Íslendingur


Íslendingur - 09.12.1932, Blaðsíða 3

Íslendingur - 09.12.1932, Blaðsíða 3
tSLENDINGUR 3 Jóiin koma hráðum! Ml ] VI I jp| að hjá okkur fæst flest, sem gerir jólin 1 1 ag sannköhuðum jólum. — — — — — A| ■ A p vörur í vefnaðarvörudeild seldar með L L n IV io% afs/ætti til jóia. - — — — - CAI I Fr.llSTII hörðu og linu hattarnir eru bezta gjöfin handa bóndanum og bón- kustamir nytsamasta gjöfin handa konunni. — — — - — JÓLAGJAFIRNAR OO JÓLA-HAPPDRÆTTIÐ VERZL. „PARIS" í úrvali handa börnum og fullorðnum. —- — — kórónar alit saman- — — it Kristján Kristjánsson, framkvæmdastj. s B.S A. tók sér far til Reykjavíkur meö g Qoðafoss á Þriðjudagskvöldið. æ „Landafraði og ást“ verður leikinn n.k. |= laugardags- og sunnudagskvöld. g Lúðrasveitin Hekla stendur eins og f 1 fyrra fyrir nýjársdansleik í Samkomusinu g á gamlaárskvöld. í fyrra var það mjög jj rómað hve salurinn hefði verið vel skreytt- = ur (I egifzkuni stíl) af hr. Vigfúsi Jónssyni | málarameistara. Nú hefir hann þegar 1 hafist handa með undirbúning skreyting- | arinuar fyrir þennau dansleik, og mun g hún að öllu taka hinni 'frara. góð tegund. fæst í Brauns-Verzlun. Páll Sigurgeirsson. Símskeyti. (Frá Fróttastofu fslands). Rvík 8. des. 1932. Utiend: Frá London: Bandaríkjastjórn hef- ir nú sent brezku stjórninni svar við tilmælum hennar um greiðslu- frest 4 stríðsskuldaafborgunum, er falla í gjalddaga 15. þ. m. Svarið hefir ekki verið birt enn þá, en á- litið er að það sé neitandi. — Undanfarin óvissa um stríðsskulda- málin hetir haft þau áhrif, að flest brezk verðbréf hafa fallið mikið í verði og gengi sterlingspundsins lækkað mikið, - komisí niður f 3,17 dollara, en svo lágt hefir það aðeins einu sinni komist áður. Frá Berlín: Schleicher, hermála- ráðherra í stjórn von Papens, hefir myndað stjórn í Þýzkalandi. Eru í henni flestir sömu ráðherrarnir og voru í Papens stjórninni, og er hún heldur ekki þingræðlsstjóm — Pingflokkarntr gátu ekki komið sér saman um stjórnarmyndun. Frá Fielsingfors: Finnska stjórn- in hefir sagt af sér. Frá London: Fjörutíu þingmenn hafa ser.t stjórninni ályktun, sem krefst strangra innflutningstakmark- ana á fiskinnflutningi frá öðrum þjóðum. — Frá New York: í Louisiana ríkinu f Bandaríkjunum hefir fundist haus- kúpa af fornu spendýri, og fannst hún 800 metra djúpt í jörðu. — Fundur þessi er talinn mjög merki- legur, og er hinn fyrsti sinnar teg- undar. Álitið er að dýr þetta hafi verið uppi fyrir 50 miljónum ára. Frá Haag: Málflutningur Norð- manna í Grænlandsmáljnu stendur nú yfir fyrir Afþjóðadómstólunum. Hnígur mál þeirra að því, að Danir eigi engan rétt nema til Vestur-Grænlands og dálftillar ræmu af Austur-Grænlandi. — Hárgreiður, Hárburstar, Fílabeinskambar, þunnir og þétt-íentir. Höfuðkambar, margar teg. Lyfjabúð Akureyrar. III Dömuhattar í tniklu úrvali. — Ennfremur hentugar fÓLAG/AF/R ásamt blómum á /ó/aborð/ð. —— Hatlabúð Akureyrai. Opinbcrunarbókin.: Ungfrú Hlín Jóns- dóttir, Jónatanssonar járnsmiðs og Qústaf jónasson gagnfræðingur. Bæði til heini- ilis hér í bænum. Nýr frönskuktnnari, Þórarinn Björnsson frá Vikingavatni, sem undanfarið hefir stundað nám við Sorbonne-háskólann í París, er nú kominn hingað og tekur við frönsku-kennslunni við Menntaskólann. Erindi um »meislara« flytur frú Martha Kalman í Samkomuhúsinu í kvöid kl. 8,30. Inngangur kostar 50 au. Frú Martha Kalman ætlar að lesa upp ýmislegt til gamans fyrir bötn á sunnu- daginn ketnur i Samkomuhúsinu. Má það vera tilhlökkunarefni fyrir þau að fá nú tækifæri til að heyra frú Kalman lesa upp, 1 Reykjavík heíir hún oft haft slíkar samkomur og þótt jafnan hin ágætasta skemmtun að. Upplestur hennar hefir verið tekinn upp á grammofónplötur og mun hún vera eini fslendinguriun er hlotið hefir þann heiður hvað þessa grein list- arinnar suertir. Velkomið er og fullorðnu fólki að sækja þessa sarnkomu hennar á sunnudaginn, er heist kl. 3 e. h. h tr s Hálft hús til sölu í Hafn- arstræti, — einnig í sarna húsi (búð til leigu frá 14. Maí n. k. — Gunnar Jónsson. llr heimahögum. □ Rúu 593212137 V, = 1. Kirkjan. Messað á sunnudaginn 1 Lögmannsbliö kl. 12 á hd. Aldarminning Björnsons. Leikfélagið gekst fyrir sérstakri minningarathöfn i til- efni af aldarafmæli skáldsins á undan leik- sýningunni í gærkvöldi Flutti forrnaður félagsins, Sig. Ein, Hlíðar, stutt erindi um Björnson. — Hljómsveit Karls Runólfs- sonar lék nokkur lög við ýms liin kunn- ustu kvæði skáldsius og söngfélagið Qeysir söng þjóðsöng Norömanna og erindi af kvæði er Konráð Vilhjálmsson hafði ort og hann kallar >Aldarkveðju<. Var því og úthýtt með prógrammi leiksins »Landa- fræði og ást«, er var síðasti iiður þess- arar hátíðasýningar. Yfir brún leiksviðs- ins voru norski og íslenzki fáninn, og milli þeirra stór mynd af afmælisbarninu, Björnson. — Húsið var troðfullt og var minningaratliöfn þessi Leikfélaginu lil hinnar mestu sæmdar. — Þá minntist Stúdentafélagið aldarafmælisins með ræðu höldum. Héldu þar ræður um Björnson: Steingrímur Jónsson bæjarfógeti, Steingr. Matthíasson læknir og Vernharðui Por- steinsson kennari. Félagið sendi ekkju skáidsins, sem lifir í hárri elli á Aulestad, heillaskeyti. — Aldarafmæiisins var einn- ig minnst í Menntaskólanum. Flutti skóla- meistari ýtarlegt erindi um Björnson. Sjötugsafmceli átti Kristján Sigurðsson kaupmaður ó. þ. m. Hefir hann lengstaf æfinnar átt heimili hér i bænum og átt vinsæidum og álití að fagna. ( mörg ár átti hann sæti í bæjarstjórninni og þótti hinn nýtasti fulltrúi. Hann er enn hinn ernasti og ber aldurinn vel. Nýr póstbátur. Nýlega keypti |ón Bene- diktsson frá Breiðabóli gufubát í Englandi er koma á i stað >Langaness*, til post- flutninga hér um fjörðinn og á nærliggj- andi hafnir. Benedikt Steingiimsson skip- stjóri sótti skipið til Englands og það er nú komið fyrir nokkruin dögum. Heitir það >Qolden-ray« og er 80 smálestir að stæið. Talsverðar umbætur þarf að gera á skipinu svo það verði hæft til fóiksflutn- iuga, en atutars er það hið laglegasta í sjón, þó lítið sé. Félag nokkurra manna — er leigðu »Langanesið« — er eigandi þessa nýja póstbáts. ■ a Knjn sem hafa í hyggju að rvuil , kaupa hjá okkur körfu- mublur fyrir jólin, ættu nú þegar að gera pantanir sínar, •— því við höfum ekkert fyrirliggjandi nema sýnishorn. — Dívana verkstæ ði fakobs E/narssonar & Co. Jólatré fást í Elektro Go. Fyrir nokkrum árum kom Siglu- fjarðarkaupstaður sér upp rajólkur- búi á jörðinni Hóli, þar í firðinum. — Hefir rekstur búsins þött nokkuð dýr og afkoman veriö allt annað en glæsileg. Nýlega var borinn frarn tillaga i bsejarstjórn Siglufjarðar, af lóni bæjarfulltrúa Gíslasyni, um að rann- sókn yrði látin fram fara á rekstri Hólsbúsins, og gerði tillöguinaður svohljóðandi greir. fyrir henni að þ.ví er nýkominn Siglfirðingur hermir: Ems og reikningur MJólkurbúsins á Höli fyrir 1931, ber með sér, hef- ir reksturshalli á búinu fyrir það'ár numið tæpum 8 þúsund krónum, Jafnframt eru útistandandi skuldir fyrir afurðir búsins rúmar 12 þús- undir. 'l'elja má víst að helmingur af þessum skuldum náist aldrei inn. — Er raunverulegt tap því, um áramót- in 1931, — 12 þúsund krónur — — eða um 500 krónur á hverja mjólkandi kú. Væri aftur á móti skuldaaukning búsins, vextir af þeim skuldum, styrkur bsejarsjóðs, eftir- gjald eftir jarðir o. fl. tekið með, mundi reksturshalli fyrir hverja mjólka*di kú nema á annaö þús. kr■ Á þetta mætti þó líta með sæmi- • legum vélvilja, ef ekki árið sem nú en að líða sýndi ennþá hörmulegn útkomu hjá búinu, heldur en árið 1931. f’að hefir verið uppiyst að reksturshallinn fyrir árið 1932 mundi . verða um 12 þús. krónur. — Er þá eftir að bæta þar við tap á út- lánum til viðskiptamanna búsins, fyrir það ár, og iná telja varlega áætláð að þau töp nemi 3000 kr. — Yrði þá raunverulegt tap um 650 kr. á hverja kú. Á uppkasti að fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð Siglufjarðar árið Í933 er áætlað til búsins: Afborgun lána' 9,000,00 ' Vextir ' 1,500,00 Styrkur 8,000,00 Samtitls kr. 18,500,00 Af uppiysingum sem ég hefi feng- ið má gera ráð íyrir að á hæstá ári verði 23 mjólkandi k}'rr á búinu óg nit hverrar verði um 2000 lítrar, eða samtals um 46000 lítra. Útgjöld bæjsrsjóðs eru áaitluð eins og að öfan. er sagt, fyrir áir ð 1933 vegna Mjólkurbúsins kr. 18,500,00. en það samsvarar rúmum 40 aur- um á hvern mjólkurlíter sem búiö framleiöir. Bærinn gæti því alveg eins keypt frá Akureyri 53 þúsund lítra af mjólk fyrir þessa upphæð og útblut- aö henni gefins meðal bæjarmanna. Ég verð því að kiefjast þess að ekki verði gengið frá fjárhagsáætl- un bæjarins fyr en rannsakað hefir verið í hverju þessi fádæina rekst- urshalli liggur. Það verður að telj- ast stór hneysa fyrir bæinn að véra að burðast með mjólkurbú sem er i alla staði bænum til minkunar og þess utan getur ekki framleitt mjólk und ir 1 kr. líterinn. Væri miklu næi að .selja eða leigja búið nú þegai og létta þeim blóðskatti, sem Hóls búið væri á gjaldendum bæjarins af þeim. Enti hann ræðu sína meí þessum orðum: »f*að er hart ti þess að vita að Mjólkurbúið sen kostað hefir bæinn á annað hundr að þúsund, skuli sjálft ekki get« staðið undir nema sem svarar 5 aur um af hverjum líter er það fram leiðir, þótt ekkert sé tekið tillit ti afgjalds af jörðum búsins, rentum a lánum o fl. — Og það er hart fyri: gjaldendur bæjarins að hafa það meðvitund sinni, að í hvert sinn’e þeir kaupa mjólkurlíter frá Hólsbú i.nu, sem nú kostar 46 aura, að þ, skuli vera tekið í viðbót af þeim 4i aurar, fyrir hvern líter, í hækkuð um útsvörum vegna þeirrar óstjórn ar, sem ríkt hefur .á Hólsbúinu fr því það var stofnað, — ,-----<

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.