Íslendingur


Íslendingur - 30.06.1977, Blaðsíða 2

Íslendingur - 30.06.1977, Blaðsíða 2
Markaregn í leik KA og Reynis frá Sandgerði KA og Reynir frá Sandgerði léku í 2. deild íslandsmótsins á Akureyri á laugardaginn. Sannkallað markaregn varð í leikn- um, en KA sigraði með 6 mörkum gegn 3. I hálfleik var stað- an 2-1. Gunnar Blöndal skoraði „hat tric“ eða 3 mörk, Sig- björn Gunnarsson, Ármann Sverrisson og Guðjón Harðarson skoruðu 1 mark hver. Varamark- maðurinn var bestur Samúel bjargaði öðru stiginu Sl. fimmtudag lék Þór við Fram í 10. umferð 1. deildar íslandsmótsins í knattspyrnu og lauk leikmun með jafn- tefli, 1-1. Virðast Þórsarar heldur vera að ná sér á strik eftir fjögur töp í röð. Sigþór Ómarsson sagði í viðtali við blaðið, sem birtist í sl. viku, að liðinu virtist vanta þann baráttuneista, sem var til staðar í fyrstu leikjunum. Það má segja, að þessi neisti hafi kviknað aftur hjá Þórslið- inu í leiknum á fimmtudaginn, eftir að Jón Lárusson skoraði glæsilegt mark með hjólhestaspyrnu. Þá var eins og Þórsarar vöknuðu til lífsins og börðust þeir eins og Ijón það sem eftir var leiksins. Byrjunin var ekki efni- leg hjá Þórsurum. Framar- ar sóttu stíft til að byrja mfeð og hefðu átt að skora ein 2—3 mörk á fyrsfcu 30 m'ínútunum. En Samúel var í miklu stuði í markinu og varði hann oft stór- glæsilega og hélt Þórslið- inu „á floti“ þennan hluta leiksins. Framarar urðu fyrri til að skora, en Jón Lárusson jafnaði og eftir það var leikurinn í meira jafnvægi og fengu bæði lið in tækifæri til að skora og tryggja sér sigurinn. — Varamarkmaðurinn, Samúel Jóhannsson, var besti maður vallarins, en hann hefur ekki leikið með Þórsliðinu í sumar, að und Samúel Jóhannsson. anskildum tveim síðustu leikjum, þar sem Ragnar hefur vferið meiddur. H.M.R. Efnilegir ungir knattspyrnumenn Leikurinn var ekki nema 6 mín. gamall þegar Gunnar Blöndal ákoraði fyrsta mark- ið fyrir KA og var það jafn- framt fyrsta mark Gunnars í deildinn i í sumar. Skoraði Gunnar eftir góða sendingu frá Helga. Á 36. mín. skoraði Guðjón annað markið. Sig- björn átti þrumuskot að marki, en boltinn lenti í Guð jóni og þaðan í markið. Á 45. mín. skoruðu síðan Reynis- menn og var Pétur Sveinsson þar að verki. Síðari hálfleikur var ekki nema rétt hafinn þegar Ár- mann skoraði eftir góða send ingu frá Gunnari. Stuttu síð- ar skoraði Gunnar 4. mark KA eftir að markmaður Reyn is hafði hálfvarið hörkuskot frá Armanni. Á 65. mín. var Gunnar enn á ferðinni og Skoraði fallegt mark úr lang- skoti. Stuttu síðar skoraði Pét ur Sveinsson aftur fyrir Reyni eftir slæm mistök hjá Magnúsi og Guðbergi. Á 72. mínútu fékk KA víti, sem Sig björn tók, en hann skaut him in'hátt yfir. 10 mínútum síðar bætti hann laglega fyrir mis- tökin. Þá lék hann á þrjá Reynismenn og renndi bolt- anum í netið og var þetta eitt fallegasta mark leiksins. Reynismenn áttu lokaorðið í leiknum er Ómar Bjarnason skoraði á síðustu minútun- um. Leikurinn var oft skemmti legur á að horfa. Mikill hraði og oft gott spil og mörg mörk, sum gullfalleg. Gunnar Blön- dal átti sinn besta lei'k í sum- ar, en Ármann, Haraldur og Steinþór áttu einnig góðan leik." H.M.R. Um helgina léku Þór og Völs ungur og KA og Tindastóll í fslandsmóti yngri flokkanna í knattspyrnu, F-riðli. Þór og Völsungur mættust á laugar- daginn. Þór vann í 5. flokki, 4-0, Völsungur í 4. flofcki, 2- 1, en Þór í 3. flokki, 3-0. f öllum þessum flokkum er mifcið um fríska stráfca, sem eru flestir mjög efnilegir og hafa gott auga fyrir spili. Gætu jafnvel meistaraflokks- menn mikið lært af þessum strákum. Á sunnudaginn léku KA og Tindastóll. Eins og oft hefur komið fyrir áður, vantaði dóm arann þegar til átti að taka, en Rafn Hjaltalín kom og 'bjargaði málunum, þegar hálf tími var liðinn frá því að leik urinn átti að hefjast. KA vann í öllum flókkum, 3., 4. og 5., með sömu markatölu, 5-0. H. M. R. y Dagsbrún Um helgina léku Leifturs- menn frá Ólafsfirði við Dags brúnarmenn, sem er knatt- spyrnulið ungmennafélagsins í Glæsibæjarhreppi. Dags- brúnarmenn máttu þola stór- an skell. Leiftur sigraði með 10 mörkum gegn engu. Leik KS og Magna var frestað. H.M.R. fyrir byrjendur á öllum aldri verður haldið á golf- vellinum að Jaðri og stendur dagana 4. til 8. júlí. Aðalkennari verður Björgvin Þorsteinsson. Þátttaka tilkynnist í golfskálann, sími 2-29-74 fyrir nk. sunnudag. Þátttakendum verða lánuð golfáhöld. Þátttökugjald er kr. 2.000 fyrir fullorðna en kr. 500 fyrir börn og unglinga. Ekkert gjald er fyrir þá sem ganga í klúbbinn. GOLFKLÚBBUR AKUREYRAR. ÆSKULÝÐSRÁÐ AKUREYRAR. I Shelltox FLUGIMA FÆLAIM Hafið þér ónæði af flugum? Við kunnum ráð við því Á afgreiðslustöðum okkar seljum við SHELL flugnafæluspjaldið. Spjaldið er sett upp og engar flugur I því herbergi næstu 3 mánuðina. Spjaldið er lyktarlaust, og fæst í tveim stærðum. Olíufélagið Skeljungur hf Sholl 2 — lSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.