Íslendingur


Íslendingur - 10.11.1983, Blaðsíða 4

Íslendingur - 10.11.1983, Blaðsíða 4
4 2stcmlin0ur FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Úlgelandi: Ritstjóri: Auglýsingastjóri og dreiling: Ritstjórn, simi: Auglýsingar, simi: Askrittargjald: Lausasala:- Augtýsingaveró: Prentun: Islendingur hf. Halldor Halldórsson (ábm.) Gunnar Blöndal 21501 21500 kr. 130 á ársfjóröungi ’kr. 10 eintakið kr, 130 dálksm Prentsmiöja Bjorns Jónssonar og Dagsprent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Nýlokið er 25. Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þessi landsfundur markaði tímamót í sögu flokksins í tvennum skilningi einkum. Að baki er tímabil ágreinings innan hans i afstöðu til fyrrverandi ríkis- stjórnar og stefnumála. Á þessum landsfundi var enn fremur kjörinn nýr formaður Sjálfstæðisflokks- ins. Þar hafa þvi orðið kynslóðaskipti, þegar Geir Haligrímsson lætur af störfum eftir 10 ára forystu en við tekur Þorsteinn Pálsson. Mikill einhgur og sóknarvilji ríkti á þessum landsfundi. Þar kom skýrt í Ijós, enn einu sinni, hversu mikill lifandi frumkraftur er í í þeirri frjáls- lyndu og lýðræðislegu stjórnmálahreyfingu, sem Sjálfstæðisflokkurinn er. Á síðasta landsf undi höfðu fylkingar leitt saman hesta sína. Nú var því fargi af létt og samþykkt einróma kjarnyrt og víðsýn stjórn- málaályktun í anda þeirrar grundvallarstefnu Sjálf- stæðisflokksins, sem reynslan sýnir, að á mikinn og vaxandi hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Hámarki náði sú eindræni, sem ríkti á landsfund- inum þegar Þorsteinn Pálsson alþingismaður var kjörinn með verulegum meirihluta úr hópi þriggja mikilhæfra ágætismanna til þess að gegna for- mennsku í flokknum eftir að Geir Hallgrímsson gaf ekkí lengur kost á sér til þess starfs. Þorsteinn er ungur að árum en hann hefur sýnt það svo ekki verður um villst, að þar fer snjall, ákveðinn en jafnf ramt lipur málafylgjumaður, sem vænlegur er til þess að reynast farsæll foringi. Friðrik Sophusson fékk mikið og verðskuldað fylgi í formanns- og varaformannskjöri. Friðrik hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins um tveggja ára skeið. Hann hefur skilað því hlutverki með hinni mestu prýði. Óhætt er að fullyrða, að hann hefur staðið fast að baki f ráfarandi formanns og á ómetan- legan þátt í að sætta stríðandi fylkingar f flokknum ásamt Geir Hallgrímssyni og skilað honum heilum í höfn úr eldlínu ágreiningsins, sem nú er að baki. Birgir ísleifur Gunnarsson, sem keppti við þá Þorstein og Friðrik um formannssætið hefur verið formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Óhætt er að fullyrða, að hann hefði fengið eindregna kosningu til þeirra starfa áfram, ef landsfundur kysi til þess, en svo er ekki samkvæmt skipulagsreglum. Birgir er einn mikilhæfasti og starfssamasti forystu- maður flokksins. Þessir menn, Þorsteinn, Friðrik og Birgir, eru traustir baráttubræður og eiga vfsan stuðning Sjálfstæðismanna um allt land í þeirri baráttu og sókn, sem framundan er. Geir Hallgrimsson fyrrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, getur eins og hann sagði sjálfur í setningarræðu sinni hætt formennsku með góðri samvisku. Um hann hafa að sjálfsögðu blásið stríðir stormar. Hann hefur mátt þola ósigra og jafnframt notið sætra sigurstunda. Aldrei hefur hann þó verið stærri né sterkari stjórnmálamaður en þegar mest blés f móti. Hann skilar nú af sér eftir mikinn sigur í síðustu alþingiskosningum heilum og einhuga stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar. Einmitt nú, þegar brýnni nauðsyn er en oftast áður á að unnt sé að sameina öll bestu öfl þjóðarinnar í baráttunni við sívaxandi vanda, sem að henni steðjar. Lárus Jónsson. Of mikil áhætti raforku- og stór - segir Lárus Jónsson, alþingismaður vel, eins og hann gerir nú. Á hinn bóginn er vandinn í sjávarplássunum fyrst og fremst vegna þess, að afli hefur minnkað og það er mjög uggvænlegt framundan í sjávarútvegsmálunum, eins og við vitum og ekki ljóst á þessari stundu hvernig það leysist." En er ekki vandinn jafn- framt fólginn í því, að það hefur verið siglt með aflann? „Jú, það verður nú alltaf. Það er aldrei hægt að komast hjá því. T.d. hér fyrr á árum, þegar atvinna var minni heldur en hún hefur verið undan- farið ár, þá kom alltaf til árekstra út af þessu, að menn sem stóðu að útgerð á viðkom- andi stöðum töldu hagkvæm- ara að sigla með afia, heldur en að leggja hann á land, og hjá slíku held ég, að verði ekki komizt. Að sjálfsögðu verða menn að reyna að takmarka það sem allra mest.“ En ef við lítum t.d. á iðnað- armenn. Nú voru þeir á fundi með bæjarráði um daginn og lýstu þá meðal annars þeirri skoðun sinni, að með því að skera ekki niður opinberar framkvæmdir, eins og sýnist ætla að verða, þá væri það þeim talsvert mikilvæg ráð- stöfun? „Jú égeralvegsammála því, að það væri mjög æskilegt, við þær aðstæður, sem nú ríkja í byggingariðnaði í kjördæminu að halda uppi opinberum Atvinnumál í Norðurlandi eystra hafa enn á ný komizt í brennipunkt eftir að fréttir fóru að berast af yfirvofandi Ijöldauppsögnum hjá Slipp- stöðinni á Akureyri, bágu atvinnuástandi í byggingar- iðnaði, uppsögnum í fiskiðju- verum á Dalvík og Húsavík og fleira mætti sjálfsagt nefna. íslendingur bar þessi mál undir þingmenn úr kjördæm- inu og fyrstur á okkar skrá var Lárus Jónsson, sem jafnframt er formaður ljárveitinganefnd- ar og á sæti í stóriðjunefnd. „Auðvitað hafa menn nokkrar áhyggjur af atvinnu- ástandinu í kjördæminu. Á Akureyri hefur iðnaðurinn undanfarin ár átt í mjög miklum vanda og þar hefur meðal annars komið til stefn- an í efnahags- og gengismál- um. Ég lít svo til, að hinn almenni iðnaður á Akureyri standi nú miklu betur að vígi heldur en áður, sámkeppnis- staða hans sé miklu betri. Það kemur að vísu ekki strax í ljós, en ástandið væri miklu verra ef iðnaðurinn stæði þó ekki þetta l.árus Jónsson. „Trjáikvoðuverkí ekki inn í dæmin Guðmundur Bjarnason, al- þingismaður, vék fyrst að sjávarútveginum og sagði, að í sjálfu sér væri ekki neitt eitt einfalt svar til í þeim efnum. „f sjávarútveginum í heild sinni er um að ræða vanda, sem stafar fyrst og fremst af sam- drætti í afla eða miklu minni þorskafla en verið hefur, „og ég býst ekki við því, að það sé til neitt eitt einfalt svar sem lausn við því.“ Staðir eins og Dalvík og Húsavík hafa byggzt upp á útgerð, fyrst og fremst, og þess vegna skiptir það náttúrlega sköpum hvernig okkurgengur í sjávarútveginum, og hvernig þorskveiðarnar ganga.“ Hvað er brýnast í atvinnu- málunum fyrir norðan? Það er ábyggilega erfitt að grípa til einhverra nýrra lausna sem eru það skjótar, að þær hafi áhrif á atvinnulífið í augnablikinu. En hins vegarer það alveg ljóst, að það sem þarf að huga að gagnvart þessum stöðum, og á Húsavík hefur einmitt verið leitað leiða í því sambandi, er að auka fjöl- breytni atvinnulífsins til þess að gera þessa staði ekki svona einhæfa og algjörlega háða því hvernig sjávarútvegurinn gengur hverju sinni.“ En nú höfum við hugmynd- ir um trjákvoðuverksmiðju, sem að mati ýmissa er talinn harla ólíklegur kostur - ef ekki dauðadæmdur? „Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. Ég tel, að ef menn skoða þessa skýrslu Ewings vel, að þá sé hægt að lesa út úr henni, að þessi sérfræðingur telur, að ef við fáum til sam- starfs við okkur aðilja, þá séu ýmsir þættir í þessu sem séu jákvæðir og þetta ætti að geta gengið, en hann gerir alfarið ráð fyrir því, að við verðum að hafa tryggan markað, og það helzt í gegnum samstarfsaðila eða sameiginlegan eignaraðila að þessari verksmiðju. Og ég tel, að það hafi alltaf verið meiningin að standa svoleiðis að þessu. Hins vegar er það í sambandi við þetta fyrirtæki, eins og kannski alla aðra stóriðju í dag, og alla aðra stærri iðnað- armöguleika, sem við höfum verið að athuga, að vegna ástands í heiminum, þá er útlitið ekkert glæsilegt í því sambandi.“ En hefur þú nokkra trú á því, að við fáum nokkurn til samstarfs í Ijósi þeirrar geysi- miklu áhættu, sem virðist fylgja trjákvoðuverksmiðju? „Það kann vel að vera, að dæmið sé svo erfitt að við fáum ekki samstarfsaðila til að taka þátt í þessu, en ég vil þó alls ekki útiloka það áður en þær athuganir hafa farið fram, og ég tel að það sé rétt að gera ítarlega tilraun til þess að fá samstarfsaðila í þessu sam- bandi. Þeir verðútreikningar, sem komu í skýrslu Ekono, mið- uðust við lengri tíma en ástandið einmitt núna, en eins og ég sagði áðan, að þá er ástandið almennt það erfitt í

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.