Íslendingur


Íslendingur - 15.02.1963, Side 2

Íslendingur - 15.02.1963, Side 2
Mikiar byggingaframkvæmdir LÁRUS EFSTUR EFT- IR 4 UMFERÐIR Siglufirði, 12. febr. Hér er verið að hefja ýmsar byggingar í bænum á vegum opinberra og hálfopinberra aðila og aðrar í undirbúningi. Má þar fyrst nefna byggingu nýs póst- og símahúss á lóð póst- og síma- málastjórnarinnar við Aðalgötu 24, þar sem hið eldra póst- og símahús stendur. Á að byggja það í tveim áföngum, fyrst norð an við byggingu þá, sem fyrir er, og þegar hin nýja bygging verður tekin í notkun, verður hin eldri rifin og byggð upp að nýju. í framhaldi af þessum framkvæmdum er reiknað með, að við fáum hér sjálfvirkan síma. Á lóðinni Suðurgata 4 ofan Ráðhústorgs er Kaupfélag Sigl- firðinga að hefja byggingu verzl unarhúss, og með vorinu er gert ráð fyrir að hefja byggingu 8 íbúða Verkamannabústaða við Hafnargötu. í byggingu er nýtt sjúkrahús og bókhlaða. Þá eru Kaupfélag Eyfirðinga og Kaupfélag Skag- firðinga að byggja sameiginlega m j ólkur dreifingarstöð. Héðan eru gerðir út 5 dekk- bátar. Er afli Jieirra sæmilegur og unnið úr honum í tveim frystihúsum. Niðurlagningar- verksmiðja, sem framleiðir svo- HITI í BOTNI BOR- HOLUNNAR 80 STIG Húsavík í gær. Norðurlandsbor- inn, sem liér hefur verið að verki, er nú kominn í fyrri bor- holunni niður í rúmlega 600 m dýpi, og er jarðhitinn þar um eða yfir 80 stig. Verður haldið áfram að bora þar niður á a. m. k. 800 metra, ef jarðlagið kólnar ekki. Enn er unnið nótt og dag. Joðge. Fært um allar jarðir Kópaskeri, 12. febr. Hér hefur verið óvenjuleg veðurblíða að undanförnu, og eru vegir fær- ir svo sem bezt er að sumarlagi um svo að segja alla sýsluna. Ekki alls fyrr ló'ngu sóttu menn frá Möðrudal á Fjöllum þorra- blót niður í Axarfjörð og bar hratt yfir á bílnum, en þorra- blót og hjónaböll eru helztu samkvæmin hér í strjálbýlinu. Samgöngur hafa verið með ágætum vestur um til Akur- eyrar. Héðan er gerður út einn níu tonna dekkbátur, en afli hans er fremur lítill, þótt segja megi að gefi á sjó daglega. Ýmislegt er hér hugsað til framkvæmda, sem dragast vegna skorts á vinnuafli. Má segja, að fólk vanti til alls, sem gera þarf. jþ. nefnda „Sigló-síld“ hefur starf- að síðan í haust, en hún var sem kunnugt er stofnuð í fyrravet- ur, og vann þá úr allmiklu magni, en starfar ekki yfir sum- arið. Framleiðsla hennar er að- allega seld innanlands, en sýn- ishorn hafa verið send út, án þes að komið hafi til samninga um útflutning, enda hefur fram- leiðslan til þessa selzt jafnótt innanlands. Eins og að undanförun starf- ar Tunnuverksmiðjan hér í vet- ur, og er atvinna óvenju mikil á þessum tíma árs. Af hinu leiða, árstíðabundna atvinnu- leysi, sem lá eins og mara á Siglfirðingum árum saman fyrir skömmu, vitum við nú eltki í dag. S. F. SKÁKÞING Norðlendinga hófst hér sl. sunnudag. Formaður Skákfélags Akureyrar, Jón Ingi marsson, setti þingið og bauð keppendur velkomna. Tefldar voru 2 umferðir þann dag, og síðan er öðrum tveim lokið. í meistaraflokki tefla 11, í I. flokki 7 og í II. flokki 10. Eftir fjórar umferðir er Lárus John- sen hæstur með 4 vinninga, en hann er gestur mótsins. Þá er Halldór Olafsson með 3 vinn- inga, Freysteinn Þorbergsson með 2V2 (hafði setið eina um- ferð yfir), Jón Þór og Ólafur Kristjánsson með 2V2 hvor. Skákstjórar eru Haraldur Bogason og Haraldur Ólafs- son. Geía 100 krónur af mjöSfunnu Vatnsskortur tilfiniianlegur Vopnafirði, 13. febr. Enn hald- ast stillurnar og veðurblíðan, sem að undanförnu, en það er mjög óvenjulegt á þessum tíma árs, og einkum það að ekki hef- ur komið stormur svo nokkru nemi síðan fyrir jól og þá að- eins í tvo daga. Jörð hefur verið sumarauð, og hefur það komið sér vel fyr- ir heylitla bændur. En fyrir viku síðan gerði nokkurn snjó, sem ekki varð þó til trafala fyrir samgöngur í sveitinni, en til heiða kom nokkur snjór og mun nú ófært héðan landleið- ina, nema þá helzt norður strandir. Þcssar stillur hafa gert það að verkum, að bændur hafa getað sparað mikil hey og sum- ir raunar aðeins notað beitina og gefið með fóðurbæti, einkum síldarmjöl. Síldarverksmiðjan hér hefur sýnt nokkra viðleitni til að hjálpa bændum, með því að gefa 100 kr. af hverri tunnu mjöls, en auk þess veita gjald- frest á afganginum vaxtalaust fram í apríl. Þá hefur Kaupfé- lagið veitt 10% afslátt á öllum aðfluttum fóðurbæti. Öll þessi hjálp við bændur hefur verið árangursrík, og er útlitið með búfjárhöld góð. Nokkuð hefur borið á vatns- skorti hér, og er ástandið ekki sem bezt hér í þorpinu. Lokað er fyrir vatnið að kvöldinu til en opnað afur að morgni. Þó safnast ekki nægilegt vatn fyrir yfir nóttina, og eru sum húsin, einkum þau, sem hátt standa, vatnslaus síðari hluta dags. Þá er einnig vatnsskortur á sum- um bæjum í sveitinni. Þrjár heimilisrafstöðvar hafa verið óstarfhæfar síðan um áramót. Til marks um, hve samgöngur hafa verið óvenju góðar, má geta þess, að laugardaginn 2. febrúar fór um 70 manna hópur héðan á bílum til Þórshafnar til að horfa á sjónleikinn „Maður og kona“, sem þar var sýndur, og stóð fólk úr Þistilfirði fyrir sýningunni, sem tókst í alla staði vel. Fólk skemmti sér hið bezta í ferðinni og kom heim órla næsta morgun eftir ferð sem á sumardegi. Sj. OG LITLU BÖRNIN. .. . GRÆNHÖFÐINN, þ. e. Alþýðu maðurinn, sem svo er nefndur síðan hann tók sér lit vorsins í höfuðbúnað, hefur tekið upp nýjan þátt, sem vei;ða mun vin- Sæll, en það er kýnnirig á nýj- um bæjarbúum. En ritstj blaðs- ins hefur betri aðstöðu en ritstj. annarra bæjarblaða til að fylgj- ast með tilkomu hinna litlu borg ara, þar sem tilkynna verður Almannatryggingunum hvern nýjan þjóðfélagsþegn, ef for- eldramir eiga að fá eitthvað „út á hann“. Þar slær hann öll- um hinum við. HÚS STELUR AF HÚSI. „. .. . Á sama tíma hafa hús- in grotnað niður og jafnvel stolið jámi af húsþökum .... “ (Dagur 13. febrúar). VEIKLEIKI SPILLINGAR- INNAR. Við spyrjum sjálf okk- ur og aðra, hver sé veikasti hlekkurinn í spilltu samkomu- haldi . . . .“ (Dagur 13. febrúar) Magnús Ingölfsson vann slór- hrlðarmótið síðasll. sunnudag STÓRHRÍÐARMÓT Akureyrar í svigi fór fram í Hlíðarfjalli við Strompinn sl. sunnud. 10. þ. m. Keppt var í A, B, og C flokki svo og drengjaflokkum 13—15 ára og 12 ára og yngri. Veður var hið ákjósanlegasta og fór keppnin vel fram. Keppendur voru alls 34. Skíðaráð Akureyr- ar sá um mótið. Margt manna var í fjallinu, en söknuðu þess að geta ekki feng- ið kaffisopa í skíðaskálanum. Ástæðan fyrir því er sú að nú er verið að vinna að innréttingu eldhúss skálans ásamt fleiru og verður því verki vart lokið fyrr en eftir einn til tvo mánuði. Þó mun reynt að koma upp bráða- birgða aðstöðu til þess að veit- ingasala geti farið fram. Úrslit Stórhríðarmótsins: A flokkur. sek. 1. Magnús Ingólfsson KA 86,7 2. Guðm. Tuliníus KA 90,7 3. Ottó Tuliníus KA 91,8 B flokkur. 1. Viðar Garoarsson KA 104,1 Keppendur voru samtals 6 í B flokki, en aðeins einn lauk keppni. C flokkur. 1. Sigurður Jakobsson KA 89,1 Drengir 13-—15 ára. 1. Heiðar Jóhannsson Þór 49,9 Drengir 12 ára og yngri. 1 Árni Óðinsson KA 41,2 Braut A flokks var 250 m löng, 130 m fallhæð og hlið 40. Braut B flokks var 230 m löng, 120 m fallhæð og hlið 38. Braut C flokks var 200 m löng, 110 m fallhæð og hlið 34. FARÞEGAFLUTNINGAR Flug félags íslands sl. ár gengu mjög vel. Fluttir voru alls 104.043 farþegar á árinu og er það lang hæsta farþegatala á einu ári í sögu félagsins. Árið áður var farþegafjöldinn 77.894 og er aukningin því 33,6%. Mest varð aukningin í far- þegaflugi innanlands, 40,7 af hundraði. Fluttir voru 68.091 farþegi á móti 48.382 árið áður. Vafalaust munu sumarfargjöld, sem sett voru í fyrsta sinn sl. sumar, eiga sinn þátt í þessari miklu aukningu, svo og aukinn flugvélakostur. Þess ber að geta, að sumarið 1961 ló innanlands- flug niðri í einn mánuð vegna verkfalla. Millilandaflug félagsins jókst einnig álitlega á sl. ári. Fluttir voru 27.952 farþegar í áætlun- arflugi milli landa, en 24.520 ár- ið áður. Aukning er 14 af hundr aði. Farþegar í leiguflugi voru á sl. ári 8000 en 4992 árið 1961. Aukning 60,3%. ÁFENGISSALAN 1. október til 31. desember 1962 HEILD ARSALA: Selt í og frá Reykjavík . Selt í og frá Akureyri , Selt í og frá ísafirði ... Selt í og frá Siglufirði . Selt í og frá Seyðisfirði . Samtals kr. 67.137.926,0» kr. 55.498.385,00 kr. 6.401.829,00 kr. 2.130.189,00 kr. 1.440.471,00 kr. 1.667.052,00 Á sama tíma í fyrra var salan eins og hér segir: Selt í og frá Reykjavík ........................... kr. 48.104.239,00 Selt í og frá Akureyri ............................ kr. 4.665.139,00 Selt í og frá ísafirði ............................. kr. 1.917.072,00 Selt í og frá Siglufirði ........................... kr. 1.345.449,00 Seit í og frá Seyðisfirði........................... kr. 1.234.414,00 Samtals kr. 57.226.313,00 Heildarsalan varð sl. þrjú ár: Árið 1962 kr. 235.838.750,00 Árið 1961 kr. 199.385.716,00 Árið 1960 kr. 187.752.315,00 Áfengissalan 1962 varð því kr. 36.453.034,00 hærri en 1961, eða 18,4%. Það skal tekið fram, að 1. júlí 1962 varð allmikil hækkun á ófengum drykkjum. Áfengisvarnarráð. (Heimild: Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins). ÍSLENDINGUR L I

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.