Íslendingur


Íslendingur - 09.12.1932, Blaðsíða 2

Íslendingur - 09.12.1932, Blaðsíða 2
t I3LKHD1NGUR »Rætt unj tunnusmíði, en því máli var vísað til fjárhagsnefndar og at- vinnubótaneíndar. á bæjarstjórnar- fundi 8, f. m. Urðu langar um- ræður um málið. Samþykkt var í einu hljóði-að greiða verkamönnum í tunnuverk- smiðjunni jafnöðum 70 aura á hverja heiltunnu og Espholin 20 aura sömu- leiðis fyrir hverja heiltunnu, Ef meira fæst fyrir tunnurnar en nem- ur þessu, skiftist afgangurinn milli verkamaunanna annars vegar og verksmiðjustjórans hinns vegar eftir híutfallinn 1:1, þangað til hlutur verksmiöjustjórans er orðinn 2f> au. á hverja heiltunnu. — Það, sem þar kann að verða fram yfir, skal falla óskift til verkamannanna. — Þá leggja nefndirnar til við bæj- arstjórn, að rafmag* til rekstrar verði selt 5 aura pr. kwst., enda verði rafmagn ekki notað í verk- smiðjunni kl. 5 —11 síðd., fyr en lfður á vetúrinn, — Verði samkomulag um framan- greind kjör, leggja nefndirnar til, að ráöstafanir veröi þegar gerðar til þess að smíða ca. 20 þúsundir 'heiltunnur og allt að 10 þúsundum hálftunna.c — Jón Guðlaugsson hafði framsögu, og lét þess getið, að ef brugðið væri fótum fyrir þann grundvöll, sem nú væri fenginn, þá mætti skoöa tunnusmíðinu siglt í strand á þessum JVetri. Gat hann þess að 70 aurar á túnnu múndu svara til 90 aurura ura tímann, og að bærinn læki á sig, með því að vera bak- hjallur þessa fýrirhugaða tunnusmíð- is, um 120 þús. kr. ábyrgð aö mimista kosti. Elísabet hafði allt á hornum sér. Hvað bæinri hér vera að gera tilraun til að þrýsta niður kaupgjaldi' og mætti það ekki líðast. Krafðist nú að bærinn iæki tunnu- smlðina fyrir eigin reikning og borg- aði verkamönnum fullt taxtákaup. — Talaöi hún af eldmóði miklum — en vitglórunni haiði hún gleymt heima. Þórsteirin Þorsteinsson var, sem form. Verkamarinafélags Akur- eyrar, fylgjandi því, að fullt taxta- kaup væri greitt við tunnusmíðið, en sem prívat.maður innan félagsins gæti hana sætt sig við 90 aura tíma- kaup,' verkamonnum tii handa, í etað 1 kr. sein taxtinn væri. Gerði hann það síðán að breytingartillögu sinni, að í stað 70 aura á hverja heiltunnú, kæmu 85 aurar, er verka- menn fengju jafnóöum óg verkið veeri unniö, en það áleit hann svara til taxtakaups. Var Þorsteinn ann- ars mjög á reyki og sást óglöggt hvaö hann vildi. — Erlingur Frið- jónsson gaf Ellsabetu .svo eftirminn- anlega ráðningu, að hún bar ekki bar sitt það sem eftir var fúndar- ins. Kvað hann hana gana áfram s«m gálaust flón, án þess að.skeyta því hið minnsta, þótt hún með framferði sfnu væri aö eyðileggja atvinnu þeirra, sem hún þættist bera fyrir brjósti. Fyrir sér hvað hann það meira virði- að ' vinnari fengist, þótt nokkra aura vantaði upp á taxtakaup, sem hann þó í þessu til- felli áleit vafasamt að yrði, en að hftn strandaði af þeim sökum. — Bæjarstjóri og Sig. Ein. Hlíðar töl- uðu einnig og þeir Þorsteinn og Erlingur oftar en einu sinni, en svo fóru leikar að tiUögur hinria sameinuðu neínda voru samþykktar óbreyttar með öllum greiddum at- S1 Ef § Það yður vantar föt eða vefnaðarvörur til jól- anna, þá látið ekki hjá líða að kynna yður verð og vörugæði hjá okkur. — m'un standast allan samanburð. — Margt hentugt til JÓLAGJAFA. BRAUNS - VERZLUN. Páll Sigurgeirsson. kvæðum gegn einu — Elísabetar. Þorsteinn sat hjá. — Þá var komið að síðashi málinu, sem öllu átti að hleypa í uppnám — erindi kommúnista um atvinnu- bætur til jólaglaðninga. Var erind- ið svo »stéttvíslega< orðað, að bæj- arstjórnin hundsaði það algerlega,— Bæjarstjóri lýsti því yfir, að bærinn heföi enn nokkuð fé óeytt af þessa árs frainlögum til verklegra fram- kvæmda, .sem sjálfsagt Væri að vinna fyrir hin ákveðnu verk, ef það væri hægt veðurs vegna', og eins mætti lilaupa inn á næsta árs fjárhagsáætlun, en nýjar fjárveiting- ar til atvinnubóta kæmu ekki til mála. — Með tilliti til orða bæjar- stjóra gerði Erlingur það síðan að tiilögu sinni, að unnið yrði fyrir allt að 10 þús'. kí. til nýjárs, ef þess væri kostur, og að vinnunni væri skipt sem jafnast niöur — helzt nið- ur á eina 200 menn. Þessi tillaga Erlings var samþykkt með 8 atkv. gegn 2 — fjárhagsnefndarmannanna Brynleifs og Hallgríms. — Elísabet sat hjá; var ekki búin að ná sér eftir atlögu Erlings. Og þar með lauk fundinum. — Brjóstfylking kommúnistanna labbaði í kristilegri auðmýkt heim til sín. Leikfélag Akureyrar. »Lan(lafræði 09 ást«. Sjónleikur í 3 þúttum eftir BjörnstjerneBjörnson. í hundrað ára minningu Björn- stjerne Björnsons, stórskáldsins nor.ska, hefir Leikfélag' Aktireyrar ráðist í að sýna leikrit hans, »l.anda- fræði og ást«, Það er ekki stór- brotið leikrit og stendur langt að baki »Gjaldþrotinu«, að ég ekki tali »Um megn« og »P'aul Lange og Tora Parsberg*. — >Um megn* mun vera það leikrit Björnsons þar sem hann kemst hæst. »Landafræði og ást* sýnir hversu fráleitt það er í hjónabandinu, að maðurinn láti konuna verða útundan vegna lífs- starfs síns; konan heirntar sjnn skerf og hann verður hún áö fá, ef vel á að fara og heimilislífið ekki af fara út um þúfur. Stórbrotið er leikritið ekki, en kýmni tölnverð í því. — Ég man ekki til, að ég hafi séð jafn vel leikið á Akureýri um margra ára bil af öllum leikendum. Er lít- ill vafi á því, að Ágúst Kvaran ber mest og bezt að þakka, hversu gæfu- lega hefir tekist. Allt er gert til þess að koma áhorfendum í »stemn- ing*, — lögin, sem leikiri eru fyiir leiknum og tjöldin, sem eru hin prýðilegustu og í fullu samræmi við leikritið. - Tygesen landafræðisprófessor leik- ur hr. Ág. Kvaran prýðilega. Sum- um kynni að þykja leikur hans full »sterkur«, en gæta verður þess, að það þarf beinlínis að lypta leiknum svo hann verði eigi of áhrifalaus áleik- sviði. OgKvaran tekstþettaágætavel. Óþarfi er að fjölyrða um hið innra og ytra samræmi: Kvaran er allt af það sem hann leikur. — Frú Tygesen leikur frú Svava Jónsdótlir mjög vel og náttúrlega. Henni tekst ágællega að sýn.a hina bældu og þó ástfangnu konu, sem vegna aðbúðarinnar eldist fyrir tím- ann. Leikur hennar er fínn. Frá Martha Kalman leikur Ane meistaralega. Hún sýnir allt, sem þessa konu má prýða. Eg var fyrst í nokkrum efa um, hvort ástæða hefði verið að sækja leikara til Reykjavíkur í þeita hlutverk, en að leikslokum var ég þess fullviss, að hér gat engin kona leikið þetta hlutverk. Gerfiö er prýðilegt og sam- svarar salinni. — Möllu leikur fi ú Sigut jóna Jak- obsdóttir og segii margt afbragðs- vel. Hún er eðlileg á leiksviðinu að öllu leyti, en betur hefði íarið á að hárkollari væri ögn minni Frú Birgit Rörner leikur frú Regína Þórðardóttir mjög látlaust og víðast vel, en hún sýnir varla 35 ára konu, en á því á hún ekki sök, heldur málarinn. Þó þykir méi: hún of atkvæðalítil í samtalinu við Turman prófessoi, þegar gáð er að hvers hún er megnug í leikritinu, og að þetta er heimskona (Verdens- dame). — Helgu, dóttur Tygesens, leikur ungfrú Elsa , Friðfinnsson sérlega eðlilega; hún sýnir vel unga stúlku á því reki, þegar konan er að ná kynþroska sínum, með öilum þeim andstæðum í sálarlífinu, sem þá koma sterkast fram. — Turman prófessor leikur hr. Jón Norðfjörð framúrskarandi vel; hann er sami þurri fræðagrúskarinn frá upphafi til enda. Honum fatast hvergi, og gerfið er afbragð. Hefir Jóni aldrei tekist eins vel að sýna hlutverk á leiksviöi, svo ég hafi séð. — Hennig málara leikur hr. Gunnar Magnússon sérlega vel eftir að hann er búinn að fá eitthvað í hendurn- ar, en þær vilja oft þvælast ónota- lega fyrir þeim, sem óvanir eru á leiksviði, og er ekki tiltökumáL — Samtal hans og frú Karen er mjög hugðnæmt og eðlilegt, og Gunnar segir margt hnyttilega. Yfirleitt má segja, að aldarafmífelSs Björnsons sé glæsilega minnst með þessu leikriti hans, ekki í stærri bæ, en það er hr. Ágúst Kvaran að þakka að svo er. Honum hefir tek- ist að þræða anda Björnsons og hon- um hefir líka tekist ótrúlega vel að móta leikendurna í hans anda. Svo vel að öllum, sem íeik þennan sjá, verður hann ánægjulegur og minn- istæöur. — Hafi Leikfélag Akureyr- ar beztu þökk og frú Kalraan fyrir komuna. — " V. St. Paö verða ekki BRANDA-JÓL í ár heldur YO-YO-jÓL því ungir og gamlir munu leika sér að YO YO-um í hönd farandi há- tíðar. Egta YO-YO 99, fæst í Elektro Go. Linir hattar í stóru úrvali. Verð frá kr. 9,75 til 20, nýkomnir í Verzl. „PARÍS“. Vefnaðarvörudeildin. Háifur annar miljarð glólampa ha£a skapað þann reynslunnar sjóð, sem nú er grundvöllur að 'OSRAM lampagerðinni, því þessi feikna lampaíjöldi iiefir alJur verið búinn til með stöðugri viðleitni á sífeldurn endurbótum- — Þess. vegna er OSRAM-lampinn orðinn oviðjafnanlegur að gæð- um, og þess vegna eiga allir að nota O S R A M - lampann — -

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.