Íslendingur


Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 5

Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. ágúst 1952 ÍSLENDINGUR 5 Evita Peron Voldugasta kona 20. aldarinnar skoða Hengifoss. Um hann 6egir Þorv. Thoroddsen í ferðabók sinni, meðal annars þetta: „Kl. 1 um nóttina reif þokuna allt í einu frá og sást fossinn á- gætlega, var það tignarleg sjón. Hengifossá brýst um gljúfur nið- ur í Lagarfljót, og eru neðar aðr- ir fagrir fossar, mestur þeirra er Litlanes-foss. Hann er ekki nærri eins hár og Hengifoss, en mjög fagur. Hann fellur fram af stuðla- bergi, og standa súlurnar sums staðar beinar, sums staðar marg- víslega bognar.“ Hengifoss er talinn vera 350 fet á hæð, og mun því vera með hæstu fossum á landinu, en vatns- lítill, og auk þess er mjög ógreitt að komast að honum. Vegurinn liggur um hlaðið á Brekku. Þar blasir við manni tóttin af læknisbústaðnum eins og eldurinn skildi við hana, önn- ur hliðin er þó líklega fallin síð- an, en gaflar og hliðar með gal- tómar gluggatóltir mæna á veg- faranda eins og nátt-tröll. — Og áfram er haldið út með fljótinu. Hinum megin blasir við okkur hinn undur fríði Hallormsstaða- skógur baðaður í kveldsólarskini, ósjálfrátt fer ég að raula erindi Matthíasar: „Sit ég og sé hvernig sólin sindrar . . . . “ Mér finnst ég sjá rjóðrið, þar sem lítill lækur rennur urn og hrísluna, sem Páll Olafsson orti sitt alkunna kvæði um: „Gott áttu hrísla á grænum bala ....“ Aður en varir erum við komin út í Fellin. Fyrir neðan Skeggja- staði stöðvast bíllinn, og ég fer ekki lengra. Eg staldra við og virði fyrir mér hið svipmikla höfuðból. Á öllum þremur býlun- um er verið að vinna við hey- skap. Tvær Fergusons-dráttarvél- ar líða áfram eftir löngum sáð- sléttum, með viðfestum sláttuvél- um. Á þriðja búinu er Jeppabif- reið að draga töðubólstra heim að hlöðudyrum. Já, svona hefði það þurft að vera fyrir 50 árum. Þá hefði fólkið ekki flúið sveit- ina eins og það gerði. Vonandi tekst vorri kynslóð að búa svo vel að æskulýð sveitanna, að hann kjósi ekki að deila kjörum við þá, sem á mölinni búa, og þróunin verði slík, að æ fleiri finni köllun sína við arðbær störf í faðmi sveitanna, því „bóndi er bústólpi og bú er land- stólpi“. Fjárpestir og óáran haja lamað landbúnaðinn. Það má segja, að síðustu órin hafi verið regluleg harðindaáT á Austurlandi, og þá ekki síst á Fljótsdalshéraði. Þegar svo við það bætist garnaveiki í sauðfé, sem víða hefir gert mikinn usla, þá er ekki von að bændur séu mjög bjartsýnir með framtíðina. Þessi garnaveiki hefir nú í 3—4 ár „grasserað“ í fénaði manna, sérstaklega um mitt Héraðið. (í Fljótsdalinn hefir hún ekki náð að berast ennþá.) Ég átti tal við nokkra bændur, sem orðið hafa sérlega hart úti. Á einu heimili í Tungunni voru uin 200 ær og gemlingar vorið 1950, en nú í vor (1952) voru eftir rúmar 60 kindur. Á öðrum bæ þar nálægt var mér sagt, að einhver fjárflesti bóndi sveitarinnar, sem verið hef- ir, ætti nú eftir 40 ær. Einn bóndi í Fellahreppi keypti sl. haust um 40 ær af bróður sínum, sem ann- ars ætlaði að lóga þeim. í vor hafði hann misst þriðjung af þessum ám og bjóst .við að svip- að mundi fara af þeim í sumar. Annars er langt frá því, að bænd- ur séu nokkuð að berja sér eða missa kjarkinn, þó að svart sé í álinn nú í svipinn. Þeir gera sér vonir um góðan árangur af bólu- setningu með þessu nýja bólu- efni, sem fundið hefir verið til varnar þessari veiki og hefir nú verið reynt í 3—4 ár á Keldum á Rangárvöllum. Það hefir nú ver- ið gefið frjálst og munu menn yfirleitt ekki farga neinum gimbr- arlömbum í haust, en reyna að koma sér upp nýjurn og ósýktum stofni með því að bólusetja lömb- in á haustin. En til þess að þetla mætti tak- ast, þarf að liðsinna þeim mönn- um, sem harðast hafa fengið að kenna á garnaveikinni. Virðist það ekki ósanngjarnt með tilliti til þeirra ráðstafana, sem gilt hafa á niðurskurðarsvæðum vegna mæðiveiki. Breyttir búnaðarhœttir annars nauðsynlegir. Ef ekki tekst að vinna bug á garnaveikinni með hinu nýja bóluefni, þá var svo að heyra á bændum, að nauðsyn bæri til að breyta um búskaparhætti og auka kúabúin. Kaupfélag Héraðsbúa hefir sett á stofn rjómabú á Eg- ilsstöðum, en það hefir ekki tekið til starfa ennþá, og mun það yfir- leitt stafa af því, að bændur framleiða ekki mjólk nema fyrir sín heimili. Sauðfjárrækt hefir hingað til verið aðal-atvinnuveg- ur bænda, enda mjög góð skil- yrði til þess víða á Héraði. IJins vegar hefir túnræktin aukizt svo gífurlega á síðustu árum, að auð- velt er þess vegna að hefja naut- griparækt í stórum stíl. En vegna slæmra samgönguskilyrða mun þetta ekki tímabært sem 6tendur, nema helzt til kjötframleiðslu. Jarðeplarækt er mikil á nokkr- um bæjum, þar sem ég kom. Mún hún í örum vexti og hefir reynzt það vel undanfarin ár, að eitt- hvað hefir verið selt sem verzlun- arvara. B. Minnisvaxði Stephans G. Stephanssonar Að ári, 6. október 1953, verða 100 ár liðin frá fæðingu skálds- ins Stephans G. Stephanssonar. í tilefni af því hyggjast Skagfirð- ingar að reisa honmn minnis- vörðu á Arnarstapa á Vatns- skarði. Með þetta fyrir augum hafa þeir gefið út lítið, smekklegt silfurmerki af vörðunni og á að verja ágóðanum af merkjasölunni til að reisa vörðuna. Hér í bænum fást merkin keypt á eftirtöldum stöðum: Bókaverzl- un Axels Kristjánssonar h. f., Bókabúð Akureyrar, Verzl. Lon- don, Skemmunni og Gullsmíða- verkstæði Sigtryggs og Eyjólfs. Hinn 26. júlí sl. klukkan 8.25 að kvöjdi sáu grátandi konur, sem biðu utan við forsetabústaðinn í Buenos Aires, að dauft ljós var slökkt í herbergi á þriðju hæð. Juan Peron, forseti Argentínu, gekk frá hvilu konu sinnar og út úr hinu dimma herbergi. Við nokkra ættingja, vini og ráð- herra, sem voru viðstaddir, mælti hann klökkur: „Evita er dáin.“ Fregnin barst fljótt út. Allar út- varpsstöðvar fluttu brátt tilkynn- ingar um lát forsetafrúarinnar, en á eftir voru leikin kirkju- og sorgarlög. Kirkjuklukkur um alla Argentínu slógu hæg og þung sorgarslög. Oll opinber störf skyldu falla niður í tvo daga, og þjóðarsorg var fyrirskipuð í heil- an mánuð. Næsta dag var liin silfurbúna sedruskista Evitu flutt á dökkum vagni til hinnar þrí- hyrndu byggingar verkamála- ráðuneytisins. Þar lá hún á lík- börum í herbergi einu með gylltri hvelfingu, sem áður hafði verið skrifstofa Evitu Peron á valda- dögum hennar. I gríðarstórri, fagurri blómaskeifu var kistunni komið fyrir og brátt tóku syrgj- andi fylgismenn og aðdáendur Evitu að safnast sarnan við ráðu- neytisbygginguna, unz fjöldi þeirra var orðinn yfir hálf millj. Fjórir menn létu lífið og um tvö þúsund og fimm hundruð særð- ust í þessum troðningum. Að lok- um voru dyr ráðuneytisins opn- aðar og grátandi múgurinn streymdi inn til þess að sjá í gegn um glerlok kistunnar jarðneskar leifar voldugustu konu tuttugustu aldarinnar. Maria Eva Duarte de Peron var fædd 7. maí 1919 í Los Toldos, þorpi einu á sléttunum í grennd við Buenos Aires. Var hún yngst fimm systkina. Faðir hennar andaðist, er hún var barn, en móðir hennar fluttist þá til ná- lægrar borgar, Junin, og rak gistihús. Eftir tveggja ára skóla- nám hélt hin fagra, unga, grann- vaxna stúlka til Buenos Aires, til þess að gerast leikkona. Vann hún fyrir sér um skeið við útvarp og kvikmyndir. Vegna geðþekkrar framkomu og skarprar greindar varð hún mjög eftirsótt í sam- kvæmum, og þannig kynnlist hún fyrst, árið 1943, Juan de Peron ofursta, sem þá var 49 ára gam- all ekkjumaður, starfsmaður við hermálaráðuneytið, sem spáð var glæsilegri framtíð á sviði stjórn- mála. Kvöldið sem þau sáust fyrst, Evita og Peron, héldu þau bæði á brott í laumi til baðstrand- ar nokkurrar. Frá þeirri stundu voru þau að heita má óaðskiljan- leg. Þröngur hagur og fátækt í æsku hafði vakið hjá Evitu sam- úð með hinum snauðu. „Það eru til bæði ríkir og fátækir, en það einkennilega er að það að til skuli vera fátæklingar hryggir mig meir heldur en vitneskjan um það, að samtímis skuli aðrir vera ríkir.“ Skoðanir Evitu samrýmd- ust að ýmsu leyti vel skoðunum Perons, sem áleit duglegan og metnaðargjarnan mann geta kom- izt til æðstu valda, með því að gerast foringi hinna mörgu mill- jóna fátæklinga. Eva Duarte sýndi brátt, að hún kunni tökin á að vinna múginn til fylgis við Peron. Þegar hann var hnepptur í varðhald af pólitískum andstæð- ingum árið 1945 fóru 50 þúsund verkamenn að undirlagi Evu hóp- göngur um götur höfuðborgar- innar og kröfðust, að Peron yrði látinn laus. Eftir viku var hann frjáls. Fjórum dögum síðar voru þau Eva og Peron leynilega gefin saman. Eftir það varð Eva Peron voldugri, auðugri og áhrifameiri með hverjum deginum. Hún hafði skrifstofur í verkamála- ráðuneytinu. Þar úthlutaði hún mat, meðulum og peningum til hinna þurfandi. Hún lét reisa hin vistlegustu elliheimili, heil þorp fyrir smábörn, einnig átti hún frumkvæðið að stofnun styrktar- sjóða og beitti sér af alhug fyrir hvers kyns umbótastarfsemi, þjóðinni til gagns. Árið 1947 fór Eva Peron í íerðalag til Evrópu. Var almennt talið, að þessi för hennar myndi hafa mikla stjórn- málalega þýðingu. Henni voru haldnar dýrar veizlur í Madrid, Franco sýndi henni margs konar heiður. I Róm ræddi hún í hálf- tíma við Pius páfa XII. Því næst gekk hún á fund Vincent Auriol Frakklandsforseta, en til Stóra- Bretlands gat hún ekki farið í það skiptið. Einn stærsti stjórnmála- sigur hennar var samþykkt frum- varps þess, sein veitti konurn í Argentínu kosningarétt. I ágústmánuði sl. ár var Eva Peron á hátindi veldis síns, er hún veiktist skyndilega. í fyrstu var sjúkdómurinn ekki talinn al- varlegur og engin hætta á ferð- um. Ekki leið þó á löngu, áður en sérfræðingur í krabbameini flaug frá New York til Buenos Aires og framkvæmdi þegar í stað hættu- legan uppskurð. Eitt af dagblöð- unum í Buenos Aires hefir lýst því, er Evu var ekið inn í skurð- arstofuna. Eva á að liafa sagt: „Ef svo fer, að ég vakna ekki aft- ur, þá leyfið mér að segja þetta, áður en ég verð svæfð: Viva Pe- ron (lifi Peron).“ Heilsu hennar hrakaði ört, en áhuginn óx að sama skapi. „Pe- ron er loftið, sem við öndum að okkur, Peron er sól okkar og líf,“ hrópaði hún margsinnis. Er Eva lá banaleguna beið stöðugt gífur- legur mannfjöldi fyrir framan forsetabústaðinn dag og nótt, og hvernig sem viðraði. Sýnir það glöggt, hver ítök hún átti í þjóð- inni og hve fólkið mat hana mik- ils og elskaði. „Evita mun halda áfram að lifa meðal okkar, og andi hennar mun ríkja, voldugri en nokkru sinni fyrr.“ Hinn 26. júlí verður framvegis ÞdiMemíÉ blööin m Fyrir skömmu var birt hér í blaðinu grein um skattgreiðslur iðnfyrirtækja, er birtist í blaðinu „íslenzkur iðnaður“. í því sama blaði var jafnframt tekið dæmi um skattgreiðslur hlutafélags nokkurs, sem að vísu er ekki nefnt, en mörg hlutafélög, sem fást við einhvern atvinnurekstur, munu hafa svipaða sögu að segja. Leyfir blaðið sér að birta hér dæmið úr ísl. iðnaði: Skattaokið. Hlutafé .......... Kr. 100.000.00 Annað eigið fé Kr. 60.000.00 Sala Kr. 4.000.000.00 Gróði Kr. 60.000.00 5% af hlutafé kr. 5.000.00 20% í varasjóð kr. 12.000.00 Kr. 17.000.00 Upphæð, sem skattar reiknast af Kr. 43.000.00 Tekjuskattur Kr. 6.480.00 Tekjuskattsviðauki .. Kr. 3.140.00 Eignarskattur Kr. 247.00 Kr. 9.867.00 Útsvar: Tekjur kr. 60 þús. .. Kr. 9.220.00 Eignir kr. 160 þús. .. Kr. 860.00 Velta kr. 4 millj. ca. 1% Kr. 39.920.00 Kr. 50.000.00 5% hækkun á útsvars stiga Kr. 2.500.00 Útsvar Kr. 52.500.00 Kirkjugarðsgjald .... Kr. 1.050.00 Skattar Kr. 9.867.00 Skattar og útsvör alls Kr. 63.417.00 Tekjur — Kr. 60.000.00 Arður Kr. 5.000.0C Varasj.tillag 12.000.00 Skattar til ríkis og bæjar kr. 63.417.00 . Kr. 80.417.00 Höfuðstólsrýrnun Kr. 20.417.00 Skattar þessa hlutafélags eru kr. 3.417 meiri en allar tekjur þess. Hlut- hafar fá því í raun og veru engan arð eftir árið, því hann er tekinn af höf- uðstóli þess, og eins fer um hið „skatt- frjálsa" varasjóðsframlag. Um þetta eina dæmi mætti annars skrifa langt mál. sorgardagur í Argentínu, og á hverju kvöldi við sólsetur mun um alla ókonina tima verða lagð- ur krans á gröf La Presidenta Evu Peron, voldugustu konu, sem um getur í sögu Suður-Ameríku. (Lauslega þýtt.)

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.