19. júní


19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 4

19. júní - 01.03.1993, Blaðsíða 4
4 1. TBL.1993 Inga Jóna Þórðardóttir, formaður KRFÍ: Nýr áfangi hjá 19. júní Rúm fjörutíu ár eru liðin frá því að Kvenréttindafélag Islands hóf að gefa út ársritið 19.júní en blað með sama nafni haíði áður verið gefið út og ritstýrt af Ingu L. Lárusdóttir á árunum 1917-1929. Þegar ritstjórinn, Svava Þorleifsdóttir, skólastjóri, fylgdi fyrsta tölublaðinu úr hlaði árið 1951 minnti hún á mikilvægi þess að halda í heiðri hátíðardag íslenskra kvenna 19. júní og sagði m.a.: „Ekki mun blaðið koma oftar út fyrst um sinn en þennan eina dag ársins. En hitt er von vor og trú, að gifta nokkur muni fylgja nafni og blaðið verði þess umkomið, þótt lítið sé, að fræða og glæða.“ Aundanfömum ár- um hefur oft verið rætt um nauðsyn þess að félagið hefði öflugri vett- vang til að fylgja eftir málum sínum í baráttunni fyrir jöfn- um rétti karla og kvenna en tímarit sem kemur út einu sinni á ári getur verið. Það liggur í hlutarins eðli að erfitt er að taka á málum, sem til umræðu er hverju sinni í þjóðfélaginu, í blaði sem kemur út einu sinni á ári og sérstaklega þegar horft er til þess hversu fjölskrúðug blaða- og tímaritaútgáfa er orðin. Stjórn KRFÍ lagði því til- lögu fyrir landsfund á liðnu hausti um breytingu á reglu- gerð blaðsins í þá veru að blaðið skyldi koma út allt að fjórum sinnum á ári. Vissu- lega er nokkur fjárhagsleg áhætta tekin með slíkri fjölg- un tölublaða. Á hinn bóginn er brýnt fyrir KRFÍ að nýta þá möguleika sem útgáfa blaðs gefur til að hleypa nýju blóði í starfsemina og svara þeim kröfum sem gerðar eru í dag. Jafnréttisbaráttan hefur verið á tímamótum, talað er um stöðnun og jafnvel afturkipp og að mikil þörf sé á að breyta áherslum í umræðunni. Styrkur KRFÍ er fólginn í því að inn- an vébanda félagsins er fólk með ólíkar skoðanir og lífs- viðhorf sem á það sameigin- legt að vilja vinna að raun- verulegu jafnrétti kynjanna. í stjórn félagsins sitja konur úr öllum stjórnmálaflokkum og í þeirri þverpólitísku sam- stöðu eru miklir möguleikar fólgnir. 19. júni þarf hér eftir sem hingað til að vera lifandi vettvangur allra þeirra sem láta sig jafnréttisbaráttuna varða. Um leið og ákveðið hefur verið að styrkja útgáfu 19. júní með þessum hætti hefur verið gert samkomulag við Jafnréttisráð um að það fái til umráða 6 síður að jafnaði í hverju blaði til kynningar á þeim málum sem það er að vinna að og fást við hverju sinni. Jafnframt mun Jafn- réttisráð skipa einn fulltrúa í ritnefnd blaðsins. Það fer vel á því á þessum tímum að grasrótarsamtök og hið opin- bera taki höndum saman á þennan hátt. Um leið og ég býð Jafnréttisráð velkomið til samstarfsins vænti ég þess að sam- starf þetta verði heilladrjúgt fyrir báða aðila og styrki jafn- réttisbaráttuna.

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.