Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 17.01.1919, Blaðsíða 1

Íslendingur - 17.01.1919, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Sig. Ein. Hlíðar, Breiðabliki. Sími 67. Islendingur. Afgreiðslu- óg inn- heimtumaður: Hallgr. Valdemarsson Hafnarstræti 84. • ••••••••••• • •-•-• •••• •-•- -♦-•-•-• • • • • •••••••• • -•-• 5. árg. Akureyri, föstudaginn 17. janúar 1919. » •-•-•-•■ • •H 3. tbl. Framtíð Islands Vjer stöndum nú á stórmerkum tímamótum: ísland fullvalda ríki, eftir aldarþjark við Dani um ríkisrjett- indi vor, og heimsslyrjöldin í þann veginn á enda kljáð, er kostað hefir fleiri mannslíf og meira fje, en næstu mannsaldrar eru færir um að bæta. Hvers má ísland og íslenska þjóð- in vænta á slíkum tímamótum? Vitanlega höfum vjer komist hjá beinni þátttöku í stríðinu, en súrar veigar styrjaldarinnar höfum vjer orðið að bergja og eigum máske eftir að kenna á afleiðingum hennar. Stríðsins vegna hafa nokkir menn orðið ríkir iijer á landi, en fleiri fá- tækir. Þjóðarauðurinn hefir senni- legast rýrnað að mun, og víst er um það, að landssjóður hefir taþað stórfje á þessum stríðsárum. Vegna ýmsra dýrtíðarráðstafana, vöru- og skipakauþa annarsvegar, og takmörk- unum á framleiðslu Iandsins hins- vegar, verður landssjóður nú að lifa á lánum mestmegnis. Lánin eru dýr og óhagkvæm eins og allir vita og þunglega mun ganga að fá ný lán. Þessvegna má nú heita, að fjárhagur landsins — nýja ríkisins, sje mjög erfiður. Þar við bætist, að bankarnir hafa aðeins fje af skornum skamti til stærri útlána, íslandsbanki vegna landssjóðslánsins, en Landsbankann hefir ávalt vantað nægilegt veltufje. Fyrir þessar sakir er það bersýni- Iegt, að ýmsar bráðnauðsynlegar framkvæmdir lands og lýðs, verða að bíöa betri tíða. Þrátt fyrir þetta, efast enginn nú orðið um það, að ísland sje ríkt land, að vísu fátækt af handbæru fje, en auðugt við fólgna fjársjóði. Það er víst, að fyrir þessa fólgnu fjársjóðu lands vors, bíður þess glæsi- leg framtíð. ' Þessa fjársjóðu, og þá einkum fossana og fiskimiðin, ber oss að skoða sem trauðla tæmanlega. Með slíkum höfuðstóli, getur nýja ríkið siglt örugt út á framtíðarsjóinn. Þjóðin þar á móti verður að gæta sín, ef hún vill halda tungu sinni og ættamótum, því þegar uppskeru- tími íslands kemur, má búast við innflutningi, ásælni og ágengni ann- ara þjóðflokka. Slík hætta er eigi nein dulrún framtíðarinnar, heldur bersýnileg og bein afleiðing kosta landsins og kjara, sem í boði eru. Veltur því á mjög miklu, að löggjöf ríkisins og mentastofnanir þess, verði þannig úr garði gerðar, að íslenskri tungu og íslensku þjóðerni sje ekki bani búinn, þegar bundnu kraftarnir leysast, með auknu framförunum, til lands og sjávar; þó vill víst enginn rýra framtíðarmöguleika landsins, Því allir elskum vjer það og getum tekiö undir með skáldinu: „Þú álfu vorrar yngsta land, vort eigið land, vort fósturland! Þú gafst oss okkar móðurmál og mótað hefir vora sál. Þú elur þá, sem elskuin vjer. Alt sem vjer liöfum, höfum vjer frá þjer. 1918-1919. Dimmasta skammdegið er liðið, árið 1918 er búið að kveðja, og fyrsti janúar 1919 er runninn upp. Suðurhimininn og fjöllin í suðrinu eru rauð af geislum nýárssólarinn- ar, sem gægist aðeins lítið eitt upp íundan fjallsbrúninni — og jeg veit að hún er á uppleið og jeg byrja árið með sólskin í huga, og með sterkri þrá eftir meiru sólskini — meiru ljósi. Fyrstu sólargeislarnir eftir skammdegis-myrkrið vitðast mjer öllum geislum fegurri og bjart- ari. Nú áriö er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka, seg- ir skáldið, en * minningarnar sem þetta liðna ár skilur eftir hjá okkur eru margar og misjafnar. Heimsstyrjöldin hefir geysað með öllum sínum ógnum og allri sinni þröngsýni, stórveldi hafa fallið í mola, hvert eftir annað, konungum og keisurum hefir verið steypt af stóli, þúsundir og aftur jjúsundir manna, hafa hnigið í valirtn fyrir morðvjelum og vítisvjelum hinnar svonefndu menningar. En þó er þetta alt aðein; veikur ómur af öll- um ósköpunum, aðeins dauft berg- mál af neyðinni og bágindunum, sem miljónir manna hafa orðið að þola þessi síðustu 4 ár. Sjaldan mun íslendingum hafa verið það jafnljóst og á þessum síðusln 4 ófriðarárum, hvað gott það í raun og veru er að búa á íslandi og hvað hamingjusamir við erum að eiga hjer heima, þrátt fyr- ir það, þó að árið 1918 hafi tekið okkur hörðutn tökum og þó við höfum ekki alveg sloppið við ó- þægindi þau, sem stríðið hefir vald- ið í verslun og samgöngum um allan heim, en slíkt eru ekki nema smámunir, í samanburði við það sem aðrar þjóðir hafa mátt þola. Þetta síðasta ár mun tvímælalaust, vera eitt af hinum allra viðburða- ríkustu árum seinni tfma, einnig fyrir okkur íslendinga. Fiestir norð- lendingar muna víst, hvernig það byrjaði hjer hjá okkur. Því minnis- stætt mun mörgum það þegar hafís- inn lokaði öllum höfnutn hjer norð- anlands í janúarmánuði, og svo frost- grimdirnar sem á eftir fóru og ö!lu ætluðu að bana. Síðan vorið og sumarið með sífeldum kuldum, og hinu dæmafáa grasleysi, sem lengi mun í minnum haft. En svo kom haustið með friðinn, Góða sjóvetlinga, half- sokka og heilsokka kaupi jeg gegn peningum allra hæsta verði. Jóh. Christensen Hafnarstræti 101. — heimsstríðinu voðalega Iinti og vopahlje var samið, sem ga f vonir, þó veikar sjeu, — vonir um fullan frið, varnir um að nú loksins sjái allar heimsins þjóðir, að grimd og heimska þessa síðasta 4 áta stríðs, hefir verið óhæfa, hefir verið dauða- dómur yfir tneningu og stjórnarfari þessara síðustu tíma. — Og ekki er ótrúlegt eða vonlaust um, að Ev- rópa, sem nú liggur fiakandi í sár- um og sorg, fari nú loks að skilja hinn gullvæga sannleika sem felst í þessutn orðum eins hins besta skálds okkar íslendinga — að tneð ofríkji vinnast aldrei hin æðstu gæði En haustið bar margt fleira merki- legt í skauti sínu. —-Kvefpestin al- kunna fluttist illu heilli hingað til landsitts, og fjöldamargir bera djúp og blóðug sorgarsár, eftir heimsókn hennar. Um svipað leyti byrjaði eld- gosið úr Kötlu, með öllum þeim ógnum, og eyðileggingu sem því fylgdi. En mitt í öllum þessutn raun- um ljómaði bjartur geisli, en það var fullveldi íslands, sem fjekst við- urkent 1. des 1918. — Ouð og gæf- an hjálpi okkur íslendingum til að sýna og sanna það í verkinu, að við sjeum fullveldinu vaxnir, að við sjeum því vaxnir, að gea spilað uppá eigin spítur í framsókninni til alira drengilegra dáða og sannrar menningar, undir merki frelsis og frama. Vissulega líður ekkert ár svo, að við ekki Iærum meira og minna af atburðum þess, fáum meiri og meiri reynslu og lífslærdóm. Og víst er um það, að árið 1918 er eitt af þeim árum, sem hefir reynt okkur íslendinga meir og kent okkur meira, en mörg undanfarin ár. Aðeins að við kuntiutn að fæia okkur reynsl- una í nyt, svo að við verðum vel undir það búnir, næst þegar slíkt ár ber að dyrum Um tíma í vetur fengum við Norðlendingar aðeins ógreinilegar frjettir úr Rvík. og af Suðurlandi og þegar blöðin loksins komu, voru þau flest hálffull, tneð átakanlega lýsingu af ástandinu þar syðra og fregnirnar frá stiíðslöndunum, drógu Viðtalstíma mínum hefi eg breýtt þannig, að hann er nú frá kl/ 12—1 og 2—3 en ekki frá kl. 4 — 5 eins og áður var auglýst. Hinrik Thorarensen, læknir. Aðalstræti 4. Sími 32. síst úr þeim óhug, sem greip les- andann, þegar hann las um mann- dauðann, jarðarfarirnar og vandræð- inn fytir sunnan fjöllin. í fljótu bragði virðist það næsta hjáleilt og hjáróma að óska löndum sínum gleðilegs árs, þegar fjöldi af þeim er í hinni sárustu sorg. En einmilt þegar verst gegnir, og pegar dimmast er í huga okkar inaunana, er mest þörfin á gleðinni, tnest þörfin á innilegum hamingjuóskum og fyrirbænum til ljóssins og kær- leíkans guðs, um meiri gleði, og meira ljós inn í sálir mannanna. Og í þeirri trú, óska jeg öllum íslend- ingum, helst öllum heiminum, gleði- legs nýárs og með von um að árið 1919 beri í skauti sínu varanlegan frið á jörðu, frið sem á meira en nafnið eintómt, frið, sem göfgar þjóðirnar og lyftir þeim upp úr efnishyggju og mannúðarleysi þessar- ar aldar, upp í mót sól sannleikans, frelsisins og kærleikans. Þá niunu kynslóðir komandi alda með gleði geta lesið í sögum sínum og annálum á þessa leið: Árið 1919 tóku allar álfur jarðarinnar höndum saman í sáft og skilningi og afklædd- ust vígahamnum fyrir fult og alt. Þá byrjaði gullöld jarðarinnar. H. H. Dýraverndunarfjelags- fundur verður haldin í húsi Sig. Fanndals á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. St/'órnin,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.