Fréttablaðið - 03.12.2010, Page 47

Fréttablaðið - 03.12.2010, Page 47
93% Rock Band 3 er einn af leikjum ársins. Hann er með 93/100 í meðaleinkunn á vefsíðunni Metacritic.com og eini leikurinn sem stenst honum snúning er endurgerð af hinum klassíska Pac Man. Það skal bara taka það fram í upphafi að Gran Turismo 5 er líklega fallegasti, raunverulegasti og innihaldsmesti bílaleikur sem gefin hefur verið út. Hvað þessa þrjá þætti varðar er leikurinn svo langt fyrir ofan samkeppnis- aðilana að það er varla hægt að bera leikinn saman við nokkurn annan bílaleik. Grafík leiksins er svo vel gerð að oft á tíðum er erfitt að átta sig á því hvort að maður sé að spila tölvuleik eða að horfa á útsendingu frá alvöru kappakstri í sjónvarpinu. Það er ekki fyrr en maður sér stöku slitrótta skugga sem maður áttar sig á því hvað horft er á. Framleið- endur leiksins hafa lagt ótrúlega ástúð í leikinn, enda allir með bílablæti á háu stigi, og afraksturinn er sá að það hefur verið hugsað út í hvert smá- atriði við hvern einasta bíl. Bílarnir láta að stjórn eins og alvöru bílar, hvort sem ekið er á mal- biki, ís eða malarvegi, og nú í fyrsta skipti í sögu Gran Turismo leikjanna geta bílarnir skemmst ef menn klessa of mikið á. Framboð bíla í leiknum er gríðarmikið, svo mikið að það er líklegra einfaldara að telja upp þá bíla sem eru ekki í leiknum heldur en að telja upp þá sem eru þar. Vandamálið við Gran Turismo 5 er hið sama og við alla aðra leiki í seríunni. Leikurinn tekur sjálfan sig allt of alvarlega, leikurinn er jafn alvarlegur og hjarta- áfall. Afleiðingin af því er sú að eflaust finnst sumum leikurinn vera of steríll eða jafnvel hreinlega leiðinlegur. Það er þó ekki hægt að neita því að leikurinn er klassa ofar en allir aðrir bílaleikir á markaðnum. - vij POPPLEIKUR: GRAN TOURISMO 5 JAFN ALVARLEGUR OG HJARTAÁFALL Call of Duty: Black Ops er stór leikur á marga vegu. Hann er stór því í einum og sama leiknum fá menn aðgang að áhugaverðri söguspilun, tveimur ólíkum zombie-smáleikjum og flottri netspilun sem, ein og sér, getur hæglega haldið leikmönnum upp- teknum næstu mánuðina. Hann er stór því hann hefur slegið fjöl- mörg sölumet og hann er stór því hann er helvíti skemmtilegur. Leikurinn gerist á árum Kalda stríðsins og setur leikmenn í fótspor hermanna sem vinna leynileg verkefni á vegum stjórna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Þessi leynilegu verkefni styðjast mörg hver við raunverulega atburði, en svipta ímyndaðri hulu leyndar af atburðunum og virka þá eins og hálfgerð Wikileaks-síða, í tölvu- leikjaformi. Helsti kostur söguþráðar leiksins er sá að hann heldur sig nær jörðinni, og um leið raun- veruleikanum, heldur en til dæmis Modern Warfare 2 sem var hreinlega kjána- legur á köflum. Grafík Black Ops veldur vissum vonbrigðum því víða má finna sjónræna galla á leiknum. Þá má vissulega setja spurningar- merki við fleiri smáatriði en ekkert af því getur dregið úr skemmtanagildi leiksins. Kjarni leiksins er klárlega netspilunarhlutinn og þar ættu leikmenn sem hafa spilað síðustu Call of Duty leiki að geta fundið sig fljótt og farið að slátra andstæðingum sínum eins og enginn sé morgundagurinn. Not- endur þurfa að safna reynslustigum til að vinna sig upp metorðastigann og opna fyrir ný vopn og fleiri fídusa sem auðga spilunina. Þeir sem njóta þess að spila á netinu geta auðveldlega misst sig í þessu. Einnig þarf sérstaklega að minnast á Zombie-ham leiksins en þar geta menn vaðið um sem Fidel Castro eða Richard Nixon og murkað lífið úr heilum her uppvakninga. - vij POPPLEIKUR: CALL OF DUTY: BLACK OPS GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING GRAN TOURIS- MO 5 5/5 3/5 4/5 5/5 4/5 ALVÖRU Gran Tourismo tekur sig stundum of al- varlega. En hver myndi ekki gera það á dýrasta sportbíl heims? GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA ENDING COD: BLACK OPS 3/5 5/5 4/5 4/5 5/5 TÖLVULEIKJAÚTGÁFAN AF WIKILEAKS KALDA STRÍÐIÐ Call of Duty er afar vel heppnað- ur leikur að mati gagnrýn- anda Popps. Jólaskapvið erum komin í Glæsileg trommudeild stútfull af allskyns slagverkshljóðfærum Prufuklefi fyrir trommur komdu og prófaðu! Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. TROMMUR Fyrir byrjendur og lengra komna meiriháttar úrval! LEIKIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.