Íslendingur


Íslendingur - 07.12.1949, Blaðsíða 1

Íslendingur - 07.12.1949, Blaðsíða 1
XXXV. árg. (SB Miðvikudaginn 7. desember 1949 47. tbl. „EÐLILEGRA HEFÐI VERIÐ .. .“ Alþýðumaðurinn 29. f. m. lætur furðu sína í ljós yfir þv', að Her- manni Jónassyni skyldi ekki hafa verið falið að reyna myndun minni- hlutastjórnar á undan formanni stærsta þingflokksins, Ólafi Thors. Segir hann, að „eðlilegra hefði verið að gefa Framsóknarflokknum þetta tækifæri. Hann var sigurvegari kosn- inganna, a. m. k. hvað þingmanna- aukningu snertir“, segir Bragi. Þetta er einkennilegur skilningur. Það er algild regla að bjóða fjöl- mennas'.a flokki þjóðþingsins að gera fyrstu tilraun til stjórnarmynd- unar. Eftir þessari reglu var ekki farið í byrjun, og gerði Sjálfstæðis- flokkurinn enga athugasemd við. Þegar hvorugum formanni stærstu flokkanna tókst að mynda þingræð- isstjórn, var eðlilegt og sjálfsagt að bjóða formanni stærs'a þingflokks- ins að mynda flokksstjórn. Hvort einn eða annar flokkur bætti við sig þingsæti við síðustu kosningar, skiptir ekki máli. EKKERT MARSHALLFÉ .... MEIRI RAFVIRKJANIR! í stjórnmálaályktun 7. þings Sós- íalistaflokksins kennir margra grasa. Þar er því haldið fram, að með Marshallsamningnum hafi m.a. efna- hagslegri tilveru ísl. þjóðarinnar ver- ið stofnað í tvísýnu. Á öðrum stað í sömu ályktun er krafizt nýs átaks í atvinnulífinu m.a. með stórvirkjun vatnsafls til raforkuframleiðslu fyrir stóriðju og landbúnað. Það er rétt eins og þessir forustu- menn sósíalista haldi, að stórvirkjun vatnsfalla á landinu til raforkuaukn- ingar væri betur borgið, ef um ekk- ert Marshallfé væri að ræða. En það er allt á sömu bókina lært fyrir aumingja kommunum. Minni tekjur .... meiri útgjöld, .... þá er allt eins og það á að vera. Þeir eru miklir fjármálamenn í munnin- um, Moskvapiltarnir. OF SNEMMA, .... OF SEINT. T.'minn hefir ráðizt á forráðamenn Reykjavíkur fyrir að breikka Lækj- argötu og skerða með því Mennta- skólalóðina. Telur hann götu þessa breiðasta og um lelð dýrasta veg landsins, og beri breikkun götunnar vott um fjársukk Sjálfstæðismanna. Þjóðviljinn vill líka skamma Sjálf- stæðismenn fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar. En hann gerir það á ann- ÚTVARPSRÁÐ OG MENNTAMÁLARÁÐ Á Alþingi í fyrradag fóru fram kosn'ngar í Útvarpsráð, Mennta- málaráð, Tryggingarráð og Yfir- kjörs jórn. í Útvarpsráð voru kjörnir: Magnús Jónsson prófessor, Sigurð- ur B'arnason alþm., Stefán Péturs- son ritstjóri, Ólafur Jóhannesson lög- fræðingur og Kristinn E. Andréssoji. Varamenn Sjálfstæðismanna eru Jó- hann Hafstein alþm. og Magnús Jónsson fyrrverandi ritstjóri. í Menntamálaráð voru kjörnir: Valtýr Stefánsson ritstjóri, Vil- hjálmur Þ. Gíslason skólas'jóri, Barði Guðmundsson þjóðskjalavörð- ur, Pálmi Hannesson rektor og Magnús Kjartansson ritstjóri. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR hélt aðalfund 13. nóv. s. 1. á Hótel KEA. Formaður félagsins, Björn Þórð- arson, flutti skýrslu um starfsemi þess á áriu 1948. Haldnir voru þrír fræðslu- og skemmtlfundir og fa nar 9 skemmtiferðir og fjórar ferðir til vinnu við Vatnahjallaveg- inn. 14. ágúst það ár, fór hópur manna frá Akureyri með efni suður að Laugafelli og reisti þar sæluhús og gerði það fokhelt. — Þann 28. ágúst sama ár var önnur vinnuferð farin að Laugafelli, og þá lagt gólf í húsið og fleira. Þriðja ferðin var farin 26. ágúst s. 1. og þá sett skil- rúm í húsið og lagt í það loft. Húsið er 24 fet á lengd og 14 fet á breidd, skipl í anddyri, eldhús og sal, og í rishæð er svefnloft. Ráðgert er að hita það upp með laugavatni, sem þar er rétt við. En það og ýmislegt annað við húsið er enn eftir ógert. Gjaldkeri félagsins las upp reikn- inga þess fyrir árið 1948, og var skuldlaus eign við reikningslok kr. 42,477,84 og félagar 530. Stjórn félagsins skipa: Björn Þórðarson, formaður. Björn Bessason, varaformaður. Eyjólfur Árnason, ritari. Þorsteinn Þorsteinsson, gjaldk. Meðstjórnendur: Aðals'einn Tryggvason. Edvard Sigurgeirsson. Jón Sigurgeirsson. Framkvæmdastjóri félagsins er: Þorsteinn Þorsteinsson. an hátt. Þar er Sj álfstæðismönnum í Reykjavík legið á hálsi fyrir að hafa ekki breikkað götuna fyrir lif- J andi löngu! ÓLAFUR THORS forsœtisráðherra hinnar nýju stjórnar. 1. DESEMBER MINNST I AKUREYRARKIRKJU Kristilegur æskulýðsfundur var haldinn í Akureyrarkirkju 1. des. Efni fundarins var: Landið mitt, — Þjóðin m.'n, — Trúin mín. Ræður fluttu: Óskar Eiríksson, Sigríður Jónsdóttir og Gunnlaugur Kristins- son. Bæn í kórdyrum flutti Jón Bjarman. Lúðrasveit Akureyrar lék undir s'.jórn Jakobs Tryggvasonar. Kvartett söng undir stjórn Áskels Jónssonar. Ásdís Karlsdóttir flutti þáttinn: Þýtt og endursagt. Einnig var fluttur annar þáttur, samfelldur í bundnu og óbundnu rnáli, er nefnd- ist: Heimför ísraelsmanna. í þeim þætti var lesið upp samnefnt kvæði Daviðs frá Fagraskógi, en á meðan var leikið lagið: Þegar ísrael var í landi Egypta. Fundinum lauk með því, að Bolli Gústafsson flutti bæn, en síðan risu allir úr sætum og sungu þjóðsöng- inn. Fundarstjóri var Jón Ragnar Steindórsson. KIRKJUHUÓMLEIKA hélt kirkjukór Akureyrar sl. föstu- dagskvöld undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Við hljóðfærið var frú Margrét Eiríksdóttir. Viðfangs- efni voru öll eftir erlenda höfunda, en meðal þeirra voru tónverk eftir Cesar Frank, Mozart, Mendelsohn, Bach og Hándel. Kristinn Þorsteinsson söng ein- söng í laginu „Allsherjar drottinn“ eftir Cesar Frank, og hann og Jó- hann Konráðsson dúett í lofsöng eft- ir Mendelsohn. Margt manna sótti hljómleikana, og tókust þeir mjög vel. Var kvöld- stund þessi hátíðleg og ánægjuleg. Kórinn endurtók hljómleikana í gærkvöldi. Ólatur Thors mvndar stjörn 5 menn í hinu nýja ráðuneyti Á RÍKISRÁÐSFUNDI í gær lagði Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, ráðherralista sinn fyrir forseta íslands til sam- þykktar, og var hann kunngerður á Alþingi í gær. Hin nýja stjórn er þannig skipuð: Ólafur Thors, forsætis- og félagsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, utanríkis-, dóms-, mennta- og kirkjumála- ráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson, sjávarútvegsmálaráðherra (einnig hafnar- og vitamál), Björn Olafsson, viðskipta- og fj ármálaráðherra, Jón Pálmason, landbúnaðar- og samgöngumálaráðherra. Ólafur Thors mæiti fyrst á þingi í fyrradag eftir allþunga legu í lungnabólgu, er hann fékk upp úr kvefpest. Kirkjan: Me sað á Akureyri kl. 2 n. k. sunnudag. (F. R.) Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju er á sunnudaginn kl. 10.30 f. h. — 11. des. — 7—13 ára börn í kirkjunni en 5—6 ára börn í kapellunni. — MuniS að greiða biblíumyndabókina. — Bekkja- stjórar, mætið kl. 10 f. h. Æskulýðsjélag Akureyrarkirkju. Fund- ur i 2. (yngri) deild á sunnudag kvöldið í kapellunni kl 8,30 e. h. en í 3. (yngstu) deild n. k. mánudagskvöld á sama stað og tíma. Æskulýðskórinn. Munið æfingarnar í kórnum, miðvikudaga kl. 7,30 e. h. og sunnudaga kl. 5.30 e.h. Engan má vanta. I. O. O. F. = 1311298% = □ Rún:. 59491277 = 3. Hjúskapur: 30. nóv. 6. I. voru gefin sam- an í hjónaband í Akureyrarkirkju Sigrún L. Grímsdóttir og Sigurður Freysteinsson, bifreiðarstjóri. Heimili þeirra er að Þór- unnarstræti 121, Akureyri. Kvennadeildar konur! Munið fundinn í Gildaskála KEA á fimtudagskvöldið kl. 9 Akureyringar! Munið eftir fuglunum ykkar í vetrarhörkunum. Hjónaband: Þorgerður Jónsdóttir frá Merkigili og Gestur Sæmundsson, bóndi á ELtalandi. Leiðrétting. I næstsíðasta blaði var síð- asta Ijóðlína í síðustu vísunni röng, eins og flestlr lesendur munu hafa séð. Rétt er hún þannig: „Mikið er hvað hún étur.“ Áheit á Elliheimilið i Skjaldarvík: Frá óncfndum hjónum kr. 50,00, gamalt áheit 1 frá konu kr. 100.00, frá G. B. kr. 100.00, ÆFINGATAFLA íþróttafélagsins Þór vet- urinn 1949—50: Fimleik- ar kvenna: Mánudaga og fimmtud. kl. 8—9. Kenn- ari: Inga Ingólfsdóttir. — Fimleikar karla (yngri flokkur): Mánudaga og fimmtudaga kl. 7—8. Eldri flokkur sömu daga kl. 8—9. Kennari: Tryggvi Þorsteinsson. — Frjálsar íþróttir: Fimmtudaga kl. 9—10 og laugar- daga kl. 7—8. Kennari: E. Mikson. — Handknattleikur: Konur: Miðvikudaga kl. 8— 9. Karlar: Mánudaga og fimmtudaga kl. 9— 10. Kennari: Sverrir Magnússon. — Félagar! Gleymið ekki tímunum í íþrótta- húsinu. Mætið enn fleiri. — íþróttafél. Þór. Kvennadeild Slysavarnafélagsins lieldur jólafund að Gildaskála KEA fimmtudag- inn 8. des. n.k.. kl. 9 e.h. Konur, fjölmenn- ið. — Stjórnin. áheit kr. 100.00, frá Aðalheiði á Barká kr. 500.00. Hjartans þakkir, Stefán Jónsson. Akureyrarkirkja: Frá N. N. kr. 25.00. Móttekið á afgr. blaðsins. 75 ára varð 1. desember Ólafur Tr. Ól- afsson, fyrrum kjötbúðarstjóri, Spítalaveg 15 hér í bæ. Fimmtugur varð Arni Guðmundsson læknir s.l. laugardag, 3. des. Stúdentafélagið á Akureyri gekkst fyrir hátíðahöldum 1. des. s.l., er hófust með leik Lúðrasveitar Akureyrar á Ráðhús- torgi, en þaðan var farið í fjölmennri skrúðgöngu inn í Samkomuhús, þar sem fram fóru ræðuhöld, upplestur og söngur. Sjötug varð 4. þ. m. frú Guðný Björns- dóttir. Dvelur hún á heimili sonar síns Björns Ilalldórssonar, lögfræðings, Strand- götu 35. Höfnin. Eftirtalin skip hafa komið und- anfarna 17. daga: 19. nóv. Goðafoss, 21. nóv. Svalbakur og Jörundur (úr söluferð) 22. Hekla, 24 Straumey, 25. Esja, 26. Arn- arfell og Hermóður, 27. Akraborg, 2. des. Skjaldbreið, 6. des. Esja, Jörundur (úr veiðiferð), Hekla væntanleg í dag. Jólafundur Kvenfélagsins „Framtíðin“ verður að Hótel KEA 14. des. n.k. kl. 8.30.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.