Íslendingur


Íslendingur - 02.10.1975, Blaðsíða 7

Íslendingur - 02.10.1975, Blaðsíða 7
Lm útivist barna og unglinga Lögreglan á Akureyri hefur farið þess á leit við blaðið að það birti eftirfarandi úrdrátt úr reglugerð um verndun barna í kaupstöðum, kauptúnum og öðru slíku þéttbýli með 400 íbúa og fleiri, mega börn yngri en 12 ára ekki vera á almannafæri eftir kl. 20, og eftir kl. 22 tímabilið 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðnum, að- standendum sínum eða um- sj ónarmönnum. Unglingar, yngri en 15 ára, mega á slíkum stöðum ekki vera á almannafæri eftir kl. 22 tímabilið 1. sept- ember til 1. maí og eftir kl. 23 1. maí til 1. september, nema í fylgd með fullorðn- um, eða um sé að ræða beina heimferð frá skólaskemmtun um, íþróttasamkomu eða frá annarri viðurkenndri æsku- lýðsstarfsemi. Hvers konar þjónusta við börn og ungmenni eftir lög- legan útivistartíma, önnur en heimflutningur, er bönnuð, að viðlagðri ábyrgð þess, er og unglinga: þjónustu veitir. Handhöfum þjónustuleyfa er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin. Ungmennum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á almennum dansleikj- um eftir kl. 20.00, •— öðrum en sérstökum unglinga- skemmtunum, sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfé- lögum eða öðrum aðilum, sem til þess hafa leyfi og háð ar eru sérstöku eftirliti. For- stöðumönnum dansleikja er skylt að fylgjast með því, að ákvæði þessi séu haldin, að viðlögðum sektum og/eða missi leyfis til veitingahalds eða skemmtanahalds um lengri eða skemmri tíma. Ungmennum yngri en 18 ára er óheimill aðgangur og dvöl á veitingahúsum, sem hafa leyfi til vínveitinga, eftir kl. 20.00, nema í fylgd með foreldrum, forráðamönn um eða maka. Veitingaleyfis hafa er skylt að gæta þess, að ákvæði þetta sé haldið, að viðlögðum sektum og/eða missi veitingaleyfa sinna um lengri eða skemmri tíma. Þeir, sem hafa forsjá eða foreldraráð barna og ung- mcnna, skulu, .að viðlögðum sektum, gæta þess, að ákvæði þcssarar greinar séu ekki brotin. Þá má einnig bcita sakhæf ungmenni viðurlög- um fyrir brot á þessum ákvæðum. Útdráttur úr ákvæðum þessarar greinar skal hanga á áberandi stað í öllum skólum skyldunéms, almennum veitingahúsum og samkomustöðum í lögsagnar umdæminu, og sér viðkom- andi barnaverndarnefnd um það, — ásamt lögreglu. Barnavcrndarnefnd Akureyrar. Stjórnmálaskóli Sjálf- stæðisflokksins að hef jast Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verður haldinn dagana 13.—'19. október n.k., en megintil- gangur skólans er að veita þátttakendum grundvallarþekkingu á sein flestum sviðum þjóðlífs og gera þcim kleift að tjá sig áheyrilega og skipulcga, auk þess að ná valdi á góðum vinnu- brögðum í félagsstarfi og stjórnmálabaráttu. Skólinn vcrður hcilsdagsskóli meðan hann stend- ur yfir, frá kl. 9.00—10.00 með kaffi- og matarhléum. Meginþættir námskrár verða sem hér segir: 1. Þjálfun í ræðumennsku, fundarsköp og fl. 2. Almenn félagsstörf og notk un hjálpartækja. 3. Framkoma í sjónvarpi (upp taka o. fl.). 4. Söfnun, flokkun og varð- veisla heimilda. 5. Helstu atriði íslenskrar stjórnskipunar. 6. íslensk stjórnmálasaga. 7. Skipulag og starfshættir S j álf stæðisf lokksins. 8. Stjórnmálabaráttan og stefnumörkun. 9. Utanríkis- og öryggismál. 10. Markmið og rekstur sveit- arfélaga. 11. Verkalýðsmál. 12. Landhelgismálið. HEVRN Framhald af baksíðu. betri menntunarmöguleikum og meira fjárhagslegu ör- yggi, en danska rikið greiðir t. d. öllum heyrnarlausum yfir 500 danskar krónur á mánuði hvort sem þeir eru í fastri vinnu eða ekki. Túlk- arnir sem nefndir eru hér að framan fylgja hinum heyrn- arlausu i þá skóla sem þeir sækja og þýða það sem fram fer yfir á táknmál og gera viðkomandi þannig kleift að velja milli miklu fleiri náms greina en hér er unt, þar sem iðnnám er svo til eina fram- haldsnámið sem heyrnarlaus ir geta stundað. 13. Efnahagsmál. 14. Kynnisferðir o. þ. h. Skólahaldið er opið öllu Sjálfstæðisfólki og þurfa þátt- tökutilkynningar að berast Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sem allra fyrst í síma 17100 og 18192 eða skriflega að Laufás- vegi 46, Reykjavík. Þátttöku- gjald er kri 2.000.00. IMauðungar- uppboð scm auglýst var í 19., 20. og 21. tölublaði Lögbirt- ingablaðsins 1975 á hluta af Strandgötu 39, (neðri hæð, vesturhluta) Þinglýstri eign Magna Ásmunds- sonar, fer fram í eigninni sjálfri, miðvikudaginn 8. október 1975 kl. 11 f. h. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI. LÓGTÚK til tryggingar ógreiddum þinggjöldum og öðrum gjöldum til ríkissjóðs hefjast án frekari fyrirvara eftir 1. október n. k. Er skorað á gjaldendur, er enn skulda þinggjöld að greiða þau hið allra fyrsta og komast þannig hjá greiðslu lögtakskostnaður og draga úr greiðslu dráttarvaxta, sem eru IV2 % á mánuði. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI OG DALVÍK, SÝSLUMAÐURINN í EYJAFJARÐARSÝSLU, 25/9 1975. ÓFEIGUR EIRÍKSSON. Best að auglýsa í ÍSLENDIIMGI 1975-DIESEL sparar eftir 5000 km. akstur 6 kr. á hvern ekinn km. Þeir sem fylgjast með, vita að Land Rover er bíllinn sem menn nota hér á landi. Hann sést alls staöar, í bænum, við vinnustaði, við sveitastörf, eða inni á afréttum, vaðandi yfir ár og urðir. Þeir sem þurfa traust farartæki, sem stenst mikiö álag, misjöfn veður og fer vegi sem vegleysur, velja Land Rover. Enda þótt Land Rover breytist ekki á ytra borði er sífellt verið að endurbæta hann. Við kappkostum að veita góða viðgerða og vara hlutaþjónustu. Yfirbyggingin er úr áli og ryðgar þvi ekki, Land Rover er klæddur að innan og tilbúinn til skráningar. Land Rover - fjölhæfasta farartækiö á islandi. íummi ® R STEFÁNSSON HF. tiVERFlSGÖTU 103 REYKJAVÍK SÍMI 26911 Lcná Hovw í SLENDIN GUR — 7

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.