Íslendingur


Íslendingur - 04.06.1965, Blaðsíða 2

Íslendingur - 04.06.1965, Blaðsíða 2
RITSTJORI: HREI9AR JONSSON Valur-Akureyri 4:2 ÞAR SEM allir eru búnir að lesa um gang leiksins og úrslit, ætla ég aðeins að skrifa um Ak- ureyrarliðið í heild, og einstaka leikmenn þess. Það er óhætt að segja að meirihluti áhorfenda voru hliðhollir Akureyringum, en urðu fyrir vonbrigðum með leik þeirra. Einstakir leikmenn eru ágætir, hafa góða knattmeð ferð og úthald, en samvinna og samspil ekki nægilegt. Betri hluti liðsins var framlínan að þessu sinni, þó mörkin væru að eins tvö. Akureyringarnir áttu mun meira í leiknum fyrri hálf ieikinn, utan tíu fyrstu mínút- urnar. í þessum leikkafla áttu þeir ágætar sóknarlotur, með laglegu samspili, sem framverð- irnir byggðu upp, enda réðu þeir miðhluta vallarins. Mörg þess- ara upphlaupa enduðu með all góðum skotum, sem oftast voru þó af of löngu færi, enda varin auðveldlega, eða fóru fram hjá. Það var ánægjulegt að sjá dreng ina reyna að skjóta, því það hef ur oft háð þeim. Þó voru þeir oft fulllengi að laga knöttinn fyr ir sér. Utherjarnir léku of innar lega þegar nær dró marki Vals manna, og þjöppuðu því vörn mótherjanna saman í stað þess að sundra henni. Páll átti sæmilegan leik, en mætti reyna að skjóta meira. Skúli var bezti maður framlín unnar, vann vel en einlék full mikið. Steingrímur virðist í VALUR SIGRAR ÍBA MEÐ 4:2 AKUREYRINGAR léku annan leik sinn í 1. deild sl. sunnudag, í Reykjavík og þá við Val. Leik ar fóru á þá leið að Valur sigr- aði með fjórum mörkum gegn tveim. Mörk Akureyringa skor aði Skúli Ágústsson. Að sögn sunnanblaða lék lið ÍBA betri knattspyrnu og var í sókn mest allan leikinn, en lið Vals var heppið með markskot og gerði það gæfumuninn. Næsti leikur Akureyringa í fyrstu deild verður á annan • í Hvíta- sunnu, og verður þá leikið hér á Akureyri við lið Akranesinga. Vormót í knattspyrnu í KVÖLD (föstudag) fer fram á íþróttavellinum leikur milli KA og ÞÓRS í meistaraflokki. Er hér um að ræða leik í Vor móti knattspyrnumanna, hefst leikurinn kl. 20,30. góðrj; æfingu núna, duglegur og fyíginn sér. -Sævar átti góðan leik, en Valsteinn var mistæk- ur og vantar mjög yfirvegun í Íeik sínum. Ahnárs voru innherj arnir full-lengi að koma vörn- inni til aðstoðar. Vömin átti heldur erfiðan-’dag þó voru fram verðirnir báðir góðir og byggðu öft vel upp, en sátu of oft eftir frammi, þegar Valsmenn sneru vörn í sókn. Jón var traustur að vanda og byggði oft vel upp, en má þó gjarnan hreinsa betur þegar pressan er mikil. Bak- verðirnir voru slakir, einkum Ævar, sem réði ekki við hægri útherja Vals. Sennilega hafa bak verðirnir ekki fengið nógu mikla aðstoð frá framvörðunum, og því hafi aftasta vörnin opnazt svo mikið, sem raun bar vitni. Staðsetningar bakvarðanna voru og mjög slæmar, en á því má eflaust ráða bót með góðri tilsögn. Fyrsta markið kom úr aukaspyrnu frá vítateig. Vegg- urinn var mjög illa myndaður, og tvímælalaust eiga bakverðirn ir að stilla sér upp á marklínu út við stöng í þessu tilfelli. Ef til vill hefði fyrsta markið ekki komið með slíkri staðsetningu. Hin mörkin þrjú komu öll á svip aðan hátt, hröð upphlaup sem sundruðu vörn Akureyringa, og skorað af stuttu færi, svo Samúel fékk ekki við neitt ráð ið. Annars hefur Samúel góð grip og ágætar markspyrnur, en þarf að æfa staðsetningar bet- ur. Það var sameiginlegt með öllum leikmönnum okkar, að spyrnur voru ónákvæmar. Þetta lið ætti að geta náð langt með meiri leikgleði, og baráttuvilja, einnig þurfa þeir að æfa ein- hverja ákveðna taktík, reyn- andi væri að prófa 4—2—4 kerf ið og sjá, hvernig það reynist. H. Vormót í fnálsíþróttum VORMÓT frjálsíþróttamanna fór fram sl. laugardag. Keppend ur voru allmargir, eða 25. Var keppt í 7 greinum og auk þess í þrem aukagreinum kvenna. Veður var mjög gott til keppni en áhorfendur fáir. Árangur var sæmilegur miðað við að þetta er fyrsta mót sumarsins. Nokkrir efnilegir ungir menn komu fram, og má búast við að þessir drengir nái góðum árangr um í framtíðinni og verði lyfti- stöng fyrir frjálsar íþróttir hér á Akureýri. ÚRSLIT: 100 m. lil. sek. Haukur Ingibergsson HSÞ 12.0 Reynir Hjartarson Þór 12.0 Þóroddur Jóhannss. UMSE 12.0 Langstökk. ' meírar Gestur Þorsteinsson UMSS 6,36 Fríðrik Friðbj'öms. UMSE 6.01 Ásgeir Sigurðsson ÍMA 5.81 400 m. hl,.. sek. -Jóhann Jónsson UMSE 55,9 Baldvin Þóroddsson KA 56.4 Stefán Friðg.son UMSE 63.8 1500 m hl. mín. Baldvin Þóroddsson KA 4.29,6 Vilhj. Björnsson UMSE 4.37,3 Friðrik Sigurðsson KA 4.57,3 Halldór Matthíasson KA 4.58,5 Friðrik og Halldór eru enn á sveinaaldri. Kúluvarp. metrar. Þóroddur Jóhannss. UMSE 13.36 Ingvi Eiríksson UMSE 10.54 j Ásgeir Sigurðsson ÍMA 10.31 Hástökk. metrar. Jóhann Jónson UMSE 1.70 Haukur Ingibergsson HSÞ 1.65 Haraldur Árnason UMSE 1.50 Kringlukast. metrar. Þóroddur Jóhannss. UMSE 36.57 Gestur Þórsteinss. UMSS 27,63 Ingvi Eiríksson UMSE 26.86 Halldór Jónsson skák- meistari Akureyrar SKÁKÞINGI Akureyrar er ný- lega lokið. Keppendur í meist- araflokki voru 11 og urðu heltu úrslit sem hér segir: 1—2 Halldór Jónsson 7 V2 1—2 Jón Björgvinsson 7 V2 3 Gunnl. Guðmundss. 7 4 Júlíus Bogason 6V2 5 Haraldur Ólafsson 6 6 Jón Ingimarsson 5 í unglingaflokki varð Svein- björn Björnsson efstur. Halldór og Jón kepptu síðan til úrslita 4 skákir og vann Halldór með 2 V2 gegn IV2 og hlaut því titil- inn skákmeistari Akureyrar 1965. LESENDUR! Verzlið að öðru jöfnu við þá, sem auglýsa í blaðinu fsTENDTTF^ fæst í Hreyiilsbúð- inni við Kalkofns- veg, Reykjavík. Frá vinstri: Frú kommandör Westergaard, borgarstjóri Geir Hall- grímsson major Driveklcpp, menntamálaráðherrá Gylfi Þ. Gísla- son og konunandör Westergaard. Hjálpræðisherinn stofnar skólaheimili í TILEFNI af 70 ára afmæli Hjálpræðishersins á íslandi opn aði hann skólaheimili að Bjargi á Seltjarnarnesi, sem ætlað er ungum stúlkum. Við vígsluat- höfnina var boðið mörgum fyr- irmönnum, en umdæmisstjóri „Hersins" á Norðurlöndum var viðstaddur og lýsti yfir opnun heimilisins, en það á að rúma 11 stúlkur. Þar verður haldið uppi fræðslu í bóklegum og verk legum greinum. SKÓLUM SLITIÐ Á HÚSAVÍK GAGNFRÆÐASKÓLINN. Húsavík 26. maí. Gagnfræða- skóla Húsavíkur var slitið 15. maí. Nemendur voru 109. Nýir stundakennarar voru Ásta Valdimarsdóttir og Hulda Sím- onardóttir. Þessir gestir heim- sóttu skólann og sýndu myndir: Bjarni Bjarnason, Laugarvatni, dr. Haukur Kristinsson og Sig- urður P. Björnsson. Félagslíf mikið og fjölbreytt. Skíðanám- skeið var haldið, svo og dans- námskeið. Árshátíð var í byrj- un marz. Nemendur Héraðs- skólans að Laugum komu í heimsókn ásamt kennurum á MÁLVERKASÝNING Á HÚSAVÍK Húsavík 26. maí. Benedikt Jóns- son hefur undanfarna daga haft hér niálverkasýningu í skóla- ! húsinu, og er aðstaða þar hin bezta. Á sýningunni eru yfir 60 j myndir, stórar og smáar, og fjölbreytni mikil. Þetta er 4. sýning Benedikts og án efa sú athyglisverðasta. Áður hefur hann sýnt hér, svo og á Akur- eyri og í Reykjavík. Mesta athygli hafa vakið vatns litamyndirnar, og seldust þær allar fyrstu dagana, og þegar þetta er skrifað, er vel helming- ur myndanna seldar. — Aðsókn hefur verið mjög mikil, komið hefur fólk úr nærliggjandi sveitum, og margt unglinga, sem sagt er að hafi öðru að sinna nú til dags. Sýning Benedikts er á sinn hátt listrænn viðburður og kærkomin tilbreyting í bæjar- hfinu, sem áhorfendur hafa kunaað vel að meta. Joðge. ofanverðum vetri. — Sigurður Guðmundsson, sjómaður, Húsa- vík, færði skólanum að gjöf 40 tegundir eggja, til notkunar við kennslu. Þá eignaðist skólinn gamlar Ijósmyndir, teknar á Húsavík á öndverðri þessari öld. Sýning á handavinnu og teikningum nemenda var sunnu daginn 9. maí. Ellefu nemendur þreyta lands próf. — Hæstu einkunn á ung- lingaprófi hlaut Páll Þorgeirs- son, 8,75 en hæstu einkunn í skólanum hlaut Sigurgeir Jóns- son, 1. bekk, 9,17. N. k. haust eru 20 ár liðin frá því starf Gagnfræðaskóla Húsavíkur hófst. Áður hafði um langt árabil verið starfrækt- ur unglingaskóli, kenndur við Benedikt Björnsson, stofnanda hans. BARNASKÓLINN. Barnaskóla Húsavíkur var slit- ið 15. maí. í skólanum voru 220 nemendur í 11 bekkjardeildum. Fastir kennarar 7 auk skóla- stjóra. Barnaprófi luku 37, þar af .4 með ágætiseinkunn. Hæstu ein- kunn á barnaprófi hlaut Elísa Þorsteinsdóttir. — Veitt voru tvenn bókaverðlaun við barna- próf, fyrir beztu frammistöðu í íslenzku og sögu, og hlaut þau Karl E. Gunnarsson, og fyrir bezíu frammistöðu í sundi og leikfimi. Hlaut þau Kristján Hermannsson. Barnastúka starfar innan skól ans, sem skólafélag, og er gild- ur þáttur í skólastarfinu. Árs- skemmtun skólans var haldin í marz og var fjölbreytt. -' V , ....Joðge. 4 ÍSLENDINGU?

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.