Íslendingur


Íslendingur - 07.12.1949, Síða 3

Íslendingur - 07.12.1949, Síða 3
MiÖvikudaginn 7. desember 1949 íSLENDINGUR 3 B Æ K U R Framh. af 2. síðu. Þá eru tvær skáldsögur eftir Jón Björnsson frá Holti, Máttur jarðar Og Sonur öræfanna. Fyrri sagan er frumrituð á dönsku, en vakti þar og víðar mikla athygli. Var hún einnig þýdd á þýzku. Hefir höf. sjálfur umritað hana á islenzku. Sagan gerist hér á landi síðasta mannsaldur og er 355 bls. að stærð. Síðari sagan er unglingasaga, er fjallar um ungan mann, sem komst undir manna hendur, grunaður um glæp, er hann var saklaiis af. Tekst honum á síðustu stundu að flýja und an aftöku og rataði í miklar mann- raunir á öræfum landsins, áður en hann fékk frelsi sítt aftur. Sagan gerist á fyrri tímum, meðan tíðkað- ist, að sakamenn væru „ré'.taðir“ á Alþingi. Fjórða hókin heitir SmiSur Andrésson og þættir eftir Benedikt G.slason frá Hofteigi á Jökuldal. Er meginefni hennar sagá Smiðs hirðstjóra Andréssonar, sem kunnastur er íslenzkum lesend- um í sambandi við frásagnir af Grundar-Helgu, en heimildir um þann mann eru mjög reytingslegar og óglöggar, svo að vissulega er í mikið ráðist af leikmanni að skrá sögu hans. En Benedikt er flestum ólærðum mönnum fremri í lestri og rannsóknum fornra heimilda varð- andi sögu þjóðarinnar og hefir ekki veigrað sér við að deila opinberlega um slík efni við þá, er öll skilyrði og aðstöðu höfðu hetri til slíkra rannsókna. Er hann að þessu leyti sérstæður fróðleiksmaður. Auk Smiðs-sögu eru 4 þættir aðr- ir í bókinni: Athuganir og íaukar (við ritið „Milli hafs og heiða“ eftir Indriða á Fjalli), Beinafundurinn við Jökulsá (áður birtur í Lesbók Morgunbl.), Þáttur af Sigurði smala á Skjöldólfsstöðum og ferðaþáttur frá árinu 1948. Bókin er 200 blað- síður. Fimmta bókin er Tvennir tímar eftir Elinborgu Lárusdóttur. Eru þar skráðar endurminningar frú Hólmfríðar Hjaltason, ekkju hins góðkunna kennara og fræðimanns Guðmundar Hjaltasonar. Segir þar frá uppvexti Hólmfríðar í Siglufirði og Fljótum, heimilisháttum, siðum og venjum þar á bernskuárum henn- ar, og er fléttað inn í frásögnina nokkrum lýsingum af förumönnum og öðru auðnulitlu fólki. Er Hólm- fr.'ður er vel á legg komin, flyzt hún til Akureyrar og þaðan austur í Þing eyjarsýslu, þar sem hún kynnist manni sínum. Einn kafli bókarinnar er um dvöl þeirra hjóna í Noregi. Elinborgu lætur vel að færa slíkar endurminningar í aðgengilegan bún- ing. Það hefir hún sýnt áður, og mun þessi nýja bók hennar verða mikið lesin. Bókin er 10 arkir í frem ur litlu broti. Sjötta bókin er 119 bls. skáldsaga eftir Oddnýju Guðmundsdóttur, — nútímasaga, er höf. nefnir Tvo júnídaga. Læsileg saga, en ekki s órbrotin. Sjöunda bókin er stór skáldsaga, Á konungsnóð, eftir Olav Gullvág í þýðingu Konráðs Vilhjálmssonar, framhald af sögunni „Jónsvökudraumur“, sem kom út fyrir ári síðan frá sama forlagi. Seg- ir hér frá Grími og konu hans, Þrúði Hiómundsdóttur. Er bókin í sama stóra brotinu og hin fyrri, 371 bls. að lesmáli. Þá eru tvær barna- og unglinga- bækur: Benni í eltingaleik, en það er 8. Benna-bókin, og hefir Benni verið einkar vinsæll meðal drengja. Hin er Stóri Skröggur og fleiri sögur í þýðingu Hlífar Árnadóttur, og er það 3. bókin í flokknum „BarnagulP1. Siðast en ekki sízt er Lýsing Eyjafjarðar I, eftir Steindór Sleindórsson, og verð- ur hennar nánar getið hér síðar. Gríma 24. kom út á liðnu sumri. Flytur hún nú að mestu sagnaþætti af Austurlandi eftir heimildum Guðjóns Brynjólfs- sonar í Skálholti og Ásmundar á Bjargi. Eru þetta læsilegir og fróð- legir þæt.ir, svo sem af Magnúsi ríka á Bragðavöllum, Halldóri á Högnastöðum, Jóni glímukappa og Halldóri Hómer. Loks eru þar 5 stuttar þjóðsögur. Ritstjórar eru sem áður Jónas Rafnar og Þorst. M. Jónsson. Skjaldboriiarbíó Sýning í kvöld kl. 9: ÁSTARGLETTUR OG ÆVINTÝRI (Spring in Parke Lane) Bráðskemmtileg gamanmynd. Aðalhlutverk: Anna Neagle Michael Wilding Tom Walls. \týí \_r»fó Sýnir þessa viku kl. 9: í V í K I N G Sennandi amerísk sjóræningja- mynd í eðlilegum litum frá R.K.O.-félaginu. — Aðalhlut- verkin leika hinir vinsælu leik- arar: PAUL HENREID, MAUREEN O’HARA, WALTER SLEZAK. Bönnuð börnum innan 12 ára. Á laugardag verður sýnd kvik- myndin BOXARA LÍF um ævi hins þekkta hnefaleikara Killer Macoy. — Aðalhlutverkið leikur MICKEY ROONY o. fl. Aðgöngumiðar seldir daglega kl. 5—9 nema laugardaga kl. 2—9. Pantanir óskast sóttar fyrir kl. 8, annars seldar öðrum. „Allir eitt“ kiúbburinn Dansleikur að Hótel Norðurlandi laugardaginn 10. des. kl. 9 e. h. — Borð ekki tekin frá. STJÓRNIN. Húsnæði til leigu 3 stofur samliggjandi, ca. 50 fermetr- ar að stærð, með sérstöku snyrtiher- bergi og kolakyntri miðstöð, mjög hentugt fyrir saumastofur eða ann- að þess háttar. Upplýsingar í Munka- þverárstrœti 33, Akureyri. TILK YNNTNG frá Brunabótafélagi íslands til brunavátryggjenda. Að gefnu tilefni er vakin athygli brunavátryggjenda á því, að ef brunatjón verður, ber að tilkynna það til umboðsmanns eða skrif- * stofu félagsins innan 48 klukkustunda frá því að tjón varð. Ef það er ekki gert má draga frá brunabótum, og ef engin tilkynning er gerð eða bótakrafa innan eins mánaðar frá því að brunatjón varð, hefir sá er fyrir tjóninu varð, misst állan rétt til brunabóta. Framvegis verður farið stranglega eftir þessum ákvæðum. Brunabótafélag íslands. TILKYNNING Viðskiptanefndin hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benz- íni og olium: 1. Benzín .............. kr. 1.07 pr. ltr. 2. Hráolía ............. kr. 425.00 pr. tonn 3. Ljósaolía ........... kr. 685.00 pr. tonn Ofangreint verð á benzini og hráolíu er miðað við afhendingu frá „tank“ í Reykjavík eða annarri innflutningshöfn, en ljósaolíu- verðið við afhendingu á tunnu í Reykjavík eða annarri innflutn- ingshöfn. Sé hráolía og benzín afhent í timnum, má verðið vera 3 aurum hærra hvert kíló af hráolíu, og hver lítri af benzíni. í Hafnarfirði skal benzínverð vera sama og í Reykjavík. í Borg- arnesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver lítri, og á Skaga- strönd, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík og Eskifirði má verðið vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef benZín er flutt á land frá ein- hverjum framangreindra staða, má bæta einum eyri pr. lítra við grunnverðið á þessum stöðum fyrir hverja 15 km., sem benzínið er flutt og má reikna gjaldið, ef um er að ræða helming þeirrar vega- lengdar eða meira. Á öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem benzín er flutt til sjó- leiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í Reykjavík. Verðlagsstjóri ákveður verðið á hverjum sölustað samkvæmt framansögðu. í Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykja- vík. í verstöðvum við Faxaflóa og á Suðurnesjum má verðið vera kr. 40.00 hærra pr. tonn, en annars staðar á landinu kr. 50.00 pr. tonn, ef olían er ekki flutt inn beint frá útlöndum. í Hafnarfirði skal verðið á Ijósaolíu vera hið sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má það vera kr. 70.00 pr. tonn hærra, ef olían er ekki flutt beint frá útlöndum. Söluskattur á benzíni og ljósaol.'u er innifalinn í verðinu. — Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. desember 1949. Reykjavík, 1. des. 1949. Verðlagsstjórinn. Kvenjélag Sósíalista heldur bazar i Verk- lýðshúdnu laugardaginn 10. des. kl. 4 e.h. Verða þar margir ágætir munir vcl fallnir til jólagjafa. Tömat „purré“ í glösum. VÖRUHUSIÐ h.f. _ —---t-;.-. , ■ . -'I TIL SÖLU: PÍANÓHARMONIKA (,,Honner“). Upplýsingar í Ægisgötu 18. STEFÁN HALLDÓRSSON. Vil kaupa Clievrolet- ti’ukk sex hjóla, með spili og í góðu lagi. — Þeir, sem þessu vilja sinna hringi í síma 20, Húsa- vík. Vörubílastöðin tilkynnir: Höfum bætt við okkur yfirbyggð- um sendiferðabílum. Með þeim mun- um við annast stærri og smærri sendiferðir utan bæjar og innan. — Taxti pr. klukkustund: kr. 26.00 í dagvinnu, kr. 31.00 í eftirvinnu og kr. 36.00 í næturvinnu. Þegar þér þurfið á bifreið að halda, þá minnist þess, að við höfum ávallt til reiðu vörubíla, kranabila, uppmokstursbíla og sendiferðabíla. ísl. fánar margar stærðir. BRAUNS-verzlun Athugið Við seljum nú fyrir jólin sturtubíla beint af verkstæðinu. LEI FSLEI KFÖNG, Hólabraut 18. VÖRUBÍLAST Ö Ð IN Töngata 1 . Sími 627. INGUNN EMMA ÞORSTEINSDÓTTIR, Ijósmóðir. Aðalstræti 24. Auglýsingar borga sig bezt í íslendingi.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.