Fréttablaðið - 23.06.2011, Page 33

Fréttablaðið - 23.06.2011, Page 33
FIMMTUDAGUR 23. JÚNÍ 2011 „Mikil vakning er í útivist og göngum hér á landi og fólk leggur mikið upp úr því að vera í góðum skóm,“ segir Gunnlaugur Örn Valsson, eigandi Gönguskór.is. Fyrirtækið flytur inn skó frá hinu rótgróna ítalska fyrirtæki Lomer. „Skórnir eru með naabuk-leðri sem er það besta í skóm í dag, og þá eru allir skórnir með vibram- sóla sem henta vel íslenskum að- stæðum,“ útskýrir Gunnlaugur. Skórnir frá Lomer henta til allra tegunda gönguferða, frá spássitúr- um um Tjörnina upp í alvöru fjall- göngur á heimsins hæstu tinda. Skóna má fá misháa og misstífa. Gunnlaugur segir skóna mjög vinsæla og meðal annars hafi björgunarsveitarmenn og vanir gönguhrólfar hlaðið þá lofi. En hvar má nálgast þessa skó? „Í fyrsta lagi á vefsíðunni gongu- skor.is en líka á skrifstofu ferða- félagsins Útivistar á Laugavegi 178. Þá er hægt að kaupa Lomer- skóna í versluninni Icewear, hjá Landsbjörgu og skátum í Árbæn- um,“ svarar Gunnlaugur og árétt- ar að hann geri tilboð fyrir göngu- hópa, stóra og smáa. Þá sé verðið á skónum mjög hagstætt. Á vefsíð- unni gonguskor.is er hægt að skoða úrvalið og senda inn fyrirspurn- ir en Gunnlaugur segir fólk úti á landi mjög duglegt að kaupa gegn- um netið. Þá minnir hann einnig á Facebook-síðu Gönguskór.is. Fyrir allar gönguferðir Skórnir frá LOMER fást misháir og misstífir og henta fyrir allar tegundir gönguferða. MYND/GVA KODOKALEIÐIN Í PAPÚA NÝJUGÍNEU Þessi fjandsamlega, afskekkta og langa gönguleið er talin sú lífshættulegasta í heimi. Þar er ósennilegt að einhver leiti að þér eða bjargi úr nauðum fyrr en að löngum tíma liðnum. Leiðin liggur um himinhátt fjalllendi, en eink- um þeir sem eru vel að sér í sögu láta ekki hættuförina stoppa sig því á Kodoka fór fram orrusta Jap- ana og Ástrala í seinni heimstyrj- öldinni. Draumóramenn segjast mæta hryllilegum draugum á leið- inni. Vertu viðbúinn öfgaveðráttu, ísköldum nóttum og kæfandi hita á daginn. Önnur skæð heilsufars- ógn er malaría og fleiri hitabeltis- sjúkdómar. EL CAMINITO DEL REY Á SPÁNI Einn hættulegasti göngustígur heims liggur utan í háum, þver- hníptum klettum ofan við örmjótt vatnsfall. Hann var upphaflega lagður fyrir verkamenn við vatns- fallsvirkjun og er innan við metri á breidd. Hættur liggja helst í niður- níðslu stígsins þar sem stór stykki hafa hrunið úr honum og mikið er um ryðgaða bita og óvarðar kletta- syllur, þar sem auðvelt er að hrapa fram af. Það eina sem gerir göngu- ferðina mögulega eru gamlir kapl- ar sem festir voru í bergið. HUASHANFJALL Í KÍNA Kínverjar vara við hrapi í dauð- ann þegar gengið er á Huashan, eitt fimm heilagra fjalla alþýðu- lýðveldisins. Það eru engar ýkjur. Leiðin krefst óskertrar einbeit- ingar frá upphafi til enda og smá- vægilegustu mistök skilja á milli lífs og dauða. Leiðin var upphaf- lega gengin af flökkumunkum, en nú reyna erlendir göngumenn og hraustir, kínverskir stúdentar sig við þessa miklu prófraun. Við hverju má búast? Bröttum kletta- tröppum og vafasömum haldreip- um í hrörlegum köðlum og óstöð- ugum klettum. Verðlaunin eru óviðjafnanlegt útsýni frá musteri munka efst á fjallshryggnum. VESTURSTRANDARLEIÐIN Á VANCOU VEREYJU Í KANADA Nokkuð fær gönguleið ef litið er fram hjá hungruðum bjarndýrum, úlfum og fjallaljónum sem ósjald- an verða á vegi göngumanna í von um mannakjöt í skoltinn. Marg- ir hunsa hættuna sem fylgir blóð- þyrstum rándýrunum og verða þeim að bráð. Vesturstrandarleið- in var upphaflega lögð til að hjálpa sjófarendum í háska á hverflyndu Kyrrahafinu, en leiðin dregur nú helst að göngugarpa sem reyna sig í bröttum slökkum, timburstigum og örmjóum hengibrúm sem ekki eru fyrir lofthrædda. Taktu með plástur, sárabindi og jafnvel hækj- ur því Vesturstrandarleiðin er þekkt fyrir meiðsl. PEEKABOO GULCH Í UTAH Nafnið er einkar viðeigandi; gjugg í borg! Níðþröng, aflokuð rými gefa mýmörg tilefni til innilok- unarkenndar. Við fyrstu sýn virð- ist þetta raufskorna gljúfur við Grand Staircase-Escalante-minn- ismerkið varla meira en þröng rifa milli rauðra klettaveggja úr sand- steini og í raun þarf jafnvel ör- grennsta göngufólk að þrýsta sér í gegn þegar það lendir í þröngum göngum, brunnum og fallhömr- um. Verið viðbúin að vaða fúla pytti þegar útgönguleið úr gljúfr- inu nálgast. - þlg 5 Hungruð rándýr bíða eftir að rífa í sig bita af göngufólki á Vancouver-eyju. hættulegustu gönguleiðir heims Það er margt að óttast á hættulegustu gönguleiðum heims, eins og þverhnípi, þröng göng, fúnar hengibrýr, óstöðuga kletta og soltin bjarndýr. Grisport gönguskórnir eru vandaðir ítalskir leðurskór. Þeir eru gerðir fyrir þá sem vilja aðeins mýkri skó sem veita samt góðan stuðning við ökkla þegar gengið er yfir hóla og hæðir. Gritex® filman gerir skóna vatnshelda og ver gegn kulda. Rubbermac® sólinn fjaðrar vel við hvert skref og gefur góða endingu. Ekta leður VANDAÐIR GÖNGUSKÓR 14.999.-

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.