Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.06.2011, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 22. júní 2011 3 verða í vandræðum með að versla saman. „Mér líst mjög vel á það, Ármann er mikill smekkmaður.“ Ármann stingur upp á að frá Míl- anó haldi þau til Verona, þaðan til Feneyja og svo til Flórens. „Ættum við ekki að heimsækja nokkr- ar vínekrur og smakka góð vín?“ spyr Tobba og Ármann segir þau hæglega geta gert það í Flórens, Toscana-héraðið sé þar í grennd. „Frá Flórens færum við svo til Rómar í selskapslífið og eftir það gætum við tekið því rólega á Amalfíströndinni,“ segir Ármann. „Mér finnst alltaf nauðsynlegt að fara á strönd þó sjálfur sé ég eng- inn sólstrandarmaður.“ „Ég er aftur á móti mikið fyrir sólarströnd,“ segir Tobba, „Ármann gæti þá bara blandað eitthvað gott á barnum handa mér, meðan ég lægi í sólbaði.“ „Svo er bráðsniðugt að skreppa í nudd hjá indverskum nuddurum frá Kerala,“ segir Ármann en Tobba segist ekki geta slappað af. „Ég færi þá bara að versla meðan Ármann væri í nuddinu.“ Bæði sjá þau fyrir sér að gista á góðum hótelum. Helst fimm stjörnu ef Ármann fengi að ráða en Tobba hefur aðrar hugmyndir. „Ég sting upp á fjögurra stjörnu hótelum, svo við höfum meiri pening í búðirnar. Við þurfum minnst mánuð í þessa ferð,“ segir hún hlæjandi. „Ég held að þessi ferð sameini allan þann fjölbreytileika sem ungt fólk eins og við þarf,“ segir Ármann. Þegar blaðamaður skilur við þau skötu- hjúin eru þau farin að rabba um rit- störfin sín á milli og komin hálfa leið til Ítalíu í huganum. - rat, jma „Ættum við ekki að heimsækja nokkrar vínekrur og smakka góð vín?” spyr Tobba, sem skipuleggur Ítalíuferð í huganum ásamt Ármanni Reynissyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Framhald af forsíðu M ÖR K ÖRK HEIÐMÖRK MÖ RAT Í MM E B RÐ UR S S S SS S S H S S S S S HI F J AG F E D I C B LEIÐ 51 Sýningarsvæði og uppákomur A R G H ! 0 61 1 Lystigarðurinn á Fossflöt Á útisvæði eru sýnendur með stærri garðvörur og skraut. Garðplöntusýning, blómaskreytingar, miðsumarsblóma-stöng og blómasviðið. Markaðurinn Hér verður markaðsstemmningin ráðandi. Blómagerði Sýningarsvæði innandyra í íþróttahúsi bæjarins. Gúrkugerði Grænmetisframleiðendur kynna framleiðslu sína. Garðyrkjufélag Íslands - með græna fingur út um allt. Blómaskreytingar Félagsmenn í Félagi blómaskreyta sýna listir sínar. Garðplöntuframleiðendur Félagsmenn í FG sýna stoltir framleiðslu sína. Félag íslenskra landslagsarkitekta Kynning á nýjum smágarði. Skógræktarfélag Íslands „Skógur“ þemað í ár - Skógræktarfélagi Íslands boðið sem sérstökum gestum BÍB. Garðshorn Sýning á smágörðum úr smágarðasamkeppni frá 2009. Tjaldsvæði Góð aðstaða til gistingar og afþreyingar. Garðasúpan um allan bæ Hvergerðingar bjóða gestum og gangandi upp á súpu. A D G B E H C F I J K K S Apar gera sig heimakomna í Eden í haust, ári á eftir áætlun. Tafirnar má rekja til þess að tilskilin leyfi skorti, segja forráðamenn staðar- ins. „Við þurftum að fá innflutnings- leyfi fyrir öpunum frá yfirdýra- lækni. Reglurnar eru flóknar og útheimta meðal annars að aparn- ir fari í sérstaka einangrunar- stöð, þar sem Hrísey tekur ekki við dýrum nema þau falli undir skilgreininguna gæludýr. Okkur vannst einfaldlega ekki tími til að ljúka allri þessari vinnu í fyrra, þar sem það fór svo mikill tími í að koma staðnum í stand. Nú hillir undir lokin á þessu öllu,“ útskýrir Gunnar Magnússon, eigandi Edens og þakkar bæjarráði Hvera- gerðis fyrir veittan stuðning. Gunnar tók við staðn- um á síðasta ári, ásamt konu sinni Auði Gunnars- dóttur. Þau hafa síðan þá unnið baki brotnu við að færa hann aftur í upprunalegt hor f. „Við vildum endur- vekja Eden í sinni upprunalegu mynd eins og Bragi Einarsson hugsaði sér staðinn og mörg okkar minnast með hlýhug. Upphaflegu innréttingarnar eru komnar á sinn stað og gamla góða Edens-heitið. Aparnir eru hluti af þessu starfi þar sem margir setja jöfnumerki milli þeirra og blóma- skeiðs Edens, auk þess sem við teljum víst að þeir eigi eftir að trekkja töluvert að.“ Að sögn Gunn- ars koma aparn- ir til með að verða þrír talsins, prímatar frá dýragarðinum í Ham- borg. „Þetta verða geð- góð lítil grey sem lifa á ávöxtum, svona í ætt við apann herra Níels sem margir kannast við úr bókunum um Línu Langsokk,“ lýsir hann en segir enn ekki liggja fyrir af hvoru kyninu þeir verða. „Starfs- maður frá okkur fær svo ráðlegg- ingar úti um meðhöndlun þeirra, enda gerum við allt sem í valdi okkar stendur til að gera búsetu þeirra sem bærilegasta.“ Aparnir eru þó ekki einu dýrin sem munu gleðja gesti Eden. „Hér eru þegar komnir í hús nokkrir litríkir og fallegir skrautfuglar, við fundum ekki talandi kráku eins og vakti hér mikla athygli á sínum tíma,“ segir Gunnar og hlær. „Draumurinn er síðan að fjölga fuglunum og fá almennilega tjörn til að fylla af skrautfiskum,“ segir hann léttur í lund. „Þá myndi staður inn sko standa undir nafni.“ roald@frettabladid.is Aparnir koma í haust Mörgum þótti mikið um á síðasta ári þegar fréttist að aftur væri von á öpum í Eden í Hvergerði. Inn- flutningur dýranna tafðist en nú er allt útlit fyrir að þeir verði komir í hús með haustdögum. Apar munu bætast við minjagripaverslun, veitingastað og plönturnar í Eden.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.