Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 08.12.2010, Blaðsíða 48
 8. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR32 sport@frettabladid.is SVARTFJALLALAND verður næsti andstæðingur íslenska liðsins á EM í Dan- mörku. Sá leikur fer fram á morgun klukkan 17.15. Svartfellingar eru almennt taldir vera með sterkara lið en Króatía og róðurinn verður því þungur fyrir stelpurnar. EM kvenna: Ísland-Króatía 25-35 (12-19) Mörk Íslands (skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 6/2 (9/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (9), Karen Knútsdótt- ir 3 (7), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 2/2 (5/3), Arna Sif Pálsdóttir 1 (1), Rut Jónsdóttir 1 (1), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (2), Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 1 (10). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 5 (16/2, 31%), Berglind Íris Hansdóttir 5 (29/4, 17%). Hraðaupphlaup: 3 (Hanna Guðrún 2, Karen 1). Fiskuð víti: 5 (Anna Úrsúla 3, Karen 1, Rut 1). Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Króatíu (skot): Kristina Franic 9/6 (13/6), Lidija Horvat 6 (9), Dijana Golubic 3 (4), Andrea Penezic 3 (5), Maja Zebic 3 (5), Martina Pavic 2 (2), Dina Havic 2 (2), Miranda Tatari 2 (3), Nikica Pusic 2 (3), Andrea Seric 1 (1), Vesna Milanovic- Litre 1 (1), Nina Jukopila 1 (1), Anita Gace (1), Zana Covic (1). Varin skot: Ivana Jelcic 9/1 (22/4, 41%), Jelena Grubisic 6 (18/1, 33%). Hraðaupphlaup: 7 (Golubic 2, Seric 1, Horvat 1, Franic 1, Penezic 1, Milanovic-Litre 1). Fiskuð víti: 5 (Milanovic-Litre 2, Tatari 1, Pavic 1, Horvat 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Slomo Cohen og Yoram Peretz, Ísrael. Svartfjallaland-Rússland 24-22 ÚRSLIT Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Árósum eirikur@frettabladid.is HANDBOLTI Ísland tapaði í gær fyrir Króatíu í fyrsta leik sínum á EM í handbolta. Von var á erfiðum leik í frumraun stelpnanna á stórmóti en tíu marka tap, 35-25, var engu að síður óþarflega stórt. Króatar höfðu sjö marka for- ystu eftir fyrri hálfleikinn og sáu til þess að hleypa aldrei spennu í hann í þeim síðari. Ísland náði ekki sínu besta fram í gær og á nú erf- iða baráttu fyrir höndum til að ná markmiði sínu – að komast í milli- riðlakeppnina. Karen Knútsdóttir hlaut þann heiður að skora fyrsta mark Íslands á stórmóti og var það við- eigandi að það hafi komið Íslandi yfir í leiknum. En það reyndist þó skammgóð- ur vermir þar sem Króatar skor- uðu næstu fimm mörk í leiknum. Sóknarleikur Íslands var alls ekki sannfærandi og þær króatísku voru duglegar að refsa með mörk- um úr hraðaupphlaupum. Íslenska liðið sýndi þó marga ágæta tilburði inni á milli í fyrri hálfleik þegar stillt var upp í bæði vörn og sókn. Stelpurnar héldu í við Króatana framan af í fyrri hálfleik og þegar best gekk sýndu þær að þær eiga fullt erindi í þetta lið þegar þær ná sínu besta fram. En það vantaði þó ýmislegt. Sér- staklega alla grimmd og áræðni í varnarleikinn og markvarslan var eftir því allt of lítil. Sóknar- mistökin voru einnig allt of mörg og Króatar refsuðu fyrir nánast öll mistök íslenska liðsins. Það gerðist sífellt erfiðara að halda í við and- stæðinginn og Króatar sigur fram úr undir lok hálfleiksins og náðu sjö marka forystu, 19-12, þegar flautað var til leikhlés. Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda og bar síðari hálfleikur keim af því. Íslensku leikmennirnir héldu þó áfram og reyndu hvað þær gátu, en varamarkvörðurinn Ivana Jelcic átti stórleik fyrstu tíu mín- útur leiksins og varði nánast allt sem á markið kom. Króatísku leikmennirnir fengu greinilega þau skilaboð að skjóta meira að utan. Það bar árangur þar sem þær skoruðu nánast af vild af níu metrunum. Skipti því engu máli að Króatar skoruðu ekki eitt einasta mark úr hraðaupphlaupi í síðari hálfleik. Varnarleikurinn var ekki góður þegar á heildina er litið og var því ekki hægt að búast við miklu af markvörðum Íslands. Þær fengu erfitt verkefni og náðu sér aldrei á flug í leiknum. Það sá þó glitta í margt ágætt í sóknarleiknum. Ísland átti nokkra spretti og það gekk vel að finna lín- una og hornamennina, sérstaklega í fyrri hálfleik. Tapaðir boltar voru hins vegar allt of margir og það reyndist dýr- keypt. Íslenska liðið var nokkrum skrefum á eftir andstæðingnum nánast allan leikinn og úr varð elt- ingarleikur sem Ísland átti aldrei möguleika á að vinna. Karen og Hanna Guðrún sýndu ágæta takta í sókninni og Anna Úrsúla komst ágætlega frá sínu hlutverki. Þorgerður Anna átti fína innkomu en munaði miklu að lykilmenn eins og Hrafnhildur Skúladóttir og Rakel Dögg Braga- dóttir voru langt frá sínu besta. Stelpurnar vita það best sjálfar hvað fór úrskeiðis og hvað þarf að laga. Þó svo að Króatía hafi fyrir fram verið talinn lakasti andstæð- ingur Íslands í riðlinum er barátt- unni engan veginn lokið. Bæði Svartfellingar og Rúss- ar sýndu í gær að þau lið geta dottið niður á lágt plan, þó svo að bæði séu vissulega ógnarsterk og vissulega sigurstrangleg í leikjum sínum gegn Íslandi. En miði er möguleiki og stelpurnar sýndu í gær að þær gefast ekki upp – sama hvað gekk á í gær hengdu þær aldrei haus. Það veit á gott. Slæmur skellur í fyrsta leik á EM Ísland tapaði sínum fyrsta stórmótsleik í handbolta þegar stelpurnar máttu þola tíu marka tap gegn Króatíu í Árósum í gær. Stelpurnar gerðu sig sekar um of mörg einföld mistök og það reyndist dýrkeypt. Á FLUGI Arna Sif Pálsdóttir er hér komin í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN GÁFUST ALDREI UPP Stelpurnar gáfu allt í leikinn og fögnuðu mörkum sínum vel. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN ÖLL SUND LOKUÐ Rakel Dögg Bragadóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu komust lítt áfram gegn sterkri vörn króatíska liðsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN HANDBOLTI Júlíus Jónasson lands- liðsþjálfari segir að íslenska liðið eigi meira inni en það sýndi gegn Króatíu í gær og að tap liðsins hafi verið allt of stórt. „Auðvitað hefði þetta litið strax betur út ef við hefðum tapað með 5-6 mörkum en við vorum í vandræðum nánast allan leikinn,“ sagði Júlíus, sem sagði að varnarleikurinn hefði verið helsti löstur liðsins í gær. „Þetta small í raun aldrei. Það komu kaflar inni á milli þar sem við náðum ágætu spili í vörninni en í raun héldum við aldrei sjó.“ Forysta Króatíu var örugg nán- ast allan leikinn og sagði Júlíus að liðið hefði átt von á erfiðum leik. „Við vorum vissulega að spila á móti frábæru liði en ég veit að þær eiga heilmikið inni og munurinn á milli liðanna var ekki svo mikill. Króatía lagði upp leikinn með því að keyra á okkur í byrjun og láta okkur finna fyrir því strax. Við fengum því aldrei það tækifæri sem við vorum að vonast eftir – að mæta liði sem væri enn sofandi. Það varð ekki raunin og þær voru klárar í þennan slag. Ég hefði vilj- að vera lengur inni í leiknum og geta verið í þeirri stöðu að eiga eitthvað inni fyrir síðasta korter- ið í leiknum.“ Karen Knútsdóttir átti ágætan leik í gær og var valin besti leik- maður íslenska liðsins af móts- höldurum. „Við klikkuðum fyrst og fremst í vörninni og þá fylgdi markvarslan ekki með. Þær eru með góðar skyttur og við fórum einfaldlega ekki út á móti þeim. Það kom okkur þó ekkert á óvart á þessum leik. Við klikkuðum bara.“ Hún sagði að getumunurinn á milli liðanna hefði ekki verið jafn mikill og úrslit leiksins gæfu til kynna. „Það kom fullt af fínum sóknum í leiknum sem við getum tekið með okkur í næstu leiki. Við þurfum að gera meira af því þar sem öll þessi lið refsa duglega fyrir mistökin okkar. Það er ekki hægt að koma í veg fyrir öll mis- tök en þetta var kannski full mikið af því góða,“ sagði Karen. - esá Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari og Karen Knútsdóttir eftir leikinn gegn Króatíu í gær: Hefði viljað vera lengur inni í þessum leik HANDBOLTI Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir átti ágætan leik fyrir Ísland í gær en segir að leikmenn hafi ekki náð nógu mik- illi grimmd í varnarleiknum. „Við náðum bara ekki að klukka þær. Við vorum bara fast- ar á vítateignum og þær hittu gríðarlega vel að utan. Við áttum samt að geta strítt þeim í skotun- um en okkur tókst það ekki.“ Hún segir að ýmislegt jákvætt hafi verið við leikinn. „Seinni hálfleikurinn var frek- ar jafn á tölunum. Það vantaði að klára færin sem við fengum og þá hefði þetta litið betur út. En ef vörnin er í ólagi þá falla aðrir hlutir bara ekki með okkur. Því fór sem fór.“ - esá Anna Úrsula Guðmundsdóttir: Náðum ekki að klukka þær ANNA ÚRSULA Lét til sín taka á línunni. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN HANDBOLTI „Tíu marka tap er allt of mikið og sérstaklega í ljósi þess að við vorum tíu mörkum undir nánast allan seinni hálf- leikinn,“ sagði fyrirliðinn Rakel Dögg Bragadóttir. „Við getum gert miklu betur og náðum alls ekki að sýna okkur rétta andlit. Við þurfum að bæta okkur í vörninni og það gengur ekki að leyfa skyttunum að skjóta að vild.“ Hún segir að vörnin hafi aldrei skilað sér og því hafi vantað markvörslu og hraðaupphlaup. „Það var mjög svekkjandi að við áttum nánast ekki breik í leikn- um. Mér finnst ekki svo mikill munur á liðinu, sama hversu furðulega það hljómar.“ - esá Rakel Dögg Bragadóttir: Ég er hundfúl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.