Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 2
2 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR FÓLK Sprenging í fjólublárri ljósa- seríu sem keypt var í Húsasmiðj- unni í Skútuvogi um helgina varð til þess að það kviknaði í tusku- dýri tveggja ára stúlku. Serían var í sambandi á gólfi svefnherberg- is stúlkunnar, Mínervu Geirdal Freysdóttur, sem var í fastasvefni þegar atvikið átti sér stað, um hálf tvö á mánudagsnótt. Jóhanna Geirdal, móðir stúlk- unnar, segir seríuna ennþá hafa verið logandi þegar hún kom inn í herbergi dóttur sinnar, en hún varð vör við óvenju mikil læti í kettlingnum Loka, sem hljóp um íbúðina með miklum látum. Loki og Mínerva sofa saman í herbergi stúlkunnar og var kötturinn afar órólegur fyrir framan dyrnar. „Stelpan var vakandi í rúminu þegar ég kom inn og það tók á móti mér þessi hrikalega lykt,“ segir Jóhanna. „Þegar mér varð litið á seríuna var ennþá kveikt á henni og bangsinn stóð í ljósum logum upp við hana.“ Mínerva hefur líklega hent tusku- dýrinu sínu á seríuna, sem gerði það að verkum að eldur braust út. Perustæðin höfðu bráðnað en ljósin héldust kveikt þar til Jóhanna tók snúruna úr sambandi. „Ég ætlaði fyrst að setja seríuna á jólatréð, sem er úr plasti. Það hefði verið skemmtilegur bruni,“ segir Jóhanna. Auður Auðunsdóttir, rekstrar- stjóri Húsasmiðjunnar í Skútu- vogi, segir að tegundin verði tekin strax úr sölu. „Við tökum þetta úr hillunum í einum grænum,“ segir hún. „Við fáum seríurnar hjá inn- lendum birgjum, en höfum einungis selt þetta í nokkrar vikur.“ Daníel Guðbrandsson, fram- kvæmdastjóri heildsölu Egilsson hf. sem er umboðsaðili fyrir Shin- ing Blick-ljósaseríurnar hér á landi, hefur ekki heyrt um svona atvik áður. „Ég hef selt fleiri þúsund seríur úr þessari sendingu í mörg ár og ekki fengið neinar kvartan- ir til þess. En maður getur aldrei verið viss um að eitt eintak inn á milli geti ekki verið gallað,“ segir Daníel. sunna@frettabladid.is Kviknaði í tuskudýri út frá nýrri jólaseríu Fjólublá jólasería varð til þess að tuskudýr inni hjá tveggja ára barni stóð í ljósum logum um miðja nótt. Serían var keypt í Húsasmiðjunni um helgina en tegundin hefur nú verið tekin úr sölu. Heildsali segir tilvikið einangrað. MÍNERVA OG LOKI Mínerva og kettling- urinn Loki standa við jólatréð, þar sem ljósaserían átti upprunalega að vera. MYND/JÓHANNA GEIRDAL BRENNDUR BANGSI Ljósaserían er af gerðinni Shining Blick og bræddi tuskudýrið og plastið í kringum perurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Steinunn, verður þetta svona hámenningar-Idol? „Nei, þvert á móti verður þetta alþýðu-Idol.“ Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistar- stjóri Hörpunnar, ásamt Þorgerði Ingólfsdóttur kórstjóra, fer nú um landið að velja fólk á aldrinum 16 til 23 ára til að syngja við opnum tónlistarhússins á næsta ári. Þær voru í Hofi á Akureyri í gær og segir Steinunn margt hæfileika- fólk hafa komið fram. VARNARMÁL Von er á niðurstöðu stjórnvalda um framtíðarfyrir- komulag varnarmála í vikunni. Aðeins eru ríflega þrjár vikur í að Varnarmálastofnun verði lögð niður, og enn hefur ekkert verið gefið upp um hvar verkefn- um stofnunarinnar verður niður komið. „Við erum að ganga frá þessum málum, og vonumst til þess að við getum greint frá niðurstöðu okkar á næstu dögum,“ segir Ögmundur Jónasson, dómsmála- ráðherra og samgönguráðherra. Viðræður hafa verið í gangi milli Ögmundar og Össurar Skarphéðinssonar utanríkis- ráðherra um hvar málaflokkum sem stofnunin hefur sinnt verði komið fyrir. Ákveðið var með lagasetningu fyrr á árinu að leggja stofnunina niður um áramót. Stofnunin heyrir undir utanríkisráðuneytið. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hefur gengið illa að ná lendingu um ákveðin atriði, til dæmis hvar umsjón með loftvarnar- kerfinu verður fyrir komið. Verk- efnisstjórn Varnarmálastofnunar klofnaði í afstöðu sinni til máls- ins. Alger óvissa ríkir meðal starfs- manna stofnunarinnar, sem eru um 50 talsins um hvað tekur við. Guðmundur B. Helgason, formaður verkefnisstjórnarinnar, segir mjög brýnt að leiða þetta mál til lykta sem allra fyrst. Í lögum þar sem Varnarmála- stofnun er lögð niður kemur fram að bjóða eigi starfsmönnum stofn- unarinnar starf þar sem verkefni stofnunarinnar enda fyrir 1. jan- úar næstkomandi. - bj Óvissa ríkir um framtíðina hjá um 50 starfsmönnum Varnarmálastofnunar: Niðurstöðu vænst fyrir vikulok RATSJÁ Á STOKKSNESI Deilt hefur verið um hvaða ráðuneyti eða stofnun eigi að taka við rekstri loftvarnakerfisins. STJÓRNSÝSLA Gagnrýni ríkisendur- skoðunar á aðkomu ríkisins að endurskipulagningu Sjóvár kemur á óvart segir Stein- grímur J. Sig- fússon fjár- málaráðherra. Ríkisendur- skoðun telur óljóst hvaða lagaheimildir hafi verið stuðst við þegar ríkið lagði 11,6 millj- arða króna í félagið í fyrra. Steingrímur segir að þar sé stuðst við heimild í fjárauka- lögum frá árinu 2008 og sams konar ákvæði í fjárlögum ársins 2009. Þá sé almenn heimild fyrir ríkið að tryggja mikilvæga hags- muni, sem tvímælalaust hafi átt við í þessu tilviki. - bj Ráðherra hafnar gagnrýni: Skýr heimild til að bjarga Sjóvá STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON AFGANISTAN, AP Bretar kunna að hefja að kalla hermenn sína frá Afganistan á næsta ári. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Davids Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, í heimsókn hans til Afganistan í gær. Frá því ríkisstjórn Camerons tók við völdum í maí segir hann að áætlanir um hlutverk herliðs landsins í Afganistan hafi verið endurmetnar og viðurkenndi hann að minnkandi stuðningur almennings við stríðsreksturinn skapaði vandamál. Um leið sagði hann að hlutverki breskra her- manna í stríðsátökum í landinu yrði lokið fyrir árslok 2014. - óká David Cameron í heimsókn: Bretaher á leið frá AfganistanLÖGREGLUMÁL Tveir menn rændu úrum að andvirði fimm millj- ónir króna í skartgripabúð í Kringlunni um miðjan dag í gær. Góðar myndir náðust af mönnunum með eftirlitsmynda- vélum og leitaði lögregla þeirra þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hlupu mennirnir inn í verslunina og að skápi þar sem dýrustu úrin eru geymd. Þeir spenntu skápinn upp með kúbeini, gripu sjö armbandsúr og forðuðu sér á hlaupum. Að sögn lögreglu ógnuðu mennirnir ekki starfsfólki verslunarinnar. - vg Rændu skartgripabúð: Lögreglan leitar að úraþjófum SAMFÉLAGSMÁL „Sonur minn er búinn að fá nóg af öllu þessu veseni og vill nú bara fara heim,“ segir Julio Cesar Gutierrez, bóndi á Hávarsstöðum í Hvalfjarðar- sveit. Útlendingastofnun hefur synjað syni hans, Julio Daniel nítján ára, um dvalarleyfi. Feðgarnir ætla ekki að kæra úrskurðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur Daniel dvalið hjá föður sínum og fjölskyldu í eitt og hálft ár. Hann er fæddur og uppalinn í Úrúgvæ, þar sem móðir hans býr, og hefur hún forræði yfir honum. Á því byggir Útlendingastofnun synjun sína. „Þessi málarekstur hefur farið illa í son minn og hann er farið að langa heim núna.“ - jss FEÐGARNIR Julio Cesar og Julio Daniel. Sá síðarnefndi þarf að yfirgefa fjölskyldu sína hér á landi fyrir áramót. Julio Daniel á leið til Úrúgvæ: Búinn að fá nóg WIKILEAKS Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist afar ósáttur við viðbrögð Ögmundar Jónassonar dómsmála- ráðherra við meintum njósnum Kínverja á Íslandi. „Ögmundur gaf í skyn að áður en hann færi að láta rannsaka þetta vildi hann láta ganga úr skugga um að þeir sem kannski hefði verið njósnað um hefðu eitt- hvað sem kannski væri þess virði að verja,“ segir Kári. „Hann er þar með að gefa í skyn að við og jafnvel aðrir í þessu sam- félagi hefðum ekki upp á nokkurn skapaðan hlut að bjóða og væri eðlilegt að hver sem hafa vildi gæti sullað í því sem við höfum, án leyf- is í gegnum njósnir og svo fram- vegis. Þetta er óvarlegt, heimsku- legt og óréttlátt í alla staði.” Hann segist telja að Ögmundur hafi hreinlega ruglast í ríminu og sé ekki buinn að ná tökum á mála- flokkum nýs ráðuneytis síns. „En svo er líka annað í þessu að mér þykir svo vænt um Ögmund að ég hef af honum áhyggjur. Því að nú er Alþingi búið að setja for- dæmi um það að það megi sækja ráðherra til saka fyrir að gera mis- tök. Ég bara bið hæstvirt Alþingi lengstra orða á hnjánum að fara ekki illa með Ögmund þó að hann hafi í þessu máli gert í buxurnar,” sagði Kári. Hann bætti við að rétt- ast væri að setja bleyju á Ögmund í stað þess að fara harkalega að honum. Kári tekur þó fram að hann viti ekki eitt einasta dæmi þar sem menn hafi stundað njósir, annað en þær upplýsingar sem komi fram í skjalinu sem WikiLeaks lak. - jhh Kári Stefánsson segir dómsmálaráðherra hafa gert í buxurnar með ummælum um meintar njósnir Kínverja: Segir ummælin heimskuleg og óvarleg ÁHYGGJUFULLUR Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa áhyggjur af því að Alþingi ákveði að sækja ráðherra til saka fyrir mistök í starfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SPURNING DAGSINS AÞENA - HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ HAÍTÍ? EFTIR MARGRÉTI ÖRNÓLFSDÓTTUR HVAÐ ER MÁLIÐ? Aþena (ekki höfuðborgin í Grikklandi ;) FJÖRUVERÐLAUNIN Í FLOKKI UNGLINGA BÓKA „Bráðskemmti leg bók, fjörug og f yndin..., ævintýraleg og nútímaleg,“ –H. Ó. Morgun blaðið (Um fyrri bókin a) „Margrét Örnólfsdóttirvarpar áreynslulaust upp hæfilega hversdagslegri og hæfilega ævintýralegri mynd af heimi krakka í dag.“ –Ú. D. bokmenntir.is(Um fyrri bókina)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.