Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.09.2011, Blaðsíða 24
24 1. september 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Hannes Pétursson skrifaði skondna grein í Fréttablaðið nú fyrir skömmu þar sem hann hjó létt til manns og annars að fornum sið. Eitt þarf þó að leiðrétta í máli hans og það snýr að nafna mínum Goethe. Hannes heldur því fram (reyndar eins og flestar handbæk- ur enn) að Goethe hafi fundið upp hug- takið heimsbókmenntir, á þýsku Welt- literatur. Það er ekki rétt. Sá sem fyrstur kom því á prent svo vitað sé hét August Ludwig Schlözer og var hann merkur sagnfræðingur í Göttingen á 18. öld, svo merkur að hans var getið í Encyclopædiu Britannicu fram á síðustu öld. Skemmtilegast og skondnast við þessa staðreynd er þó hin staðreyndin að hann fann upp á þessu orði í litlu kveri sem heitir Isländische Litteratur und Gesch- ichte og kom út árið 1773 eða 54 árum áður en Goethe ropaði orðinu upp úr sér við aðdáanda sinn Jóhann Pétur Ecker- mann. Svona sagðist Schlözer á sínum tíma: „Es gibt eine eigene Isländische Litteratur aus dem Mittelalter, die für die gesammte Weltlitteratur eben so wichtig, und großenteils außer dem Nor- den noch eben so unbekannt, als die Ang- elsächsische, Irrländische, Rußische, Byzantische, Hebräische, Arabische, Sinesische, aus eben diesen düstern Zei- ten, ist.“ Á íslensku hljóðar það kannski einhvern veginn svo: „Það eru til íslensk- ar bókmenntir frá miðöldum, nánast óþekktar utan norðursins, sem eru jafn mikilvægar fyrir heimsbókmenntirnar allar og hinar engilsaxnesku, írsku, rússnesku, býsönsku, hebresku, arab- ísku, kínversku frá þessum sömu myrku tíðum.“ Það var kannski bara kominn tími á íslenskar heimsbókmenntir í Frankfurt eftir næstum 240 ára bið! Af heimsbókmenntum Menning Gauti Kristmannsson dósent við HÍ Skemmtilegast og skondnast við þessa staðreynd er þó hin staðreyndin að hann fann upp á þessu orði í litlu kveri sem heitir Isländische Litteratur und Geschichte og kom út árið 1773. V estmannaeyjar eru rótgróinn útgerðarbær sem á allt sitt undir auðlindum hafsins. Því er rétt að leggja við eyrun þegar forsvarsmenn bæjarfélagsins tjá sig um hvernig nýtingu þeirra auðlinda skuli háttað. Í fyrradag lagði bæjarráð Vestmannaeyja fram umsögn um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum. Þar kemur fram að verði frumvarpið samþykkt muni það ríða útgerðar- fyrirtækjum í bænum á slig og valda svo mikilli fólksfækkun að ekki „verður séð að aðrir viðburðir í sögu byggðar í Vestmannaeyjum muni hafa áður haft viðlík áhrif á samfélag Eyjamanna nema ef til vill eld- gosið 1973 og Tyrkjaránið 1627“. Freistandi er að afskrifa svona upphrópanir sem skrum og áróð- ur. Sýnum kjörnum fulltrúum Vestmannaeyinga hins vegar þá kurteisi að taka þá alvarlega og gefa fullyrðingum þeirra gaum. Erfitt er að leggjast í raun- hæfan samanburð á Tyrkjarán- inu 1627 og hugsanlegum breytingum á kvótakerfinu með tilliti til íbúaþróunar. Látum það því liggja milli hluta. Vestmannaeyjagosið 1973 er nærtækara dæmi. Lítum betur á það. Árið 1972 voru Vestmannaeyingar 5.179 talsins. Eftir gos 1973 fækkaði þeim snarlega. Lægstur varð íbúafjöldinn 4.369 manns árið 1974 og hafði þar með fækkað um 810 frá því fyrir gos. Ekki lítil blóðtaka það. Vestmannaeyingar réttu hins vegar furðu fljótt úr kútnum; frá 1975 fjölgaði þeim jafnt og stöðugt allt til ársins 1991. Þá var fjöldi íbúa orðinn 4.923, aðeins 256 sálum færri en árið fyrir gos. Það er allgóður árangur. Árið 1991 varð hins vegar viðsnúningur á þessari þróun. Næstu sautján ár í röð fór Eyjamönnum fækkandi og voru árið 2008 ekki nema 4.055; 856 færri en þeir voru 1991. Hér höfum við tvö tímabil, álíka löng. Það fyrra, sem við getum kallað eftirgosárin, byrjar á snarpri fólksfækkun í kjölfar náttúru- hamfara en fljótlega fer íbúum aftur fjölgandi þar til þeir hafa næst- um náð fyrri fjölda. Seinna tímabilið, frá 1991 til 2008, einkennist hins vegar af stöðugri fólksfækkun í sautján ár í röð. Hvernig sem á það er litið er samanburðurinn seinna tímabilinu í óhag. Ekki aðeins fækkaði Eyjamönnum meira á þessu tímabili en í kjölfar gossins, bæði í rauntölum og hlutfallslega, heldur var þróunin neikvæð allan tímann. Það var ekki fyrr en eftir bankahrunið sem Eyjamönnum tók að fjölga á nýjan leik og eru nú í kringum 4.200 – rúmlega 700 færri en þeir voru 1991 og rúmlega 160 færri en árið eftir gos. Hvað gerðist árið 1991 sem olli því að Vestmannaeyingum hætti að fjölga og við tók langt tímabil fólksfækkunar? Svarið við því er sjálfsagt ekki einhlítt. Frjálst framsal aflaheimilda, sem var heim- ilað þetta ár, hefur varla haft mikil áhrif því hlutdeild Vestmann- eyja í þorskkvóta á landsvísu hefur verið nokkurn veginn sú sama allt tímabilið. Hins vegar minnkaði sjálft aflamarkið smám saman. Í Vestmannaeyjum voru veidd um fjórtán þúsund tonn af þorski 1991 en aðeins um tíu þúsund tonn 2010. Með því fækkaði störfum. Það kallar fram sterk hughrif að setja fram varnaðarorð með til- vísun í náttúruhamfarir. Til þess var leikurinn eflaust gerður hjá bæjarráði Vestmannaeyja. Sannleikurinn er aftur á móti sá að þróun byggðar í Vestmannaeyjum var verri eftir 1991 en árin eftir gos. Sú blóðtaka varð þrátt fyrir það fyrirkomulag í fiskveiðistjórnun sem bæjarráðið í Vestmannaeyjum segir að ekki megi hrófla við án þess að allt fari til fjandans. Sögulegur samanburður krefst sögulegrar þekkingar. Gosið og kvótinn SKOÐUN Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 7 3 7 0 NÝ BRAGÐTEGUND– BÉARNAISE NÝ BRAGÐTEGUND– SÍTRÓNA OG KARRÍ Einkaskólasagan Einu sinni var einkaskóli. Hann stóð fyrir námskeiðahaldi og gekk svo vel að á endanum samdi ríkið um að styðja skólann um ákveðna upphæð á ári. Krafan var að nemendur yrðu ekki færri en 35. Ekkert dró úr vinsældum skólans og stjórnendur hans voru stór- huga, svo þeir buðu upp á fjölbreyttara nám. Fengu það meira að segja viðurkennt af ríkinu, þó skýrt væri tekið fram að það væri ekki ávísun á frekari fjárstuðning; um slíkt þyrfti að semja. Stjórnendur auglýstu námið sitt og nem- endur flykktust að, urðu á endanum um það bil 130. Það kostar peninga, peninga sem ekki voru til. Því var ákveðið að fara þess á leit við ríkis- valdið að reiða fram aukið fé. Það gekk erfiðlega, enda stóð niðurskurður í öllu menntakerfinu yfir. Því kom sú staða upp að óvíst var hvort skólinn gæti staðið við skuldbindingar sínar. Hvað með önnur fyrirtæki? Nokkurn veginn svona hljómar saga Kvikmyndaskóla Íslands. Stórhuga einstaklingar stofnuðu fyrirtæki, það óx en stóð ekki undir sér án frekari fjárstuðnings ríkisins. Um hann var ekki samið. Eftir stendur spurningin hvort öll einkafyrirtæki eiga rétt á sömu fyrirgreiðslu. Furðuskýringin Margar aðrar skýringar hafa komið fram á stöðu skólans. Ábyrgðinni hefur ítrekað verið velt á ríkisvaldið, en minna hefur farið fyrir því að stjórnendur skólans séu spurðir að því hvers vegna nemendur voru teknir inn án þess að fjármagn til að kenna þeim væri tryggt. Íslandsmet í furðuskýringu á málinu hlýtur Björn Brynjólfur Björnsson kvikmyndagerðarmaður þó að eiga, þegar hann veltir því upp hvort viðkvæmni Vinstri grænna valdi ástandinu. Georg Bjarnfreðarson hafi verið gerður félagi í flokknum og því sé heil menningargrein látin líða fyrir. Lifi málefnaleg rökræða. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.