Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 8
22. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR8 EVRÓPUMÁL Íslendingar geta farið eins hratt eða hægt og þeir vilja í aðildarviðræðum sínum við Evr- ópusambandið, þeir eru „í bíl- stjórasætinu“. Svo segir skrif- stofustjóri á stækkunarskrifstofu ESB, sem sér m.a. um aðildar- umsókn Íslands, Alexandra Cas Granje. Hún flutti í gær fyrir- lesturinn „Sjónarhorn frá Brussel“ hjá Alþjóðamálastofnun HÍ. „Íslendingar eiga sinn réttmæta sess innan ESB ef þeir vilja,“ segir Cas Granje. Þetta sé spurning um vilja íslenskra stjórnmálamanna og almennings. Fyrirlestur henn- ar var haldinn við þau tímamót að rýniferlinu, þar sem löggjöf Íslands og ESB er borin saman, lauk á mánudag. Skrifstofu- stjórinn sagði að svo kynni að virðast að Ísland hefði ratað á sérstak- lega sléttan og breiðan veg í viðræðunum. En Ísland fari sömu leið og aðrar þjóðir. Munurinn sé sá að landið hafi þegar tekið upp stóran hluta löggjafar ESB og sé lengra komið efnahagslega og pólitískt séð en önnur umsóknarríki. Kannanir á stöðu landsins í jafn- réttismálum, lýðræðismálum, og öðru sýndu að Ísland væri afar vel statt, betur en sum núver- andi aðildarríki. Cas Granje eyddi nokkru máli í pólitíska hlið aðild- arviðræðnanna. „Stækkun ESB er innbyggð í erfðaefni sambandsins,“ segir Cas Granje, enda stuðli stækkun að samvinnu landa og að því að þau jafni ágreining friðsamlega. Hún telur erfitt verða að semja um hvalveiðar, landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Bæta þurfi íslenskt matvælaöryggi. Einnig skemma fyrir deilur við einstök aðildarríki. En miklu skipti að markmið Íslands og ESB séu oft þau sömu, svo sem sjálfbærni í sjávarútvegi. klemens@frettabladid.is Ísland í bílstjórasæti Samkvæmt „sjónarhorni frá Brussel“ gekk rýniferli Íslands og ESB vel og viðræður geta gengið eins hratt eða hægt og Íslendingar vilja. Landið stendur sterkt að vígi. ALEXANDRA CAS GRANJE FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEITAR TILFINN- INGAR Tveir menn voru með háreysti í byrjun fyrirlestrar. Sá til vinstri jós fúkyrðum yfir viðstadda og skilja mátti orð hans sem hótun í garð gesta- fyrirlesarans: „Þú brosir kannski núna en þú munt ekki brosa síðar meir,“ sagði hann. Skrifstofur Kennarasambands Íslands verða lokaðar frá kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 22. júní, vegna útfarar Ómars Árnasonar. Kennarasamband Íslands H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -1 3 3 5 Frestur til að sækja um 110% aðlögun húsnæðislána er til 1. júlí Hefur þú kynnt þér breytt skilyrði? Nánari upplýsingar hjá ráðgjöfum okkar eða á www.islandsbanki.is ORKUMÁL Möguleikar norðurslóða í orkumálum liggja ekki síst á sviði endurnýjanlegra orkugjafa, jarð- hita og fallvatna, sem eru hluti af duldum verðmætum svæðisins. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ávarpi sínu á ráðstefnu í Alaska í upp- hafi vikunnar, og bætti við að þó umræða hafi stjórnast af mögu- leikunum á sviði jarðefna eldsneytis geti framþróunin á Íslandi verið öðrum löndum fyrirmynd. Ólafur minntist einnig á mögu- leikana á auknum vöruflutningum um Norður-Íshafið á næstu árum og þörfina á skýrri stefnumörkun hvað það varðar. „Sú þörf sést ef til vill best á auknum áhuga Kínverja á sam- vinnu við Ísland. Raunin er að á síðasta áratug hef ég fundað oftar með kínverskum ráðamönnum og fulltrúum en ég hef tölu á.“ Ólafur bætti því við að hann hefði því miður ekki fengið nærri eins margar heimsóknir frá Bandaríkjunum. Loks stakk hann upp á því að Ísland, Alaska og Rovaniemi-hérað í Finnland mynduðu með sér sam- vinnuvettvang um málefni tengd norðurslóðum. - þj Forsetinn vekur athygli á tækifærum í orkuöflun: Dulin verðmæti liggja í hreinni orku HREINAR ÁHERSLUR Á NORÐURSLÓÐ Forseti Íslands sagði á ráðstefnu í Alaska að ríki á norðurslóðum gætu lært margt af þróun íslenskra orkumála. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.