Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.06.2011, Blaðsíða 8
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR8 EVRÓPUMÁL Ísland tók undir 83 prósent af yfirlýsingum ráðherra- ráðs ESB um afstöðu sambandsins til mála víðs vegar um heiminn í fyrra, að því er fram kemur í 28. fundafrásögn samninganefndar Íslands gagnvart ESB. Fundafrásagnir þessar eru birt- ar á vef utanríkisráðuneytisins og fjalla um þau atriði sem samið skal um í aðildarviðræðunum. Í téðri frásögn, um utanríkis-, öryggis- og varnarmál, segir að afar lítil þörf sé á laga- eða kerfis- breytingum í þeim málum, komi til aðildar að ESB. Stefna Íslands sé enda „í aðalatriðum sambærileg stefnu ESB.“ Hins vegar myndi Ísland öðlast við aðild „aðgang að ákvarðanatöku og stefnumótun í málaflokknum,“ segir þar. Því þyrfti að taka þátt í ýmsu nefndastarfi og má gera ráð fyrir að það útheimti fleira starfs- fólk. „Aðild að ESB er ekki talin hafa áhrif á grundvallarsamn- inga Íslands við önnur ríki á sviði öryggis- og varnarmála,“ segir þar. Farið er yfir áherslur Alþingis um að Ísland verði áfram „herlaust land og friðsamt“. Einnig að Ísland eigi ekki að taka þátt í Evrópsku varnarmálastofnuninni. Markmið friðargæsluverkefna ESB sé að styðja við ályktanir Sam- einuðu þjóðanna. Almennt falli þau vel að stefnu Íslands og kostnaður við þau sé valfrjáls. Utanríkis- og öryggisákvarðanir ESB þarf að taka einróma og „því er ekki mögulegt að hefja verkefni á vegum ESB án samþykkis allra aðildarríkja,“ segir í frásögninni. Minnt er á áhættumatsskýrslu fyrir Ísland frá 2009 þar sem segir að styrkja beri samstarf við ESB vegna skipulagðrar glæpastarf- semi, farsótta, náttúruhamfara og þess háttar. ESB-ríki eru skuldbundin til að standa saman og veita sameigin- lega aðstoð ef eitt ríkið verður fyrir hryðjuverkaárás, innrás eða nátt- úruhamförum. klemens@frettabladid.is Ísland 83 prósent sammála Evrópu Ísland tekur undir flestar yfirlýsingar ESB um utanríkismál. Afar lítil þörf á laga- eða kerfisbreytingum, komi til aðildar. Sinna þyrfti stefnumótun. Ísland verði áfram „herlaust land og friðsamt“. Ríkin standa saman ef hamfarir verða. GÆSLAN Á VAKT Sameiginleg öryggis- og varnarmálastefna ESB gengur aldrei framar stefnu hvers einstaks aðildarríkis og ekki er gert ráð fyrir sameiginlegum her né her- skyldu af neinu tagi, segir í fundafrásögn utanríkisráðuneytis. MYND/LANDHELGISGÆSLAN Grundvallaráherslur ESB á alþjóða- vettvangi eru eftirfarandi: lýðræði, virðing fyrir lögum og reglum, mannréttindi og grundvallarfrelsi, jafnrétti og samstaða og virðing fyrir sáttmála Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalögum. Þá er lögð áhersla á að stuðla að sjálfbærri þróun með það að markmiði að útrýma fátækt, vinna að því að afnema viðskiptahindranir og stuðla að umhverfisvernd. - Úr 28. fundafrásögn. Áherslur ESB 1. Hvaða rithöfundur hlaut blóð- dropann; glæpasagnaverðlaun Hins íslenska glæpafélags? 2. Hver er ráðherra innflytjenda- mála í Danmörku? 3. Hvaða fyrrverandi ráðherra situr í nýrri stjórn Orkuveitu Reykjavíkur? SVÖR 1. Yrsa Sigurðardóttir 2. Sören Pind 3. Gylfi Magnússon DANMÖRK Íbúar Kristjaníu hafa ákveð- ið að kaupa landsvæðið sem „fríríkið“ stendur á og húsin sem á því standa af danska ríkinu og tryggja með því óbreytt búsetufyrirkomulag fyrir þá 700 sem þar búa. Sameignarsjóður íbúanna greiðir rúmar 62 milljónir danskra króna, um 1.400 milljón krónur íslenskar, og sex milljónir danskar að auki í leigu ár hvert fyrir þá hluta svæðisins og húsanna sem ekki er hægt að selja beint. Þá er í samn- ingum ákvæði um að hægt sé að kaupa nýbyggingarrétt á svæðinu fyrir 40 milljónir danskra króna til viðbótar. Eftir sjö ára þrætur um yfirráð yfir þessum hluta Kaupmannahafnar við Kristjánshöfn var ríkinu dæmdur eignarréttur. Fyrir tæpum fjörutíu árum flutti hópur ungs fólks inn í yfir- gefna herstöð og settist þar að. Síðan þá hefur Kristjanía, sem var áður herstöð, verið nær óháð yfirvöldum og einn af helstu ferðamannastöðum Kaupmanna- hafnar. Claus Hjort Fredriksen, fjármálaráð- herra Danmerkur, segist ánægður með samkomulagið. Kjörin sem ríkið hafi boði íbúum séu bæði sanngjörn og skyn- samleg. - þj Kristjaníubúar fá að kaupa landsvæði og hús af danska ríkinu og tryggja þar með óbreytta búsetu: Framtíð fríríkisins hefur verið tryggð SJÁLFS SÍN HERRAR Kristjaníubúar fá að halda sínum bæjarbrag um ókomna tíð þar sem sameignarsjóður þeirra keypti land og hús af ríkinu. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUMÁL Sérstakur upplýsinga- vefur um Evrópusambandið og Evrópumál verður opnaður á vegum Vísindavefs Háskóla Íslands og Alþingis í dag. Tilgangur vefsins er að veita „málefnalegar og óhlutdrægar upplýsingar um Evrópusamband- ið,“ segir á heimasíðu HÍ. Uppsetning og framsetning verður með svipuðu móti og er á Vísindavefnum. Þar verður hægt að „spyrja spurninga um allt sem viðkemur Evrópusambandinu,“ segir Háskólinn, en starfsmenn vefsins og fræðimenn munu sjá um að svara spurningunum. - kóþ Vísindavefur og Alþingi kynna: Evrópuvefur HÍ opnaður í dag DANMÖRK Lögreglan í Óðinsvéum í Danmörku hafði þrívegis afskipti af 28 ára gömlum manni vegna ölvunar- aksturs á nokkurra klukkustunda tíma- bili í fyrrinótt. Hann var fyrst stöðvaður við reglu- bundið eftirlit lög- reglu um klukkan eitt og svo aftur rúmum tveimur tímum síðar og var hann í bæði skiptin færður til blóðprufu og síðan sleppt lausum. Hann lét sér hins vegar ekki segjast og klukkan hálf sex um morguninn var hann handtekinn í þriðja sinn. Hann þarf ekki að óttast öku- leyfissviptingu, því að hann hefur verið leyfislaus um hríð. - þj Þrjóskur ökufantur á ferð: Þrisvar tekinn fullur sömu nótt DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norður- lands eystra í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu fíkniefna og kannabis- ræktun. Maðurinn var með í sinni vörslu 121,63 grömm af hassi, 3,13 grömm af kókaíni og eina kannabisplöntu í ræktun, þegar lögreglan gerði leit í íbúðinni. Maðurinn játaði brot sitt. Í dómnum segir að verulegur óút- skýrður dráttur hafi orðið á mál- inu hjá lögreglu og ákæruvaldi. Að auki hafi orðið verulegar breytingar á högum mannsins til batnaðar og því verði refsingin skilorðsbundin. - jss Tekinn með fíkniefni: Dæmdur á skil- orð vegna tafa ÞÚSUND ÁR – fyrsti áfangi Íslensk myndlist í aldanna rás. Fyrsti áfangi nýrrar yfirlitssýningar um íslenska myndlist í aldanna rás; 19. öldin til nútímans. Í heild mun sýningin fjalla um íslenska myndlist frá miðöldum til samtíðar. NÝ SÝNING Opið daglega kl. 11.00 – 17.00 Sýningar · leiðsögn · verslun Veitingar á virkum dögum. Þjóðmenningarhúsið – The Culture House Hverfi sgötu 15 · 101 Reykjavík · Sími 545 1400 www.thjodmenning.is NORÐUR-ÍRLAND, AP Miklar óeirðir brutust út í kaþólsku hverfi í Bel- fast á Norður-Írlandi í fyrrakvöld eftir að hópur sambandssinna hélt inn í hverfið og lét ófriðlega. Tveir menn urðu fyrir byssu- skotum og voru fluttir á sjúkra- hús. Annar þeirra er ljósmyndari sem var að taka fréttamyndir af atburðunum. Lögreglan segir að um 400 manns hafi tekið þátt í óeirð- unum, bæði aðskilnaðarsinnar og sambandssinnar. Einungis óánægðir liðsmenn Írska lýðveldishersins hafi þó notað skotvopn. - gb Óeirðir á Norður-Írlandi: Tveir urðu fyrir byssuskotum ÁTÖK Í BELFAST Verstu óeirðirnar í áratug. NORDICPHOTOS/AFP LÖGGÆSLA Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu mun í sumar halda uppi auknu umferðareftirliti á Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut. Markmiðið með eftirlitinu er að draga úr ökuhraða en jafnframt að tryggja að vanbúin ökutæki séu ekki á ferð um þjóðvegi landsins. Eftir- litið stendur yfir alla daga en þungi þess verður þó um helgar. Hugað verður að ljósabúnaði, skráningu og hleðslu ökutækja, tjaldvagna, fellihýsa og hjólhýsa. Einnig verður fylgst með því að hliðarspeglar ökutækja sem draga breiða eftirvagna séu sam- kvæmt reglum. - jss Fylgst með hraða og búnaði: Hert umferðar- eftirlit lögreglu VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.