skráð á landinu." Hvernig var fyrsta blaðinu tekið? „Ég tel að því hafi bæði verið mjög vel tekið en einn- ig að ég hafi fundið fyrir ákveðnu afskiptaleysi. Mið- að við þennan almenna áhuga á ferðamálum þá fannst mér fólk ekki átta sig á því nógu fljótt hvað hér var á ferðinni; hvað það get- ur haft mikið gagn af því að lesa blaðið." En heldurðu að þú hafir þá náð til þess hóps fólks sem vill lesa sér til áður en farið er til útlanda? „Já, og ég held að ég hafi náð nokkuð vel til fólks sem Ritstjóri og eigandi tímaritsins Farvís-Áfangar, Þórunn Gestsdóttir.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.