Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 6
1. september 2011 FIMMTUDAGUR6 VINNUMARKAÐUR Atvinnuleysi í löndum Evrópusambandsins mæld- ist 9,5 prósent í júlí síðastliðnum, en var tíu prósent í evrulöndunum. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, en þessar tölur eru eilítið lægri en á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir því að um 22,7 milljónir manna og kvenna hafi verið án atvinnu. Fæstir voru atvinnulausir í Austurríki, 3,7 pró- sent, en mest var atvinnuleysið á Spáni, rúmlega 21 prósent. Atvinnuleysi á Íslandi var 6,6 prósent í júlí en í Bandaríkjunum var það 9,1 prósent. - þj Vinnumarkaðurinn í Evrópu: Um 10% í ESB eru atvinnulaus VÍSINDI Ástralskir stjörnufræð- ingar hafa uppgötvað plánetu sem virðist vera að nær öllu leyti úr demanti. Hún er fleygiferð á braut um smástirni í vetrarbraut okkar. Plánetan er mun þéttari en nokkur sem fundist hefur og er einkum úr kolefni. Vísindamenn hafa því reiknað út að hún hljóti í raun að vera einn stór demantur. Hún er tvær klukkustundir að fara hring um litla nifteindastjörnu, á sporbaug sem er svo smár að hann kæmist fyrir inni í þeirri sól sem vermir jörðina. Fjársjóðsleitarmenn geta hins vegar sleppt því að búa sig undir geimkapphlaup að sinni því plán- etan er nokkuð langt utan seiling- ar, eða 4.000 ljósár frá jörðu. - sh Risavaxinn gimsteinn á flugi: Heil pláneta úr demanti fundin Stal fjórum lærum Tæplega fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Vesturlands fyrir að hafa farið í heim- ildarleysi inn í bílskúr á Akranesi og stolið þar fjórum lambalærum, ullarfóðruðum kerrupoka, vinnusam- festingi og reiðhjólahjálmi. DÓMSMÁL DANMÖRK Skattar og gjöld á óhollar neysluvörur munu hækka töluvert, komist Jafnaðarmenn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn til valda í kom- andi kosningum í Danmörku. Flokkarnir hafa tekið höndum saman um mörg sameiginleg bar- áttumál og í einni áætlun þeirra sem ber yfirskriftina „sanngjörn lausn“ er gert ráð fyrir því að fjár- magna verkefni á heilbrigðissviði með því að hækka álagningu á sígarettur og óhollan mat. Samkvæmt því mun jafngildi 220 íslenskra króna leggjast á hvern sígarettupakka, 22 krónur á hvern lítra af sykruðum gos- drykk, og tæpar 100 krónur á 200 gramma plötu af súkkulaði. Auk þess munu gjöld aukast á feitt kjöt, rjóma og aðrar feit- ar mjólkurvörur, en með þessum aðgerðum er stefnt að því að afla um 86 milljarða íslenskra króna. Þar af skulu tæpir 70 milljarð- ar renna til bættrar þjónustu á sjúkrahúsum landsins. Danskir reykingamenn greiða í dag að jafngildi 750 íslenskra króna fyrir pakkann. Í Noregi er verðið hins vegar miklum mun hærra, eða um 1.750 íslenskar. - þj Vinstri flokkarnir í Danmörku vilja hækka álögur á tóbak, feitan mat og nammi: Óhollusta fjármagni heilbrigðiskerfið DÝR ÓSIÐUR Vinstri flokkarnir í Danmörku vilja hækka álögur á tóbak og aðra óhollustu til að bæta heil- brigðiskerfið. Þessi herramaður þarf að minnka við sig í reykingunum ef af hækkununum verður. NORDICPHOTOS/AFP VITA er lífið Bodrum VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is 6. - 17. september Verð frá 101.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar m.v. 2 í herbergi á Park’im Ayaz*** í 11 nætur Innifalið: Flug, skattar, gisting með hálfu fæði og íslensk fararstjórn * Verð án Vildarpunkta 111.900 kr. Hálft fæði ÍS LE N SK A/ SI A. IS V IT 5 59 14 0 8/ 11 AKUREYRI Bæjarráð Akureyrar hefur heimilað færslu 22 milljóna af fjárhagsáætlun síðasta árs yfir á yfirstandandi ár í málaflokkum félagsþjónustu og fræðslu– og upp- eldismála. Í tilkynningu kemur fram að góður rekstur síðasta árs hafi skilað sér í rekstrarafgangi sem var færður yfir á þetta ár. Þá er haft eftir Eiríki Birni Björgvins- syni bæjarstjóra að þessi færsla sé hvatning til starfsfólks um að gera enn betur og þakklætisvottur fyrir vel unnin störf. - þj Fjármál Akureyrar: Færa 22 millj- ónir milli ára EFNAHAGSMÁL Lán til heimila höfðu verið færð niður um samtals 143,9 milljarða króna frá hruni hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum í lok júlí 2011. Þetta kemur fram í tölum sem Samtök fjármálafyrir- tækja hafa safnað saman og birtu í gær. „Þarna eru tekin saman öll fjár- málafyrirtækin á lánamarkaði auk Íbúðalánasjóðs og lífeyris- sjóðanna. Það er því búið að safna saman þarna öllum þeim niður- færslum lána sem búið er að fram- kvæma en þeirri vinnu er þó ekki lokið,“ segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjár- málafyrirtækja. Guðjón segir blasa við að um verulegar niðurfærslur sé að ræða og við þær bætist miklar niðurfærslur á fyrirtækjahlið- inni. Það sé hins vegar mjög mis- jafnt hvernig þær hafa komið við fjármálafyrirtækin. Í tölunum kemur fram að alls hafi borist umsóknir um niður- færslu á 13.437 lánum á grundvelli 110 prósent leiðar stjórnvalda sem gildir fyrir lán vegna fasteigna- kaupa. Þar af hefur 7.551 umsókn verið samþykkt en 1.097 verið hafnað. Enn á eftir að fara yfir 4.789 umsóknir sem eru flestar á forræði Íbúðalánasjóðs Um sértæka skuldaaðlögun sóttu 1.640 heimili og hafa 826 hlotið samþykkt en 179 verið hafn- að. Enn á eftir að fara yfir 635 umsóknir. Megnið af þeim niðurfærslum sem orðið hafa er vegna endur- útreikninga á gengistryggðum lánum sem dæmd hafa verið ólög- mæt. Hefur verið lokið við endur- útreikning 98,7 prósenta gengis- lána, að fjárhæð 119,65 milljarða. Lán einstaklinga verið af- skrifuð um 143,9 milljarða Niðurfærsla á lánum einstaklinga hefur numið 143,9 milljörðum króna í alls 80 þúsund málum. Um 120 milljarðar eru til komnir vegna endurútreikninga gengistryggðra lána. 13.437 sóttu um 110% leiðina. Niðurfærslur lána frá bankahruni Umsóknir Samþykktar Hafnað Í vinnslu Fjárhæð í milljónum króna Fjármálafyrirtæki - 110% leið 7.887 6.844 344 699 16.790 Íbúðalánasjóður - 110% leið 5.082 632 543 3.907 1.650 Lífeyrissjóðir - 110% leið 468 75 210 183 211 110% leiðin samtals 13.437 7.551 1.097 4.789 18.651 Sértæk skuldaaðlögun 1.640 826 179 635 5.573 Fjöldi lána Útreikningum lokið Útreikingar í vinnslu Fjárhæð í milljónum króna Gengistryggð íbúðalán 12.659 11.800 859 78.998 Gengistryggð bifreiðalán 59.471 59.410 61 40.648 Samtals endurútreikningar 72.130 71.210 920 119.646 ÍBÚÐARHÚSNÆÐI Alls var sótt um niðurfærslu rúmlega 13.400 lána á grundvelli 110% leiðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Andrea J. Ólafsdóttir, formað- ur Hagsmunasamtaka heimil- anna, segir skrýtið að telja endur- útreikninga gengistryggðra lána til niðurfærslna. „Þarna er verið að tala um 144 milljarða í niðurfærslu en þar af eru ekki nema 25 milljarðar sem eru raunveruleg niðurfærsla. Hve- nær ætla fjármálafyrirtækin að læra það að þau brutu af sér? Þau lánuðu ólöglega. Þetta eru því ekki niðurfærslur eða afskriftir heldur leiðrétting,“ segir Andrea og bætir því við að ekki hafi verið nægilega mikið gert til að koma til móts við skuldara. Sérfræðingahópur á vegum stjórnvalda skilaði í nóvember á síðasta ári mati á kostnaði við þær leiðir sem stungið hafði verið upp á til lausnar á skuldavanda heim- ilanna. Komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að flöt niðurfærsla fasteignaskulda um 15,5 prósent myndi kosta 185 milljarða króna. Niðurfærsla skulda miðað við upp- haflega lánsfjárhæð myndi kosta 155 milljarða króna og niðurfærsla skulda að 110 prósent af verðmæti fasteigna myndi kosta 89 millj- arða. Þá myndi lækkun vaxta kosta 24 milljarða á ári og hækkun vaxtabóta 2 milljarða á ári. Í tölum sérfræðingahópsins var hins vegar ekki gerður greinar- munur á gengistryggðum íbúða- lánum og öðrum íbúðalánum. Gengistryggð íbúðalán voru síðar dæmd ólögmæt og því birtist kostnaðurinn sem metinn var við 110 prósent leiðina að þó nokkrum hluta í endurútreikningum á geng- islánum. magnusl@frettabladid.is KJÖRKASSINN Á að rannsaka aðdraganda þess að íslensk stjórnvöld studdu árásir NATO í Líbíu? JÁ 31,6% NEI 68,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telurðu rétt að lækka tolla á innflutt kjöt? Segðu þína skoðun á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.