Íslendingur


Íslendingur - 15.02.1963, Qupperneq 1

Íslendingur - 15.02.1963, Qupperneq 1
Það sem af er bessu ári hafa orðið margir bifreiðaárekstrar hér í bæ þó ekki hafi hlotizt af þeim alvarleg slys á mönnum, en mörg ökutæki hafa skemmzt. Hér munaði litlu að illa færi. (Ljósmynd: St. E. Sig.) ÍSLENDINGUR KI, A1) SJÁLFSTÆÐISMANNA í NORÐURLANDSK JÖR DÆM I EYSTRA 49. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1963 . 6. TÖLUBLAÐ Bifreiðir slökkviliðsins, SA-1 og SA-2. Milli þeirra Gunnar Steindórsson í cinkennisbúningi varðstjóranna. Framlög til eldvarna hafa hundrað- faldast á þremur áratugum tTtíÐINDAMAÐUR blaðsins komst nýlega að því, að Gunnar Steindórsson væri að safna drögum að eldsvoða- og bruna- málasögu Akureyrar. Fór liann fram á að fá að líta í „plöggin“ hjá Gunnari, sem þegar eru orðnar margar útskrifaöar bækur, og efnið unnið upp úr skjölum bæjarins og Akm-eyrarblöðunum, allt frá Norðurlandi og Gjallarhorni til blaðanna í dag. SLÖKKVILIÐSSTOFNUN UNDIRBÚIN. — Á hverju er bezt að byrja? spyrjum við Gunnar. — Líklega á því, að eftir stór- bruna hér í innbænum 1901, er olli þá um 100 þús. kr. tjóni á lággengi þeirra tíma, fóru hugs- andi og ábyrgir menn í bænum að hugsa um brunavarnir. Þann 31. maí 1904 samþykkti bæjar- stjórn að taka 6 þús. kr. lán til að koma sér upp ,slökkvitólum‘, sem þau voru nefnd þá. Svo gerist það 10. janúar 1905, að samþykkt er að kjósa tvo menn innan og tvo menn utan bæjar- stjórnar í nefnd til að undirbúa stofriun slökkviliðs í bænum. í nefndinni voru: J. V. Havsteen, M. B. Blöndal, Axel Schiöth og Sigmundur Sigurðsson. SLÖKKVI-TÓLIN KOMA. — Og hver varð árangurinn af vinnu nefndarinnar? — Nefndin virðist hafa tekið starf sitt alvarlega, og komu fyrstu slökkvitækin til bæjar- ins með skipinu Perwie frá Khöfn í árslok 1904. Fyrsti slökkviliðsstjóri varð Ragnar Olafsson kaupmaður, og fyrsta slökkviliðsæfing var haldin 28. marz 1906. Var sem kunnugt er all-mikið um liúsbruna á þess- um árum, og fögnuðu bæjarbú- ar því röggsemi bæjarvaldanna. En blöðin ýttu mjög undir, að komið yrði hér á skipulögðum brunavörnum og slökkviliði. Var þá mjög talað um, að ekki væri nóg að hrúga mönnum í liðið, heldur að það sé starfi sínu vaxið, það sem það nær, og kunni að lúta stjórn. SLÖKKVILIÐSSTJÓRAR. — Eins og ég sagði áðan, var Ragnar Olafsson fyrsti slökkvi- liðsstjórinn, en við starfinu af honum tekur Axel Schiöth bak- arameistari haustið 1907. Eggert Melstað verður slökkviliðsstjóri 1918, og þá er farið að flokka liðið í foringja og sérdeildir, en reglugerð um Slökkvilið Akur- eyrar öðlaðist gildi 1. jan 1909. Af Eggert Melstað tók við starf- inu Ásgeir Valdimarsson, og af honum Sveinn Tómasson, sem hefur verið slökkviliösstjóri síð an. VATNSVEITAN GJÖRBREYT IR AÐSTÖÐU VIÐ STARFIÐ. — Hvaða tímamót hafa helzt áhrif á aðstöðu liðsins? — Það er, þegar vatnsveitan kemur árið 1914. Þá var komið (Ljósmynd St E. Sig.) upp brunahönum við allar helztu götur bæjarins, og var að því mikið öryggi. Hétu tæki þessi fyrst „eldslökkvihanar“. Svo hafði það jákvæð áhrif, er sérstök brunastöð var byggð við Brekkugötu 12 árið 1916. Síðar var hún flutt í bráða- birgðahúsnæði inni á Torfunefs bryggju, unz flutt var í ný- bygginguna við Geislagötu fyrir rúmum tíu árum. BRUNAVERÐIR SÍÐAN. — Var það ekki mikil fram- för? — Jú, síðan þangað var flutt hefur verið brunavarzla allan (Framhald á blaðsíðu 7). Jóliann Konráðsson fer til Danmerkur til söngnáms RITSTJÓRI blaðsins mætti á mánudaginn hinum vinsæla söngvara okkar, Jóhanni Kon- ráðssyni á Ráðhústorgi ferðbún urn á hraðri göngu. Stöðvaði hann og spurði, hvert ferðinni væri heitið. — Til Kaupmannahafnar á morgun? var svarið. — Og hvað að gera, syngja kannske? — Nei, reyna að læra eitt- hvað, bæta einhverju við mig, ef haégt er fyrir mann á mínum aldri. — Hjá hverjum og hve lengi? — Ég verð hjá Stefáni íslandi við raddæfingu og slíkt nám og kynni mér þá óperurnar jafn- framt. Býzt við að dvelja þar í þrjá mánuði. — Hefurðu fjárstuðning til fararinnar? — Já, fjárveitinganefnd Al- þingis kom mér inn á fjárlög með 8 þús. kr. styrk til slíkrar námsfarar. Það kom mér algjör- lega á óvart. Og síðan bætti bæjarráð Akureyrar 10 þús. kr. við þá upphæð. — Jæja, Jóhann, betra seint en aldrei. Og svo óskuðum við honum góðrar 'og ánægjuríkrar farar, en hann bað fyrir kveðju sína til vina og kunningja, sem hann hefði ekki haft tíma til að taka í hendina á, áður en hann færi. „Sóttin44 orðin tiltölulega meinlaus VEGNA fréttar í blaðinu nýlega spurði blaðið héraðslækni í fyrradag hvað útbreiðslu misl- inganna í bænum liði, og kvað hann þá ekki orðria að beinum faraldri í bænum. Þeir hefðu bi'eitt sig út um Menntaskól- ann, en hefðu enn ekki komið upp í Barnaskólunum. Þá innti blaðið hann eftir skarlatsóttarfaraldri, er það hafði heyrt að væri í bænum. Kvað héraðslæknir þar ekki um faraldur að ræða, heldur ein- stök tilfelli. Kvað hann ekki Mislingar og skarlafssófl ástæðu til að óttast sóttina, því þótt hún hefði þótt með viðsjár- verðari farsóttum fyrir nokkr- um áratugum, þá hefðu hin nýrri læknavísindi og lyf gert hana nær óskaðlega. Hefði þar unnizt meira á en í viðureign við mislinga. NÝTT VERK- LÝÐSFÉLAG... SVO ER okkur sagt, að sl. sunnudag hafi Verkamanna- jj félag Akureyrarkaupstaðar og Eining gengið í eina sæng, og er það að sjálfsögðu eðli- legur hlutur. En það vakti nokkra athygli, að í stjórn þessa nýja, sameiginlega verkalýðsfélags karla og kvenna í bænum, eru a m. k. tveir kjörnir í stjórn, sem ekki hafa snert á verka- mannavinnu árum saman: Formaðurinn er Björn Jóns- son alþingismaður, og ritari Rósberg G. Snædal, starfs- maður verðlagseftirlitsins á Akureyri og í nágrenni og jafnframt rithöfundur, skáld, fræðimaður og forstjóri bóka útgáfu. Eftir öll skrif Þjóð- viljans um kosningar verka- lýðsfélaga, t. d. í Sjómanna- ; félagi Reykjavíkur, hefði I ;mátt ætla, að hið nýja félag ; ætti þá háttsemi, að láta j Björn og Rósberg fara „lönd ! og leið“, en koma stjórn hins ! nýja verkalýðsfélags í hend- j ur VERKAMANNA OG ! VERKAKVENNA. GLUGGAÐIBRUNAMÁLA- OG ELDSYOÐASÖGU BÆJARINS

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.