Íslendingur


Íslendingur - 14.01.1938, Page 2

Íslendingur - 14.01.1938, Page 2
o ISLENDINGUR Innilegt þakklœti mitt vil ég fœra vinum minum - verkamönnunum — er fœrðu mér að gjöf vandað skrif- borð á aðfangadag jóla. Þakka ég þeim samvinnuna á liðnum, fullum 20 drum, og óska þeim góðs og farsœls drs. Sigurður H. Austmar, verkstjóri. | Axel V, Tulinius j forseti íþróttasambands íslands, foringi skátafélagsins Væringjar og formaður Bandalags íslenskra skáta. — Eins og áður er skýit frá í blað- inu, lézt A. V. Tulinius, fyrrver- andi sýslum., í Kböfn 8. des. s.l. eftir langa vanheilsu og fór bálför hans þar fram 14. s. m. Hér shal minnst nokkurra æfiatriða þessa merka áhugamanns og leiðtoga í þjóðlífi okkar íslendinga. Hann var íæddur í Eskifjaröarkaupstað 6. júní 1865, sonur Carl D. Tulinius kaupmanns og konsúls þar og konu hans Guðrúnar f*órarinsdóttur prófasts Erlendssonar, og er það beinn karlleggur frá Skarðverjum hinum fornu. —• Síra Bórarinn var sæmdarmaður í hvívetna og auðsæll dugnaðarmaður. Er það í minnum haft á Austurlandi, að er hann var prestur í Bjarnanesi, hélt hann skipi sinu til róðra frá Horni við Hornafjörð; var hann sjálfur for- maöur og var ávalt á vertíðinni, ei gaf á sjó, kominn fyrir dag frá Bjarnanesi út að Horni. Kona séra Þórarins, móðir frú Guðrúnar, var aí Hellisfjaröarætt. Carl D. Tulinius kom ungur til íslands 1856; var faðir hans læknir á eynni Pellworm við Suður-Jótland. Tuliniusættin er upprunnin frá Sviþjóð, en fluttist í 30 ára stríöinu til Þýzkalands og þaðan til Danmerkur og íslands. —• Foreldrar Axels voru valinkunn sæmdarhjón og bæði einkarvel lát in, Þau áttu 1 dóttur og 4 syni. Þórarinn stórkaupmaður i Khöfn og Carl kaupmaður á Fáskrúðsfiröi eru báðir látnir, en 2 systkinin eru enn á iífi, frú Agla Petersen í Danmörk og Otto Tulinius útgerðarmaður á Akureyri, Axel tók stúdentspróf í Rvík, en lauk próíi í lögum við Hafnarháskóla 1891, — 1892 varð hann fulltrúi bæjarfógetans í Rvík, frá 1. júlí 1894 settur sýslumaður í N.-Múlasýslu, en 1. jan. 1896 fékk hann veitingu fyrir S.-Múlasýslu og fluttist þá til Eskifjarðar. Árið 1895 kvæntist Axel Tulinius Guörúnu Hallgrímsdóttur biskups Sveinssonar, hinni ágætustu konu, Áttu þau 3 sonu, Hallgrím stórkaupmann, Carl framkvæmdastjóra og Erling lækni. — Suður-Múlasýslu þjónaði hann til ársins 1911, er hann lét af embætti vegna heilsubrests og fluttist þá bú- ferlum til Rvík.ur, — í fyrstu hafði hann þar með höndum ýms mála- færslu- og vátryggingarsförf, en 20. okt. 1918 stofnaði hann og ýmsir fleiri Sjóvátryggingarfélag íslands, með l1/^ miljón króna hlutaíé, — Hann var trá upphafi framkvæmda- stjóri félagsins og þrátt fyrir marga og mikla örðugleika og rótgróna vantrú og vanþekkingu utanlands og innan, á því að slíkt fyrirtæki mætti þrífast hér, tókst honum svo farsællega að stjórna öllum hag fé- lagsins, að það efldist fljótlega og gat fært út kvíarnar. — Félaginu stýrði hann með mesta prýði í samfeld 15 ár, en varð þá að láta af stjórn sakir heilsubrests. Féiag þetta hefir orðið landinu að ómetan- legu gagni og er bin mesta þjóð- þrifastoínun. Mesta menningarafrek er eftir A. Tulinius liggur, er forganga hans í íþróttamálum þjóðarinnar. — Þegar innan 20 ára aldurs stofnaði hann fimleikaíélag á Eskifiiði og 1894 er hann kom aftur til Austfjarða, stofnaði hann skotfélög og íim- leikaíélög, bæði á Seyðisfiröi og síðar á Eskifirði, þar sem hans naut lengur. íþróttafélagið á Eski- firöi var með nútímasniöi og leik- fimisáhöldum; var hann hvorttveggja i senn formaöur þess og kennari og efldi mjög úti- og inniíþróttir. Félagið sæmdi A. Tulinius gullúri í viðurkenningarskyni fyrir mikið og óeigingjarnt starf, er hann fluttist frá Eskifirði 1911. í Reykjavík varð hann brátt áhrifamikill í íþróttamál- um. Hann stofnaði fyrstur skáta- félagið Væringjar og hefir það síðan veiið öflugasta félagiö í Skátasambandi íslands, er Tulinius stofnaði. Vann hann i þariir skáta- sambandsins í fjölmörg ár, með snilld og elju, meðan heilsa entist. Skátafélagsskapurinn er nú orðinn einna fjölmennasti og bezt skipu- lagði æskulýðsfélagsskapur landsins. Hann var einn af helztu frumkvöðl- um þess, að íþróttasamband íslands (ÍSÍ) var stofnað árið 1912. Er það bandalag allra íþróttafélaga landsins. Var hann óslitið 14 ár formaður þess, og fyrsti heiðursfélagi, er hann lét af formennskunni. Eldri menn muna, hve almenn var hér deyið og áhugaleysi fyrir líkamsíþróttum áður en A. Tulinius kom til, með ást sína og áhuga á íþróttum. Mikla kosti bar hann til þess að áorka eins miklu og raun er á orðin. Hann var sjálfur hinn mesti íþróttamaður, sterkur vel, snar og liðugur, stór maður vexti, fríður sýnum og höfðinglegur. Um hann er sagt, að hann var ástsæll æsku- lýðsleiðtogi og giítusamur afreks maður með þjóð vorri. E. S a m e i n i n g i n í Reykjavík. Sameining Alþýðuflokks- ins og kommúnista í Rvík við bæjarstjórnarkosning- arnar samþykkt með 42 atkv. gegn 29 á fulltrúa- ráðsfundi Alþýðuflokksins. Alþýðuflokkurinn í Rvík hefir nú samkv. fundarsamþykkt fulltrúaráðs sameinast kommúnistum við upp- stillingu á lista við bæjarstjórnar- kosningarnar. Einingin er þó ekki meiri en það, að 29 fulltrúar af 71 greiða atkvæði gegn sameining- unni. Má því ætla, að hagnaður- inn af þessu herbragði verði mjög vafasamur. Pað vekur eftirtekt allra, hversu hinir gætnari flokks- menn Alþ.fl. eru settir hjá. Jón Baldvinsson, sem var í 5. sæti á fyrirhuguðum sérlista Alþýðuflokks- ins, neitaði að vera á sameiginl. listanum, þar sem honum var boð- ið 29. sæti og Ól. Friðriksson, sem var þar í 6. sæti (næstur Jóni) er ekki tekinn á samfylkingarlistann. Gefur þetía ástæðu til að ætla, að þátttaka hinna lýðræðissinnaðri Alþýðuflokksmanna f Rvík verði ekki mikil í þessum kosningum, BÆKUR OQ RIT i. Erla: Hélublóm. — Kvæöi. Útgetandi Helgi Tryggvason. R.vík 1937. Höíundur þessarar ljóðabókar er sjálfmenntuð bóndakona austur í Vopnafirði, 9 barna móðir, Guð- finna Þorsteinsdóttir að nafni. Við önn hversdagslífsins í hrörlegum torfbæ hafa ljóð þessi skapast, og bera þau þó hvergi mörk eða ein- kenni lífsþreytu önnum kafinnar sveitakonu. Ef tillit er tekið til kringumstæöna þessarar konu, má telja hana standa framarlega meðal íslenzkra skáldkvenna. Bera kvæðin: »Við hliðið* og »Steinunn í Vik« þess ljósastan vott. Einnig þýðingar hennar á Ijóðum eilendra höfunda. Margar stökur hennar eru og góðar, svo sem þessi: »Oft ég fanga yndi bezt úti á gangi um laufgan haga. Blómin anga einna mest eftir langa sólskinsdaga«, En það sem fyrst og fremst gefur bókinni gildi, er hinn hlýi blær yfir ljóðunum, er vitnar um, að bak við þau slái gott hjarta, II. Sigurdur Thorarínsson: Das Dalvik — Beben in Nord/sland 2. júní 1934, Rit þetta er skýrsla um rann- sóknir Sigurðar T’órarinssonar jarð- fræðings á jaröskjálftunum á Norð- urlandi sumarið 1934. Er það sér- prentun úr sænska ritinu: Geografiska Annaler. í því eru m, a. nokkrar ágretar ljósmyndir af húsum og bæjum, sem sprungu eða hrundu í jarðskjálftunum, og ennfremur upp- drættir og línurit, Pá eru þar lýs- ingar af þvl, hvernig hræringarnar lýstu sér á hinum ýmsu stöðum á landinu, þar sem þeirra varö vart. Eru þær teknar flestar eftir bréfum, sem höf. hafa borist. III. Árni Fríðríksson: Margt býr í sjónum. Bók handa börnum og unglingum, með 32 mynd- um. Ólafur Erlingsson Reykjavík, ísafoldarprent- smiðja h. f. — Bók þessi, sem blaðinu hefir ný- lega borizt, er í senn skemmtileg og fræðandi, og því hin ákjósan- legasta unglh'gabók, Höfundurinn hefir áður ritað »Villidýrasögur*, er hlutu ágætar vinsældir meðal ung- linganna. Þessi bók fjallar aftur á móti um vatna- og sjávardýr, svo sem: illhveli, flugfiska, rafmagnaða fiska, fiska með lungum og fiska Samdráttur konimúnista og krata. I flestum kaupstöðum landsins hafa Alþýðuflokkurinn og kommún- istar sameiginlegan lista og sam- eiginlega starfsskrá viö væntanleg- ar bæjarstjórnarkosningar. Iléi á Akureyri róa þeir fram með tvo lista, en starfsskráin virðist þó vera sameiginleg, að því er séð .verður af síöustu blöðum flokkanna. — í rafveitumálinu ber ekkert á inilli, iðnaðar- og útgerðarmálum ekki heldur, — báöir vilja m. a. skipu- leggja fisksöluna í bæinn, — lík- lega koma upp einhverri fiskimála- nefnd í því skyni, og um tunnu- smtðina bera þeir fram samhljóða tillögur. í byggingarmálum og upp- eldismálum ber þeim ekkert á milli. En í landbúnaðarmálum greinir þá nokkuð á. Alþýðufl. vill að bærinn stofnsetji kúabú, en kommúnistar vilja aftur á móti, að baerinn styðji einstaklingana til að framleiða mjólk til eigin þarfa, m. a. með því að láta fátækum heimilum í té brotin og girt lönd við vægu verði. Annars minna þessar áretlanir á 4 ára áætlun Alþýðuflokksins fyrir kosningarnar 1934, Þeir fáu liðir áætlunarinnar, sem framkvæmdir haía verið, hafa mælzt mjög illa fyrir meðal allrar alþýðu. — Ekki skorti fyrirheit um hverskonar skipulagningu í því plaggi. — Og vér höíum fengið hana, t, d. í af- urðasölunni, Alþýða bæjanna getur víst gert það upp við sjálfa sig, aö hve miklu leyti hagur hennar hefir batnað við þá skipulagningu. 10 eistu menn á lista Sjáit- stædistiokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar í R vík eru sem hér segir: Guðm. Ásbjörnsson Bjarni Benediktsson Jakob Möller Guðrún Jónasson Guðm. Eiríksson Valtýr Stefánsson Helgi H. Eiríksson Jón Björnsson kaupm. Gunnar Thoroddsen Pétur Halldórsson Efstur á lista Framsóknarflokks- ins er Jónas Jónsson. Á sameiginlegum lista Alþfl. og kommúnista: Stefán Jóh. Stefánsson. sem klifra í trjám o. s. frv. — Mun þessi bók hins kunna fræði- manns opna mörgum ungum les- endum nýja heima. Frágangur all- ur er hinn vandaðasti af hálfu út gefauda. —

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.