Íslendingur


Íslendingur - 14.01.1938, Side 3

Íslendingur - 14.01.1938, Side 3
ISLENDLNGUK 3 \ Það tilkýniiist að maðurinn minn, Manases Quðjónsson, andaðist að heimili sínu sunnudaginn 9, jan. Jarðarförin er ákveðin að Ytri-Bægisá föstudaginn 21. s. m. kl.ll fyrir hádegi. Barká 12. jan. 1938. Aðalheiður Jónsdóttir. Síldarverksmiðja í Pórshöfn á Langanesi. Nú er mikið rætt og ritað um byggingu nyrrar síldarverksmiðju, oe hvar helzt hún eigi nú að standa. Allir eru þeirrar skoðunar, að hér á Norðausturlandi sé þörfin mjög aðkallandi. Og eftir reynslu með síldargöngur, ég vil leyfa mér að segja frá ómunatiö, hefir aldrei brugðist síld hér öðruhvorumegin við Langanes. Enda er nú á Al- þingi flutt frumvarp um stækkun eða byggingu við Raufarhafnarveik- smiðjuna. Lví skal ekki neitað, að Raufarhöfn liggur mjög vel við, þar sem, eins og áður er tekið fram, að síldarmergð bregzt aldrei hér á miðunum við Langanes. — En þar sem á að reisa stóra síldar- verksmiðju, eins og t. d. talað er um á Raufarhöín, verða menn að gera sér það ljóst, aö einhver skil- yrði séu fyrir, að hið vinnandi fólk geti haft möguleika á aö lifa sam kvæmt kröfum tímans, fái t. d. nægilegt land til ræktunar, svo fjöfskyldumenn geti í sínum frí stundum frá hinni aröbæru verk smiðjuvinnu, búið í haginn fyrir sig og sina afkomendur, með rækt- un landsins, svo þarna megi upp- ala þjóðfélagsþegnana samkvæmt þekkingu nútímans. — Því það er þegar vitaö, að uppeldi barna er ómögulegt, þar sem ekki er gnægð mjólkur, eu á þvi er alltaf skortur, þar sem ræktun er lítil eða engin, eins og t. d. yrði tilfellið þar á Raufarhöfn. Lví ræktunarmöguleikar eru þar mjög svo torsóttir. Líka þurfa aö vera góð skilyrrti til raf lýsingar með vatnsafli. En á því er algerlega skortur þar á Raufaihöfn. Oliuknúnar vélar til þeirra hluta eru of dýrar í rekstri. Enda ekki sæmandi nútímamenningu í þessu fossauðuga landi að láta þessa náð- argjöf hinna æðri máttarvalda ó- hagnýtta. Lá skyldi maður nú ætla, að ekki mætti vanta gott og heil- næmt neyzluvatn. Mér vitanlega er þar á Rauíarhöfn mjög miklum vandkvæöum bundið að leiða þang- að vatn. Og dreg ég það í efa, að það geti orðið það sem kallað er heilnæmt og gott til manneldis, — Höfnin eins og hún er veröur að teljast sæmileg, þegar miðað er við að nota hana aðeins yfir hásumarið. Ló hefir nú reyndin orðið sú, að ef þrálát austan eða norðaustan átt hefir verið að sumrinu, sem oft á sér staö, þá getur verið mjög vont, og jafnvel ómögulegt að komast inn gegnum sundið. Enda komið fyrir í júlímánuði, að skip hefir orðið að snúa frá og leita sér lægis hér á Lórshöfn. En eftir að inn er komið, er þessi litli pollur mjög gott aídrep fyrir öllum veðr- um, það sem hann nær. En hvtrgi nærri íullnægjandi, eí þar ætti að koma stór verksmiðja til viðbótar þeirri sem fyrir er, eins og gert er ráð fyrir í írumvarpi því um fimm þúsund mála verksmiðju, sem þeir flytja nú á Alþingi Jóhann Jósefsson og Bjarni Snæbjörnsson. Enda er það einkennandi, að allt eru það Sunnlendingar, sein aö þessu frum varpi standa. Lað mætti þó ætla, | Ný síldarverksmiöju- stjúrn. Á síðasta Alþingi voru sam- þykkt ný lög um Síldarverksmiðjur ríkisins. — Með þeim hefir þjóðin væntanlega losnað við einræði Finns Jónssonar í síldarsölumálum. í stjórn verksmiðjanna voru kosnir hlutfallskosningu (samkvæmt nýju lögunum) þeir: Sveinn Benedikts- son og Jón Þóiðarson (Sigluf ) af hálfu Sjálfstæðisflokksins, Þormóð ur Eyjólfsson og Þorst. M. Jóns- son af Framsókn og Finnur Jóns- son af Alþýðufl. 7. þ, m. kom verksmiðjustjórnin saman á fund í Rvík. Ákvað hún þar að kaupa síld í verksmiðjurnar föstu verði á næsta sumri eins og tíðkast hefir undanfarið. Forinaður stjórnarinnar verður Þormóður Eyjólfsson, en fram- kvæmdastjóri næstu 3 ár Jón Ounnarsson, sem áður hefir verið frainkv.stj. verksmiðjanna Mannvalið hjá Framsökn. «Dagur« í gær lætur mikið af því, hve gott mannval sé á lista Eramsóknarmanna. Tekur hann til dæmis, að annar inaður listans sé þjóðkunnur gáfumaður og skáld. (L br. min). Fótt hagmælekan sé ekki öllum gefin, munu flestir llta svo á, að hún út af t'yrir sig hafi enga hag- kvæma þýöingu fyrir bæjarstjórnina. Fá hefði verið réttara að geta um það, að 6. maður listans væri ágæt lega syndur, því fátt er bæjarstjórn inni nauðsynlegra en að geta fleytt bæjarfélaginu á björgunarsundi yfir ýmsa öröugleika, er það á við að strlða, og sem Framsóknarflokkur- mn þeíir lagt á þaö siðustu árin. Z. Læknavaktir. Samkv»mt samningum við Sjúkrasaml. Akureyrar hefir Lækna- félag Akureyrar skuldbundi'ð sig til að liafa ávallt lækni á vakt á nóttu, frá kl. 8 að kvöldi til kl. 8 að morgni, og á helgi- og sunnudögum. Sjúkrasamlagið greiðir aðeins 3/4 læknishjálpar á þess- um tíma og aðeins þeim lækni, sem þá hefir vakt, nema sé um slys að ræða. Þar sem ekki koma út blöð daglega í bænum, þá er ekki Iiægt að tilkynna jafnharðan hvaða læknir er á vakt. Fólki er því bent á það, að listi yfir vaktirnar liggur ávallt frammi i báðum apótekun- um og á símastöðinni, og er því þar alltaf hægt að fá upplýsingar .— Fólk athugi ennfremur að tilkynna skal lækni fyrir kl. 4 e. h. óskist heimsókn þann dag. að Norðlendingar væru koslum Raufarhafnar eins kunnugir. — Og væri rétt í því sambandi, að benda á samþykktir íjórðungsþingsins, sem haldið var á Akureyri 21.—23. nóv. s.l, og þar sem komnir voru sam an útgerðarmenn úr hinum ýmsum verstöðvum þar við Eyjafjörð og víðar. — Framh. Marinó Qlason. FfJÉTTIR. I.O.O.F. = 1191149 = 9V„ = O Kirkjan: Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnud. kl. 2 e. h. Sjálfstæðfskvennafé/. ,Vörn' heldur fund í bæjarþingsalnum kl. 3 s. d. 16. þ. m. Áríðandi að allar félagskonur mæti, Guðsþjónustur í Grundar- þingaprestakalli: Munkaþverá suunudaginn 30. jan. kl. 12 h. d. Möðruvöllum sunnud. 6. febr. kl. 12 h. d. Dánardægur. S. 1. sunnudag andaðist aö lieimili sínu, Barká í Hörgárdal, bóndinn þar, Manases Guðjónsson Manasessonar, Bana- mein hans var lungnabólga. Aða/tundur íþróttafél, »Fór« vetður haldinn í Skjaldborg n. k. sunnudag. — Nánar auglýstur með götuauglýsingum. Fjá rni a/aráðaneytið, heíir skipað í ríkisskattanefnd: Jónatan Iiallvarðsson, Gunnar Viðar og Pál Zophoniasson. Leiðrétting í fréttapistli um bjónaefni í síðasta tbl. >ísl.« var slæm villa, sem lesendur eru beðnir að athuga. Far stóð: Baldur Guð- mundsson, en átti að vera Baldvin Ásgeirsson. Hjá/præðisherinn. Sunnud. kl. 11 bænasamkoma, kl. 2 sunnudaga- skóli, kl. 8,30 opinber samkoma. Frú Adjutant Överby frá Reykjavík stjórnar. ^Dronning Alexandrine« kom hingað frá Reykjavík í fyrra- dag, Er það fyrsía ferð frá Rvík síðan nokkru fyrrir jól og kom þv( með henni nál. 3ja vikna foröi af dagblaðapósti. Lltur ekki út fyrir aö mikið tillit sé tekiö til höfuðstaö- ar Norðurlands hjá þeim, er ráöa yfir strandferðunum, og er almenn óánægja vöknuð yfir því hér í bæn- um. — Fór skipið aftur héðan kl.í 9 í morgun. Meðal farþega voru: Jón- as Fór og frú og Jakob Kvaran kauprn., öll á leið til útlanda. FRANSKA STJÚRNIN sagðiaf sér kl. 4 í morgun. Einari M. Einarssyni skipherra á »Ægi« vikið frá starfi. — Hinn 27. des. var Einari M. Ein- arssyni skipherra á varöskipinu »Ægi< vikið írá skipstjórn um stund- arsakir, en í lians stað valinn Jóhann P. Jónsson skipherra. Á- stæðan fyrir frávikningu Einars er talin vera óvarlegar tökur togara, og hafi hæstaréttardómar nydega gengið á móli honum. Kventélagið »Voröld< heldur skemmtisamkomu að Munkapverá laugardaginn 15. janúar. Byrjar kl. 9 e. h, — Hlutavelta, söngur (kór kvennaskólans á Laugalandi), upp- lestur og dans. Haraldur spilar, — AÖgangur 1 kr. — Yeitingar fást á staðnum, — Sauinanámskeið. Við undirrilaðar höldum sauma- námskeið, er hefst 15. þ. m. Kennt verður frá kl. 1-4 og 4—7. Mán- aðargjald 15 krónur, Saumastofan Hafiiarstræti 29. Dagga og Jóna. Kenni sömuleiðis teppaflos á saumavélar tvisvar í viku frá kl. 8 — 10 e- m. Dagga. Oóð íbúð, 2—3 heibergi með nýtízku þægind i;m óskast 14. maí. Tvennt full- oiðið í heimili. — Upplýsingar í síma 45. — íbúðarhúsið >LAMBHAGI< á Dalvík er til sö!u. Hagkvæmir greiðsluskil- málar. — Upplýsingar hjá Steíáni Árnasyrii, Þingvalla- stræti lö, Akuieyri, og Sig- urði Þorgilssyni, Dalvík. Kjósið D-iistann Bæjarstjörastaðan á Akureyri er laus til umsóknar og vetður veitt í næsta mánuði- — Nánari upp- lýsingar fást á skriístofu bæjarstjóra og skal skila umsókhum þangað fyrir 3. febrúar næstkomandi. Bæjarstjórinn á Akureyri, 13 janúar 1938. Steinn Steinsen.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.