Fréttablaðið - 03.12.2010, Page 94

Fréttablaðið - 03.12.2010, Page 94
 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR50 sport@frettabladid.is RAY ANTHONY JÓNSSON leikmaður Grindavíkur og filippseyska landsliðsins, lék allan leikinn þegar Filippseyjar gerðu 1-1 jafntefli við Singapúr í Suzuki Cup í gær. Mótið er keppni þjóða í suðausturhluta Asíu en næsti leikur Ray og félaga er gegn Víetnam á sunnudaginn. FÓTBOLTI ÍBV hefur verið á undan- þágu frá leyfiskerfi KSÍ síðan 2003. Á þeim tíma hefur lítið gerst í mannvirkjamálum á Hásteins- velli og nú er svo komið að Eyja- menn eru að renna út á tíma. Komi þeir ekki sómasamlegri stúku upp fyrir sumarið 2012 verður ekki spilaður fótbolti í Eyjum yfir sum- artímann. „Yfirmaður leyfiskerfis UEFA kom til okkar á dögunum og til að gera langa sögu stutta uppfyll- ir völlurinn ekki kröfur UEFA fyrir Evrópuleiki. Það sem vant- ar upp á er yfirbyggð stúka, 350 sæti til viðbótar og aðstaða fyrir fjölmiðla,“ segir Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar ÍBV, en núverandi stúka í Eyjum tekur 550 manns í sæti. Forráðamenn ÍBV hafa leitað á náðir bæjaryfirvalda í Eyjum vegna málsins enda nokkuð ljóst að ný stúka fer ekki upp nema með aðstoð þeirra. Engin Evrópukeppni á Hásteins- velli? „KSÍ mun líka koma að verkefninu en við vonumst til þess að fá styrk úr mannvirkjasjóði. Það hefur í raun ekkert gerst síðan við fórum á undanþágu árið 2003 en mér finnst loksins vera kominn skriður á málið. Að öllu óbreyttu fáum við ekki að spila á Hásteinsvelli sum- arið 2012 en ef það fer eitthvað í gang núna þá verður vonandi hægt að bjarga málunum. Ég er ekki sérstaklega bjartsýnn á að við verðum klárir fyrir Evr- ópuleikina í sumar en stóri haus- verkurinn er að hafa allt klárt fyrir 2012. Það gengur ekki að við spilum ekki okkar heimaleiki í Eyjum á Íslandsmótinu,“ segir Trausti en Eyjamenn þurfa að til- kynna um heimavöll sinn í Evrópu- keppninni í janúar. Hlutirnir þurfa því að gerast hratt ef ÍBV ætlar að spila Evrópuleiki þar í sumar. Trausti segir forráðamenn ÍBV hafa talað fyrir frekar daufum eyrum bæjaryfirvalda undanfar- in ár vegna málsins. Bærinn setti mikið fjármagn í knattspyrnuhús sem verið er að klára og hefur því ekki verið spenntur fyrir að setja enn meiri peninga í knattspyrnu- mannvirki. Hann segir ljóst að byggja þurfi nýja stúku gegnt þeirri stúku sem nú sé komin upp. Vildu byggja stúku sem kostaði 60 milljónir króna „Engu að síður er þetta ekkert stór- vægilegt verkefni svo við getum haldið leikjum ÍBV í okkar heima- bæ. Okkar áætlanir miðast við 800 manna stúku sem á að kosta í kringum 60 milljónir króna. Við vildum gera þetta sómasamlega án þess að kosta of miklu til. Þessi áætlun var slegin út af borðinu hjá bæjaryfirvöldum. Við erum nú að láta vinna fyrir okkur kostnaðaráætlun vegna stúku upp á 350 sæti með möguleika á stækk- un í framtíðinni. Við vonumst til þess að bærinn komi með rúm- lega helming fjárins og við mynd- um klára afganginn ásamt KSÍ,“ segir Trausti en mest er hægt að fá 10 milljónir króna úr mannvirkja- sjóði KSÍ. ÍBV á sjálft enga sjóði og gæti þurft að taka lán vegna framkvæmdanna. „KSÍ er alltaf að kvarta yfir því hvað sé langt frá búningsklefa út á völl og að aðstaða og aðgengi fjöl- miðlamanna sé ekki nógu gott. Það er því heppilegra að búa til stúku nær Týsheimilinu. Líka vegna áhorfenda sem komast í betra skjól vegna vindáttar og völlurinn kemst því einnig í meira skjól.“ Trausti segist ekki vilja trúa því að hætt verði að spila fótbolta á Hásteinsvelli en hvað gerir ÍBV ef sú staða kemur upp? „Ef bærinn segir bara þvert nei þá þarf augljóslega að halda félagsfund og ræða hvort flytja eigi félagið upp á land eða leggja það niður. Ég sé það ekki gerast en tæknilega séð gæti það gerst. Ég vona að við þurfum ekki að flytja okkar völl í bæinn,“ segir Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV. henry@frettabladid.is Tíminn að renna út hjá Eyjamönnum Komi ÍBV sér ekki upp nýrri stúku fyrir sumarið 2012 getur það ekki leikið heimaleiki sína í Eyjum. ÍBV þarf á stuðningi bæjarfélagsins og KSÍ að halda. Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, Trausti Hjalta- son, segir ólíklegt að félagið nái að leika heimaleiki sína í Evrópukeppninni á Hásteinsvelli næsta sumar. STÚKAN FÆRIST NÆR TÝSHEIMILINU Nýja stúkan í Eyjum er áætluð á þeim stað þar sem varamannabekkirnir eru í dag. STÚKAN BARN SÍNS TÍMA Stúkan sem nú stendur í Eyjum uppfyllir fáar kröfur leyfiskerfis KSÍ. ÍBV vill byggja nýja stúku hinum megin við völlinn. FÓTBOLTI „Vilji bæjaryfirvalda er sá að ÍBV geti spilað sína heimaleiki á Hásteinsvelli. Það er ekki tíma- bært að svara því hvort við munum taka þátt í kostnaði vegna nýrrar stúkubyggingar,“ segir Elliði Vign- isson, bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, spurður hvort bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum ætli að hjálpa til við byggingu nýrrar stúku í Eyjum svo hægt verði að spila fótbolta þar í efstu deild árið 2012. „Krafan er ekki á okkur heldur er krafan frá KSÍ á ÍBV. Við höfum lýst því yfir að þessi mannvirkja- stefna KSÍ er í hróplegri andstöðu við íþróttastefnu Vestmannabæj- ar. Þar leggjum við höfuðáherslu á að sinna íþróttamönnunum og við höfum gert afar vel við okkar íþróttafólk,“ segir Elliði sem er augljóslega ekki hrifinn af stefnu KSÍ í þessum málum. „Mér finnst fullkomlega óábyrgt að setja þannig reglur að opin- bert framlag til þessarar frábæru íþróttagreinar skuli frekar vera bundið í áhorfendaaðstöðu en upp- byggingu á íþróttamönnunum.“ Miðað við það sem fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeild- ar ÍBV segir þá er félagið alger- lega háð bæjaryfirvöldum í þessu máli. „Við berum virðingu fyrir regl- um KSÍ en þeir stjórna ekki upp- byggingu í Vestmannaeyjabæ. Það gerum við í samstarfi við ÍBV,“ segir Elliði ákveðinn en hann stað- festir að bæjaryfirvöld vilji ekki taka þátt í að byggja 60 milljóna króna stúku. „Við getum ekki sett slíkan pen- ing í mannvirki þegar róðurinn er að þyngjast hjá fólki í Vestmanna- eyjum. Það væri ábyrgðarlaust. En að sjálfsögðu vinnum við að lausn málsins með ÍBV íþróttafélagi. Við erum til í að skoða allt fram- lag til íþróttamála svo fremi sem það sé skynsamleg uppbygging og ábyrg meðferð á opinberu fé,“ segir Elliði sem segir það einlæg- an vilja sinn að ÍBV spili áfram á Hásteinsvelli. „Það væri gríðarlegur skaði unninn ef við getum ekki leikið á Hásteinsvelli. Það væri þungt högg fyrir íþróttafélagið sem og samfé- lagið hér og þyngra en tárum taki fyrir allt okkar starf,“ segir Ell- iði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. - hbg Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, er ekki sáttur við stefnu KSÍ í mannvirkjamálum: KSÍ stjórnar ekki uppbyggingu í Vestmannaeyjum ELLIÐI VIGNISSON Bæjarstjórinn segir bæjaryfirvöld vinna að lausn mála varð- andi Hásteinsvöll með ÍBV. HANDBOLTI Íslenska hand- boltalandsliðið varð fyrir áfalli í gær er fréttir bárust af því að Stella Sigurðardóttir myndi ekki spila með liðinu á EM í Dan- mörku vegna meiðsla. Sigurbjörg Jóhannsdóttir var kölluð í hópinn í hennar stað en báðar spila með Fram. „Ég meiddist á öxl á síðustu æfingu fyrir æfingamótið í Nor- egi um síðustu helgi,“ sagði Stella við Fréttablaðið í gær. „Ég fór þá strax í myndatöku sem ekk- ert kom út úr en ég gat samt ekki spilað í Noregi. Ég fór því í seg- ulómskoðun, þar sem í ljós komu bólgur auk þess sem blætt hafði inn á öxlina.“ Stella mun þó fara með liðinu til Danmerkur og vera í kring- um hópinn. „Það er alveg útilok- að að ég nái fyrstu leikjunum en kannski örlítill möguleiki á því að ég geti spilað í seinni vikunni ef við komumst upp úr riðlinum. Það er þó alveg óvíst enn sem komið er.“ Hún segir að það hafi verið erfitt að kyngja þessum frétt- um. „Þetta er vissulega erfitt en ég á vonandi mörg stórmót eftir í framtíðinni með landsliðinu.“ - esá Áfall fyrir íslenska landsliðið: Stella ekki með í Danmörku STELLA SIGURÐARDÓTTIR Er meidd á öxl og verður ekki með. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Sigurbjörg Jóhanns- dóttir fékk í gær góðar fréttir en þá var hún valin í íslenska lands- liðið sem spilar á EM í Danmörku í næstu viku. Sigurbjörg kemur inn í hópinn vegna meiðsla stöllu hennar hjá Fram, Stellu Sigurð- ardóttur. „Það var mjög skrýtið að fá þessar fréttir. Ég gladdist auð- vitað mikið yfir því að komast í landsliðið en um leið var mjög leiðinlegt að heyra um meiðsli Stellu,“ sagði Sigurbjörg við Fréttablaðið í gær. Hún var ekki valin í nítján manna æfingahópinn sem fór til Noregs um helgina og segir að það hafi verið svekkjandi. „Ég hafði alltaf stefnt að því að komast í landsliðið en ég hélt alltaf í vonina. Það var gaman að sjá að möguleikinn var enn fyrir hendi.“ Hún hefur spilað vel með Fram í haust en hún sleit krossband í hné fyrir tæpum tveimur árum. „Ég hef notað tímann vel síðan þá og það var alltaf markmiðið að komast aftur í landsliðið. Það er gaman að það hafi tekist.“ - esá Sigurbjörg Jóhannsdóttir: Skrýtið að fá fréttirnar SIGURBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR Í leik með Fram. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Það sem vantar upp á er yfirbyggð stúka, 350 sæti til viðbótar og að- staða fyrir fjölmiðla … Að öllu óbreyttu fáum við ekki að spila á Hásteinsvelli sumarið 2012 TRAUSTI HJALTASON FRAMKVÆMDASTJÓRI KNATTSPYRNU- DEILDAR ÍBV
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.