Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.04.2011, Blaðsíða 38
19. apríl 2011 ÞRIÐJUDAGUR30 folk@frettabladid.is „Við áttum æðislega daga í Köben. Ég átti reyndar pantað borð á Hard Rock Café en komst ekki. Svo var Tívolíið lokað en Strik- ið stóð fyrir sínu,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason listamaður. Þremur meðlimum Leikhúss listamanna var boðið til Kaup- mannahafnar á dögunum til að taka þátt í sýningu Kristjáns Ingimarssonar fjöllistamanns. Sýningin ber heitið Fools of the World Unite og fjallar um það að finna fíflið innra með sér, sleppa því lausu og gera sig að fífli. Ingibjörg Magna dóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Snorri Ásmundsson dvöldu í viku í Kaupmannahöfn og unnu með Kristjáni. Hann gaf þeim lausan tauminn í spuna og leyfði þeim að taka þátt í síðustu fjórum sýning- unum á verkinu. „Við fengum að taka þátt í þessari uppreisn hans. Honum finnst eitthvað bogið við samfélagið og vill að fólk finni fíflið inni í sér og sleppi því lausu,“ segir Ragnar. Ragnar flutti meðal annars ljóð sitt sem hann og Kristján snöruðu yfir á dönsku. „Þetta var frekar persónulegt ljóð. Daninn vissi ekki hvernig hann ætti að bregð- ast við þessum íslenska rauðhaus og fór bara að hlæja að mér. Ég kunni alveg að meta það og þetta var skemmtilega vandræðalegt.“ Næstsíðasta skemmtikvöld Leikhúss listamanna verður í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 21. Á dagskránni eru nokkrir gjörningar, til að mynda frá Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Ingibjörgu Magnadóttur og Söru Björnsdóttur en kynnir er sem fyrr Ármann Reynisson vinjettu- höfundur. Þá treður Pittsburgh- búinn Nathan Hall upp með bjölluspili og söng og Ragnar flytur áðurnefnt ljóð sitt. - hdm Tróðu upp í Kaupmannahöfn Á SVIÐINU Í KAUPMANNAHÖFN Kristján Ingimarsson og Ragnar Ísleifur Bragason í sýningunni Fools of the World Unite í Kaupmannahöfn. 80 Það var skammt stórra högga á milli á tón- listarhátíðinni Coachella um helgina enda er hún ein sú stærsta sinnar teg- undar. Gestir hátíðarinnar dilluðu sér í 30 stiga hita og sól við tóna frá hljómsveit- um á borð við The Strokes, The National, Kings of Leon, Arcade Fire, Mumford and Sons, Robyn og Kanye West. Hilton-systurn- ar, Kelly Osbourne, Katy Perry, Rihanna, Diane Kruger og David Hasselhoff lögðu leið sína í eyðimörkina fyrir utan Los Ange- les til að njóta tónlistarveislunnar. LÍFVERÐIR voru fyrir utan karókíbar í Sao Paulo þegar Bono og félagar í U2 sungu þar og skemmtu sér eftir tónleika í borginni. Fótboltamaðurinn Ronaldo hinn digri skemmti sér með bandinu og stóð skemmtunin yfir til fimm um nóttina. Tónlistarveisla í eyðimörkinni HEITT Julian Casablancas, forsprakki hljóm- sveitarinnar The Strokes, var hress á bak við hljóðnemann. BROSANDI Kelly Osbourne skemmti sér mjög vel í þvögunni. Í GULLI Florence Welch, söngkona sveitarinnar Florence and the Machine, var smart í gullstuttbuxum og blúnduslá. NORDICPHOTOS/GETTY SÍTT PILS Leik- konan Diane Kruger naut ljúfra tóna klædd í sítt pils og með hatt. SUMARLEGAR SYSTUR Nicky og Paris Hilton láta sig sjaldan vanta á mannfögnuði og virtust í miklu stuði. ÍSLANDSVINKONA Hin sænska Robyn fer gjarnan ótroðnar slóðir í fatavali og er oftar en ekki undir áhrifum tíunda áratugarins eins og á tónleikum sínum á Coachella. Í DÖMUSKYRTU Kanye West tróð upp á sunnudags- kvöldinu og vakti athygli fyrir að klæðast skyrtu úr sumarlínu kvenfatamerk- isins Celine. ÁHORFANDI Aldrei þessu vant var Rihanna meðal áhorfenda og tók sig vel út í gallastuttbuxum með hatt. Vodafone IS 3G 10:32 Dýrð í Apphæðum! Fermingartilboð í öllum verslunum Stórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvals framúrskarandi fermingargjafa. Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina með þínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa. Nokia C5- 03 3.333 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 39.990 kr. 200 MB á mán. fylgir með í 6 mán. 2 miðar í Sambíóin fylgja á meðan birgðir endast F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.