Íslendingur


Íslendingur - 11.02.1944, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.02.1944, Blaðsíða 1
XXX. árg. Ritstjóri og afgreiðslum.: Jakob O. Pétursson, Fjólugðtu 1. Sími 375. Pósthólf 118. Akurfyri, 11. febrúar 1944. I 7,- tölub. Skipulagsleysiö í f r am leiðslu málunum Eitt af lielztu vandamálum þjóðielas'sins um þessar mundir eru framlciðslumálin. Ríkissjóður greiðir miljónir ltróna á ári með útfluttum landbúnaðarafurðum, einkum kjöti, ull og gærum, og má nærri geta, að strax og krepp- ir svo að, að stilla verður útgjöld- um ríkissjóðs betur í hóf cn gert hefir verið síðustu árin, verður honum um megn að inna þessar greiðslur af hepdi. Aulc hinna beinu uppbóta, greiðir ríkissjóð- ur stórfé til að halda frámleiðslu þessara sömu vara í horfinu (mæðiveikivarnir o. fl.). Margir munif vera farnir að draga í efa, að þjóð vorri séu þessir búslcaparhættir hagkvæm- ir, að kosta kapps um framieiðslu á kjöti á borð erlendra neytenda, en láta síðan innlenda neytendur greiða nokkurn hluta framleiðslu- kostnaðari'ns með nýjum og nýjum sköttum í ríkissjóð. Þær raddir verða því æ háværari, er krefj- ast skipulagningar á framleiðsl- unni, þannig að lögð verði áherzla á að auka framleiðslu þeirra af- urða, sem góður markaður er fyrir innanlands, en draga úr framleiðslu þeirra útflutningsaf- urða, sem ekki fæst kostnaðar- yerð fyrir. / 1 4. hefti Eimreiðarinnar sl. ár ritar hagfræðingurinn ölafur Björnsson grein, er hann nefnir: »Er styrkjastefnan til frambúð- ar?« Er margt athyglivert í grein þessari, og ekki síður fyrir það, að hún er rituð út frá sjónarmiði hagfræðingsins en ekki atkvæða- veiðarans eins og svo ol't á sér stað í flokksblöðunum. Eftir að hafa rætt nokkuð um styrkjastefnuna, sem höf. telur miða að því að byggja upp nýtt hagkerfi, sem sé einskonar milli- stig milli hins »kapitalistiska« hagkerfis og hagkerfis þjóðnýt- ingarstefnunnar, farast honum svo orð: »Þess Irer þá fyrst að gæta í þessu sambandi, að opinberir styrkir eru elcki kállaðir af himn- um ofan. Hið opinbera verður einhversstaðar að afla sér tekna til þess að standast straum af þeim útgjöldum, sem af stýrkveit- ingunum ieiða, og verður þá hækkun skatta eða tolla sú leiðin, sem í flestuni tilfellúm verður að (f&í’ít, AnKnar aJögur til opinberra þarfa hljóta fyrst og fremst að lenda á þeini atvinnurekstri, sem á góðri fjárhagsafkomu að fagna, eða m. ö. o. gefur góðan arð. Hin arðbæra framleiðsla verður þannig að lialda hinni ó- arðbæru framleiðslu uppi. Nú kann einhver að svam þessu þannig, að ágóðinn sé ekki rétt- ur mælikvarði á þjóðfélagslega nytsemi franileiðslunnar. Skoðun þessi kann í mörgum tilfellum að hafa nokkuð til síns máls, en gall- inn er sá, að í þjóðfélagi, sem grundvallast á einkaeignarrétti og markaðsviðskiptum, er ágóðinn eini mælikvarðinn sem til er á það, hvort einhverskonar fram- leiðsla sé heilbrigð eða ekki. Ef fylgja ætti þeirri stefnu, að ríkið ætti ætíð að tryggja framleiðend- um framleiðslukiostnað, þannig, að taprekstur yrði óhugsandi, hlyti afleiðingin að meira eða minna leyti að verða sú, að drep- in væri öll hvöt l'ramleiðenda til þess að haga rekstri sínum á hag- kvæman hátt og keppa við að stunda þá framleiðslut, er mestan arð gæfi.......Það mundi ekki lengur vera aðalatriðið fyr'ir fram- lciðendur í einstakri atvinnu- grein að framleiða scm ódýrast og selja á sem beztum markaði, heldur hitt, að öðlast sem bezta aðstöðu til þess að fá styrk til framleiðslu sinnar af opinljeru fé. Ef reka á heilbrigðan þjóðarbú- skap.á gmndvelli einkareksturs, verður peningaágóðinn að verða mælikvarðinn á það, hvort fram- leiðsla í einhverri ákveðinni at- vinnugrein eigi rétt á sér eða ekki. Atvinnufyrirtæki, sem rekin eru með tapi, eiga að leggjast nið- ur og flytja það fjármagn og þann vinnukraft, sem við þau -starfar, yfir í aðra arðvænlegri framleiðslu. Tapreksturinn gefur einmitt til kynna, að þeir fram- leiðslukraftar, sem notaðir hafa verið í þágu hans, afkasti þar minna en þeir mundu gera ann- arsstaðar.« Hér er aðeins tekinn kafli úr grein hagfræðingsins, en þar er líka meginröksemdirnar að finna gegn styrkjastefnUnni. Það lætur að líkUm, að iitlu máli skiptir fyrir framleiðandann, hverja vöru hann framleiðir, ef ríkis- sjóðui* ábyrgist hon.Ui.il cotíð fram- leiðslukostnaSarvcrð, Mjólkuri framleiðandi í nágrenni víð beztu mjólkimnarkaði landsins tapar engu við að hætta nijól kurfram- leiðslu en framleiða í þcss stað dilkakjöt. En ríkissjóður mundi fá þyngri bagga að bera. Meira kjöt yrði að flytja út úr landinu, en það þýðir: meiri uppbótar- greiðslur fyrir ríkissjóð. Meðan ríkissjóður greiðir skilyrðislaust uppbætur á útfluttar sauðfjáraf- urðir hvar sem er á landinu, er hverjum stríðsgróðamanni í lófa lagið að koma sér upp fjárbúi og láta ríkissjóð greiða sér uppbótar- fé, s'em tekið væri með sköttum af almenningi. Þess munu og vera dæmi, að í héruðum, þar sem framleiðsla mjólkur er tiltölulega hagkvæm cn kjöti'ramleiðsla dýr. hafi emstakir bændui’ fækkað kúm en í'jölgað sauðfénu. Getur hver sem vill, farið nærri um, hversu hagkvæm slík breyting á búnaðarháttum er fyrir þjóðfélag- ið. — Mismunurinn á framleiðslu- kostnaði landbúnaðarvara í bin- um ýmsu héruðum landsins er geisi mikill. Einkum munar afar miklu á fóðrun sauðtfjár. 1 sumum héruðum þarf að ætla sauðkind- inni 2%—3 hestburði af heyi, — annarsstaðaii 1 hestlmi'ð eða minna. Ef eitthvert skipulag væri á framleiðslunni, mundi dilka- kjöt framleitt í þeim héruðum, sem komast af með minnst fóður handa fénu, en í hinum fóður- þyngri héruðum, sem oft eru í nánd við beztu mjólkurmarkað- ina, yrði álierzla lögð á mjólkur- framleiðslu. Og það er einmitt þetta skipulag er vantar.Ríkissjóð- ur getur ekki til lengdar risið undir því að greiða miljónir króna á ári í uppbætur á sauðfjárafurðir og því er það óumflýjanleg nauð- syn, að lireytt sé um búnaðar- háttu. Það ber ekki vott um bú- hyggindi Islendinga, að þeir skuli þurfa að flytja inn smjör frá Ameríku á sama tíma og þeir bera kjöt í hraungjótur. Skipulagning framleiðslunnar er þjóðarnauðsyn, sem enginn hugsandi maður má lolta augunum fyrir. Húri er ekki hagsmunamál flokks eða stéttar, heldur heillar þjóðar, sem þarfn- ast heilbrigðs ríkisbúskapar í nú- tíð og framtíð. ÁRSHATÍÐ Sjálfstæðisfélaganna á Akur- eyri verður haldin að Hótol Norð- urland laugard. 26. þ. m. Nánar tilkyrint síðar. LEIÐRÉTTÍNG, I viðtali við Lárus Thorarensen í síðasta blaði hafði misprentast á einum stað: Friðbjörn Níelsson fyrir F. Steinsson. Leiðréttist það hév með. Norska skáldið Nordahl Qrieg latinn. Ríkisutvarpið flutti þá fregn 4. þ. m., að hið víðkmma norska skáld, Nordal Grieg, væri látinn. Fór hann sem fréttamaður í einni af flugvélum Bandamanna, sem tóku þátt í loftárás á Bcrlín 31. desember sl., en flu'gvélin kom ekki aftur. Var fyrst álitið, að bami mundi liafa sloppið lifandi en verið tckinn hÖndum af Þjóð- verjuin, en síðar bárust fregnir- uni) að hann hali l'arizt. Nordahl Grieg sltrifaði einkum leikrit og ljóð. Frægast leikrita hans er ^Vár ære og var magt«, er kom út 1935. Er Þjóðverjar réðust inn í Noreg 1940, barðist skáldið í norska hernum gegn innrásarliðinu. Síðar komst Grieg til Bretlands og gekk í norska herinn í Skotlandi. Varð hann síð- ar höfuðsmaður í norska hernum og gerðist stríðsfréttamaðui*. Tók m. a. þátt í hernaðarflugferðum og dvaldi all-lengi hér á landk Síðan Þjóðverjar tóku Noreg, hef- if hann ort fjölmörg hernaðar- kvæði, scm dreift hefir verið ' nieð leynd um allan Noreg, en þau munu eiga drjúgan þátt í að herða upp huga norsku þjóðar- innar í baráttunni gegn ofbeld- inu. Kvæði hans bera öll vott um brennandi ættjarðarást og óbil- andi baráttuhug. Nordahl Grieg var fæddur 2. nóv. 1902 og því aðeins rúmlega fertugur að aldri, er hann féll frá. Hann kvæntist sumarið 1940 norsku leikkonunni, Gerd Egede Nissen, sem íslendingum er vel ltunn af dvöl hennar hér og leik- sýningum. Nordahl Grieg lét lífið fyrir þjóð sína, en kvæði hans mmiu lifa á vörum Norðmanna um ó- komin ár. SKIPSTJÓRARÍ Munið aðal- fundinn í Verzlunarmannahúsinu á sunnudaginn kl. 1. Hjúskapur. Ungfrö Lilja Kristjáusdóttir og Þórhallur Guðmundssop. híl- stjóri Eyrarveg 35 hér í bæ. JARÐHRÆRING fannst hér í bænum sl. föstudag kl. 5.30 síðd* og önnur á sunnu- daginn kl. rúml. 4. AHEIT á Strandarkirkju frá N, N. (gamall) 10 kr. afhent blach inUv

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.