Íslendingur


Íslendingur - 30.06.1977, Blaðsíða 4

Íslendingur - 30.06.1977, Blaðsíða 4
íslendingur Otgefandi: tslendingur hf. RlUt)6ri og ábyrgðarmaður: Gísli Sigurgeirsson. Dreifingarstjóri: J6na Amadóttir RlUtjóm og afgreiðsla: Ráðhústorgi 9, sími 21500. Prentun: Prentsmiðja Bjöms jonssobar. Askrlftargjald: 200 kr. & mfinuði. Lausasala: 60 kr. eintakið. „Annað væri ekki sanngjarnt“ Fyrirsjáanlegt er, aO á næstu árum koma stórir hðpar fólks á vinnumarkaðinn, sem einhversstaðar verður að finna starfs- vettvang fyrir. Þó 1 svo að þessir hópar minnki þegar lengra líður, verða þeir samt árlega stærri en þeir sem hætta störfum. Að mati sérfræðinga koma sjávarútvegurinn og landbúnaður- inn ekki til með að geta bætt við sig miklu vinnuafli, jafnvet engu. Það leiða því öll rök að því, að efla verði aðrar atvinnu greinar á þann veg, að þær geti tekið á móti þessu aukna vinnu- afli. Iðnaður er sú atvinnugrein, sem mest hefur verið rætt um að undanförnu, í tengslum við yfirstandandi iðnkynningarár. Ljóst er, að þar er sú atvinnugrein, sem kemur til með að þurfa að taka við verulega auknu vinnuafli á komandi árum og raunar sú eina sem kemur til með að geta það. En til þess að það megi verða, verður að byggja iðnaðinn upp með markvissum hætti, það þarf að efla þær iðngreinar sem fyrir eru og leita nýiðnaðar. Þetta verður að gera með rökhyggju og byggja ákvarðanir á staðreyndum, en ekki slagorðum. Það vinnst lítið með því, að byggja upp óarðbær fyrirtæki. Akureyri hefur löngum verið nefndur „iðnaðarbær“ og það ekki að ósekju. Þar hefur vaxið og dafnað fjölbreyttur iðnaður á undanfömúm áratugum og Akureyri hefur lengstum haft frystu um uppbyggingu iðnaðar í Iandinu, bæði hvað viðvíkur rekstur og framleiðslutækni. Til marks um þetta má nefna, að árið 1975 störfuðu við Eyjafjörð 3A hlutar þeirra, sem unnu að iðnaði á öllu Noðurlandi. Og rúmlega Vs hluti þeirra sem unnu að iðnaði við Eyjafjörð unnu hjá Sambandsverksmiðjunum á Akureyri. Þetta hefur m.a. orðið til þess að uppbygging Akureyrar hefur verið jöfn. Atvinnulíf bæjarins hefur losnað við þær sveiflur, sem aðrir kaupstaðir, er byggja atvinnulíf sitt að mestu leyti upp á sjávarútvegi, hafa orðið að þola þegar fiskif stofnar minnka eða hreinlega hverfa. Þó hafa Akureyringar og Akureyskur iðnaður ekki farið varhluta af efnahagslegum kreppum þjóðarinnar eins og gefur að skilja. Nágrannabæjir Akureyrar og margir byggðarkjarnar á Norð- urlandi, hafa á undanförnum árum getað státað af auknum iðnaði. I flestum tilfellum hafur verið um smáiðnað að ræða, en aukning þeirra, sem starfa að iðnaði hefur orðið veruleg í öllum sýslum fjórðungsins á undanförnum 10 — 12 árum. Þessi þróun má ekki stöðvast, hún verður að halda áfram byggðar- laginu til framdráttar. Raforkuskortur á Norðurlandi hefur orðið uppbyggingu iðn- aðar t fjórðyngnum fjötur um fót á undanförnum árum. Nú sér fram á næga orku með tilkomu byggðalínunnar og Kröflu- virkjunnar, jafnvel einum of mikla, sérstaklega þegar tekið er tillit til Hitaveiíu Akureyrar, sem mun jafngilda 40mw orku- veri fullbúin. Oft er rætt um stóriðju því samfara, þegar rætt er um upp- byggingu iðnaðar, sérstaklega í sambandi við hagkvæmnissjónar mið og þess smálðnaðar, sem gæti þróast samfara stóriðjunni., Það er sjálfsagt að skoða það mál og taka síðan ákvörðun út frá staðreyndum — en ekki slagorðum. Það er lítil rökhyggja að segja: „Það skal aldrei rísa stóriðja eða álverksmiðja við Eyjafjörð á meðan ég fæ nokkru ráðið“, eins og einn ágætur þingmaður Framsóknarflokksins sagði nýlega. Til þess að íslenskur iðnaður nái að þroskast eðlilega verður hann að búa við sömu vaxtarskilyrði og aðrir atvinnuvegir þjóðarinnar, frá hendi hins opinbera. Hann verður að búa við eðlilega og sanngjarna samkeppnisaðstöðu, - annað væri ekki sanngjamt. Vel heppnað hesta að Melgerðismelun Verða slfk mót árlegur viðburður í fi ■ lllllll v i'í;' ■ ' f Um helgina gengust hestamannafélögin við Eyjafjörð fyrir hestamóti með kynbótasýningum, góðhestasýningum og kapp- reiðum að Melgerðismelum. Frekar óhagstætt veður var um helgina að Melgerðismelum, norðanstrekkingur og kalsj^ og því ekki margt um áhorfendur, eða um 800 manns. Tókst mótið samt með ágætum og þar mátti sjá margan fagran gæðinginn og fráan hlaupahestinn. Það voru hestamannafélögin Funi í Eyjafirði, Léttir á Akureyri, Hringur á Dalvík, Gnýfari í Ólafs- firði og Þráinn í Grýtubakkahreppi, sem tóðu að mótinu, en þau eru öll aðilar að Hrossaræktarsambandinu Hauki. Glanni frá Áshóli í Grýtu- bakkahxeppi stóð efstur af al- Ihliða gæðingunum í A flokki. Hann hlaut 199 stig, aðeins % stigi meira en Ljósvaki Birgis Árnasonar, en Sörli Andrésar Kristinssonar frá Kvíabekk í Ólafsfirði varð í 3. sæti með 193.5 stig. Reynir Hjartarson var knapi á Glanna, en Birgir og Andrés sýndu sína hesta sjálfir. M ■ ■■■•‘i.'iíKÍ • Funi hlutskarpastur af klárhestunum f B flokki gæðinga, klór- hesta með tölti, varð Funi Páls Gunnarssonar á Akureyri hlut skarpastur, en knapi var Hólmigeir, sonur Páls. Funi 'hlaut 203 stig, en Reykur Jóns Mattlhíassonar hlaut sömu stigatölu. Komu Hólmgeir og Jón sér saman um að dregið jrrði um hvor besturinn hlyti 1. sætið. f 3. sæti varð Flótti Finns Björnssonar. • Fylkir Náttfarason fékk hæsta einkunn af stóð- hestum Af stóðhestum 4 og 5 vetra fékk Fylkir Freyju Sigurvins- dóttur hæsta einkunn, 7.82, en hann er sonur Náttfara, sem Freyja seldi Sigurbimi Eiríks syni forðum daga. Var hann þá talinn einn dýrasti hestur á landinu, sem frægt er. f öðru sæti varð Kóngur Ingólfs Gestssonar, en Spói Margrétar Hallsdóttur varð 3. Allir með 2. einkunn. hanns á Uppsölum varð í 2. sæti, en Dimmalimm Sigríðar Jóhannesdóttur í 3. sæti. Af 6 vetra hryssum og eldri fékk Hæra frá Litla-Garði hæsta einkunn, 8.01, en eig- andi hennar er Ármann Gunn arsson. í öðru sæti varð Bleikja Reynis Hjartarsonar og Dögg frá Ytra-Dalsgerði varð í 3. sæti. Af þeim hryssum, sem sýnd ar voru með afkvæmum stóð Nótt Ólafs í Garðshorni efst, hlaut einkunnina 7.78. Óttar á Laugalandi var kynnir mótsins. • Ung og glæsileg hryssa frá Syðra-Laugalandi fékk hæstu einkunn af hryssunum Af 4 og 5 vetra hryssum fékk Elding Loga Óttarssonar hæsta einkunn, 8.05, sem er 1. einkunn og jafnframt hæsta einkunn sem hryssa fékk á mótinu. Eldinig er frá Syðra- Laugalandi í Eyjafirði. ör Jó- # Aðeins sekúndubrot skildu að fyrstu hestana i kappreiðunum Alls voru það 16 hestar, sem voru skráðir til lei’ks í skeið- inu og kepptu þeir í 4 riðlum. Hlutskarpastur varð Mjölnir Jóhanns Þorsteinssonar á 27.2 sdk. í öðru sæti varð Hrímnir Hermínu Valgarðsdóttur, sem Matthías Eiðsson sat, á 27.5 sek., og Óðinn Gunnars Jakobs sonar varð 3. á sama tíma, en sjónarmun á eftir. í 250 m. folahlaupinu varð Gráni Sigurlaugar Ólafsdóttur fljótastur, hljóp á 20.5 sek., en knapi var Jón O. Ingvarsson. Annar varð Kvöldroði Ingi- mars Pólssonar á 20.6 sek., en Iða Stefáns Friðgeirssonar varð þriðja á 20.7 sek. í 350 m. stökki sigraði Píla Andrésar Kristinssonar á 28.6 sék., en knapi var Ómar Jakobsson. f öðru sæti varð Feykir Helgu Árnadóttur á Sigurvegarar í 1600 m. brokki, Jarpur, Hrefna og Leysingur, ásamt knöpum. knöpum. í 250 m. stökki, ( ”““““————————— 4 — ÍSLENDINGUB

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.