Íslendingur


Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 4

Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUB Miðvikudagur 20. ágúst 1952 Utgefandi: Útgájufélag íslendings. Kemur út hvern miðvikudag. Ritstjóri og ábyrgðarrnaður: Jakob Ó. Pétursson, Fjólug. 1, sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutími kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. PrenlsmiSja Björns Jónssonar h.f. Skattalögin endurskoðuð. Á síðasta Alþingi báru þeir alþingismennirnir Jóhann Hafstein og Jónas G. Rafnar fram þingsályktunartillögu um endurskoðun skattalaganna, og náði hún samþykki þingsins. Var síðan skipuð nefnd til að gera tillögur um breytingar á lögunum, og hefir hún starfað í sumar. Væntanlega skilar hún áliti til ríkisstjórnarinnar, áður en þing kemur saman í haust. Flestir munu vera á einu máli urn það, að skattakerfi okkar og skattalöggjöf þarfnist lagfæringar, þótt menn geti að sjálfsögðu greint á um, hvernig þær skuli vera. En eins og nú er ástatt og sýnt er með dæmi á öðrum stað í þessu blaði, verkar skattalöggjöfin, eins og hún er nú, sem eignarnámslög í ýmsum tilfellum, þ. e. geng- ur beinlínis á höfuðstól atvinnufyrirtækja, sem rekin eru með tapi. Slík skattakúgun mun hvergi í heiminum vera þoluð nema hér, enda væri það hin versta villa, að skattalöggjöfin lamaði allt fram- tak og athafnavilja þegnanna, svo að enginn vildi hætta fé eða starfskröftum til uppbyggingar atvinnulífsins. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var í Reykjavík í nóvember sl. voru samþykktar ályktanir um Fjár-, skatta- og tolla- mál, þar sem áherzla var lögð á, að gætt sé ítrasta sparnaðar í öll- um rekstri ríkisins, bæði hvað snertir fjölda starfsmanna og annan tilkostnað, að gætt sé fyllstu hagsýni í vinnutilhögun í stofnunum ríkisins og við opinberar framkvæmdir, að ríkisreksturinn verði dreginn saman svo sem föng eru á, án þess að nauðsynleg þjónusta fyrir almenning skerðist og að einstaklingsframtakið sé ekki hindr- að í þeim atvinnurekstri og framkvæmdum, sem það treystir sér til að leysa, — og loks: Að slcatta- og lollaálögum sé stillt svo í hóf, að þœr ofþyngi ekki atvinnulífi landsmanna né kippi fótunum und- an eðlilegri og nauðsynlegri fjármyndun. Skattakúgun sú, er við-nú búuin við, örvar ekki einstaklinginn til að safna sér sparifé. Einstaklingurinn hefir það á tilfinningunni, að skattayfirvöldin vaki yfir því, að honum takist ekki að mynda sér neinar innstæður í bönkum. Hann finnur það einnig, að skattalög- gjöfin reynir að sporna við því, að hann ráðist í einhvern atvinnu- rekstur, því að ekki muni til hrökkva, að ríkið hirði allan hugsan- legan arð af rekstrinum, heldur reyni það jafnframt að hirða það fé, sem hann hefir lagt í reksturinn. Þegar skattheimtan er komin á þetta stig, er hætta á ferðum. Sú hætta, sem þegar hefir víða kom- ið í ljós, að skattþegninn telji sínum tekjum bezt fyrir komið með því að eyða þeim samstundis í einhver stundleg þægindi. Skatta- löggjöfin hvetur þegnana til eyðslu í stað sparnaðar, og er þá illa komið. Meðan ríkið annars vegar og bæja- og sveitarfélag hins vegar leggja sig fram við að reyta borgarana, getur svo farið, að of nærri sé gengið, enda eru þess ljós dæmi, að hæfileikamenn hafa forðast að taka að*sér starf, er eftir var leitað, vegna þess að ríki og bær mundu þá ekki aðeins hirða launin fyrir starfið, heldur og nokkru meira. Því væri eðlilegast, að borgararnir væru skattlagðir af ein- um og sama aðila, t. d. ríkinu, en það sæi síðan hinum aðilanum, bæjar- og sveitarfélaginu, fyrir hæfilegum hluta skaltsins. En það er þjóðarvoði á ferðum, er starfhæfir og starfsfúsir menn leggja niður vinnu til að komast hjá þeim rúningi, er klippir til blóðs, en um það eigum við mörg dæmi. Ein hin óvinsælasta og ósanngjarnasta skattlagning, sem upp hefir verið fundin í þessu ofsköttunarlandi, er veltuútsvarið, sem lagt er á allan atvinnurekstur, hvort sem í hlut eiga einstaklingar eða félög. Þessi skattur er einvörðungu miðaður við umsetningu fyrirtækisins, hvort sem það hefir tapað eða grætt og verkar því sem eignarnám hjá þeim, sem rekin hafa verið með halla. Með veltuútsvarinu er andi útsvarslaganna brotinn, þar sem svo er ákveðið, að útsvörum skuli jafnað niður á gjaldendur „eftir efn- um og ástæðum“. Og því aðeins á veltuútsvarið nokkurn rétt á sér, að það sé frádráttarhæft við næsta framtal. Við þá heildarendurskoðun á skattalöggjöfinni, sem nú stendur yfir, væri nauðsynlegt, að nefndin gerði tillögur um samfærslu skattanna, þannig að við losnuðum við „stríðsgróðaskattinn“, „tekjuskattsaukann“ og önnur slík dægurfyrirbrigði, og skattstiginn yrði meðhöndlaður samkvæmt því. Sú margbreytilega flokkun I §nmarleyfi gróhmmi| jil An§tnrland§ Að ^kriðuklauitri Eiðsvöllurinn. — Kartöfluspretta og kartöflutáka. — Vegaskiltin SÍÐAN Fegrunarfélagið tók að sér að gera Eiðsvöllinn snyrtilega úr garði, hefir Oddeyrin breytt um svip til hins betra. Þó er hætt við, að kal spilli út- liti vallarins á vorin, vegna þess hve hallalaus hann er. Þurft hefði að flytja meiri mold í hann miðjan, þannig að hann steypli af sér vatni, og hefði þá kalhættan orðið minni. Sumum þykir vellinum ekki nógur sómi sýndur. Var svo til ætlazt í upphafi, að víðigerÖi yxi umhverfis hann, og voru í því skyni gróðursettar víðiplöntur fram með götum, er að vellinum liggja. Margar þessar plöntur éru dauðar, og ekki hefir verið gróðursett í stað þeirra. Þá vantar tilfinnanlega spjöld til leiðbeiningar fyrir vegfarendur líkt og sett hafa verið upp í Lystigarðin- um. Nýlega mun hafa verið sáð þar í flag austan til á vellinum, en tveim dögum eftir þá athöfn horfði ég á kon- ur tvær, sem skrúfuðust með barna- kerru þvert yfir flagið til að stytta sér leið. Sökk kerran nokkuð í moldina, enda mátti rekja förin dagin eftir, og var þetta konunum talsvert erfiði. Ef þarna Itefði verið lagður vírstrengur fyrir, er vafasamt, að konurnar hefðu lagt þetta erfiði á sig, og jafnvel ekki, ef spjald með viðeigandi áletrun hefði verið við gangstíginn, sem liggur fram með flaginu. UNDANFARNA góðviðrisdaga hef- ir gróðri farið mjög fram, einkum í matjurtagörðum. Kartöfluspretta virð- ist ætla að verða sæmileg, ef nætur- frost grípa ekki í taumana. Þar sem gras er lítið, hefir það látið á sjá vegna frosta. Lítið mun vera orðið urn karlöflur á heimilum, og því hefir mörgum orðið að „skoða undir“ sem kallað er. Sumir rata ekki í rétta garða, að því er manni skilst, og at- huga uppskeru náungans heldur en ekki. Einn garðleigjandi bæjarins, sem vitjaði um garðholu sína fyrir nokkr- um kvöldum, var þá 5 plöntum fátæk- ari en hann hugði, en ekki hef ég Mig hafði lengi langað til að koma að Skriðuklaustri, og nú kom tækifærið upp í hendur mér. Kaupfél. Héraðsbúa heldur uppi áætlunarferðum einu sinni í viku upp með Lagarfljóti að vest- an og að Valþjófsstað. Ég þurfti að nota þessa áætlunarferð nokk- uð af leiðinni, og sló því upp í það að fara alla leið að Klaustri. Fljótsdalurinn hefir verið talinn með fegurstu sveitum á landinu og þeir sem á undanförnum árum hafa mest þráð að fá vegarsam- band milli Hallormsstaðaskógar og Fljótsdals, munu á næsta sumri sjá dramn sinn rætast. Nú er búið að gera veg þvert yfir dalinn rétt sunnan við Klaustur að hinni nýj u brú yfir Jökulsá, sem verið er að ljúka smíði á nú í sumar. Þá er aðeins eftir að smíða brú yfir Kelduá og framlengja veginn úr Skógunum upp að henni. Það er fallegt á Skriðuklaustri og staðarlegt heim að líta. Þar var klaustur í katólskri tíð. Þar sátu lengi sýslumenn N.-Múlasýslu; hjá einum þeirra átti Fjalla-Eyvindur að hafa verið vetrarmaður, á með an hann var í útlegðinni. Nú á Ríkið jörðina og rekur spurnir af, hvort fleiri hafa svipaða eða sömu sögu að segja. EG var eitthvað að minnast á um- ferðaskiltin í bænum nýlega. Eftir það rifjaðist upp fyrir mér, að ég hefði fyrir 1—2 árum lesið auglýsingu frá lögreglustjóra uin einstefnuakstur í Gránufélagsgötu, þegar er skilti yrði selt upp á tiltekniun stað. Þetta skilti hlýtur enn að vera í smíðum, því að enginn hefir orðið þess var á sínurn íramlíðarstað. Eg vildi hér með vekja máls á þessu, ef ske kynni, að þetta hefði gleymst. ÞÁ vil ég urn leið benda á, að sunn- an við Lónsbrúna er knöpp beygja á veginum, sem ekki sést fyrr en að er komið. Þar varð bifreiðarslys á liðnu vori, og hafa fleiri orðið. Vegurínn er þarna breiður og rennilegur, svo að ekið er með all-mikilli ferð, og er þá meiri slysahætta en ella. Þarna þarf að setja hættumerki, áður en fleiri slys verða. skattanna, sem nú viðgengst, veldur óþarfri skriffinnsku og fyrir- höfn, sem sjálfsagt er að spara og ætti að vera auðvelt að spara með samfærslu í skattakerfinu sjálfu. Svo er það mál út af fyrir sig, sem endurskoðendur skattalög- gjafarinnar telja e. t. v. ekki sitt hlutverk, að leiðrétta það ósam- ræmi, er gildir um skatta samvinnufélaga og einstaklingsfyrirtækja. Þáð mál er svo þýðingarmikið fyrir bæja- og sveitarfélögin, að ekki má lengur láta óhreyft. E. t. v. hefir það mál meiri þýðingu fyrir Akureyrarbæ en nokkurt annað bæjar- eða sveitarfélag á. landinu. Meðan Kaupfélag Eyfirðinga, með sínum umfangsmikla atvinnurekstri, bcr ekki hærra útsvar en áhöfn eins togara, hlýtur hvert barn að sjá, að ekki er allt með felldu um skattlagningu þegn- anna. Og takist félaginu í skjóli skattalöggjafarinnar að ná undir sig öllum atvinnu- og verzlunarrekstri í bænum, er hætt við, að flestum öðrum skattgreiðendum í bænum þyki verða „þröngt fyrir dyrum“. þar tilraunabú með miklum myndarbrag. Hefir það látið ræsa fram mikið land á svoköll- uðu Klausturnesi, og er meining- in að hefja þarna stórfellda rækt- un. Núverandi bústjóri, Jónas Pétursson, sýndi mér íbúðarhús- ið, sem Gunnar Gunnarsson skáld lét byggja. „Hús skáldsins“ er svipmikið og sérkennilegt. Vegg- irnir eru hlaðnir úr hnullungs- grjóti (brimsorfnu?) og límdir saman með steinlími. Þakið er torfþak með ágætri rækt og miklu grasi á þeim hliðum sem snúa undan sól, en suðurhliðin virtist ekki hafa náð að gróa eins vel. Sjálfsagt mun sumum finn- ast húsið óhaganlega innréttað. Það eru langir gangar eftir því þvert og endilangt en herbergin til hliðar við. En þarna eru marg- ar vistarverur og sumar skemmti- legar að sjá. Byggðasafn Austurlands. Fyrir tilstuðlan þess ágæta manns, Ragnars Ásgeirssonar garðyrkjuráðunauts, hafa Aust- firðingar komið sér upp vísi að byggðasafni, sem hefir fengið inni á Skriðuklaustri. Safn þetta er þar í einu herbergi, enda lítið ennþá að vöxtunum. Ég fékk að skoða safnið á meðan ég beið eftir „Rútunni“ til baka frá Val- þjófsstað. Mesta athygli vekur strax gamalt skatthol, sem á sín- um tíma hefir verið mesti kjör- gripur en er heldur illa meðfarið og hefði þurft talsverðrar við- gerðar. Þá er mikið þarna af munuin útskornum í tré, og er langmerkast af því mjög vel út- skorin rúmfjöl, sem átt hefir Jón Andrésson á Vaðbrekku, kallað- ur Tófusprengur. Fleiri rúmfjalir eru þarna merkilegar og . vel skornar, flestar yfir 150 ára gamlar. Mér gafst ekki tími til að skoða safnið neitt til hlýtar, því að tím- inn var hlaupinn, áður en ég vissi af. En þó þarna séu einstakir ágætir munir (má þar til nefna vandaða kvenbúninga), þá þarf rnikið átak til að gera þetta safn fjölbreyttara og fullkomnara en nú er. Að því ættu allir góðir Austfirðingar að vinna, hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Eftir að hafa notið gestrisni bústjórans, fór ég að hafa mig í veg fyrir bílinn, sem kom litlu síðar. Inni hjá bílstjóra var orð- ið þröngt, svo að ég óskaði eftir að standa á palli, mundi þá betur njóta útsýnis á báðar hliðar. Á melunum fyrir sunnan Bessa- staðaána hefir Klausturbúið látið reisa volduga heyhlöðu ásamt gripahúsum. Á Bessastöðum er nú margbýli og lítur staðurinn út eins og smá-þorp. Þegar við komum að Hengifossá biðu okk- ar þar tveir ungir menn, sem höfðu notað tírnann, á meðan bifreiðin fór á leiðarenda, til að

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.