Íslendingur


Íslendingur - 10.11.1983, Blaðsíða 8

Íslendingur - 10.11.1983, Blaðsíða 8
 Raflagnir - viðgerðarþjónusta á raflögnum og heimilistækjum. RAFORKA HF. GLERÁRGÖTU 32 Simar: 23257 og 21867 Hallgrímssafn í Laxdalshús: Löggjafarvald? „Ég finn mig knúinn til þess að leiðrétta það, sem fram kom hjá Valgerði Bjarnadóttur í síðasta fslendingi, þar sem hún virðist ekki hafa skilið orð mín. Ég sagði, að ég hefði verið dreg- inn á asnaeyrunum í nærri hálft ár og það sem ég átti við var, að strax í upphafi var mér sagt, að ég fengi leyfi, en þyrfti einung- is að bíða eftir því, að búið væri að semja reglur um leiktækja- stofur," sagði Magnús Kjartans- Naumt skammtað? Bæjarráð hefur samþykkt að veita 485 þúsund krónum til framkvæmda í Hlíðarfjalli vegna Skíðamóts íslands. Fénu skal verja til smíði á fimm mark- og starthúsum, til lagfæringar á stökkbraut og dómarapöllum og til merkingar göngubrautar. Bæjarráð gat ekki lagt til, að hcimiiuð yrðu kaup á vélsleða og spora, eins og farið var fram á. Kostnaður við það hefði orðið 380 þúsund krónur. son, sem nú hefur hafið rekstur lciktækjastofu í Kaupangi í blóra við samþykkt bæjar- stjórnar. Nú eru liðnar tæpar tvær vikur síðan Magnús opnaði og enn hafa yfirvöld í bænum látið reksturinn óáreittann. Magnús vildi jafnframt benda á þau orð forseta bæjarstjórn- ar, að henni þætti ,,mjög leiðin- legt og slæmt“ að ákvarðanir bæjarstjórnar Akureyrar væru hunzaðar, eins og hún segir Magnús hafa gert. Hann kvaðst í samtali við ís- lending vilja benda henni á, að einföld samþykkt bæjarstjórnar hefði ekki lagagildi og bæjar- stjórn Akureyrar hefði ekki fengið löggjafarvald ennþá, sem betur fer, eins og hann orðaði það. í þriðja lagi vildi Magnús koma því á framfæri við for- seta bæjarstjórnar og bæjar- stjóra, sem boðuðu að þau myndu kæra starfsemi hans, að þau ættu þá jafnframt að kæra leiktækjastarfsemina á flugvell- inum. Þar eru tvö tölvuspil og fjórir ,,peningakassar“ frá Rauða krossi Islands. „Kæmi vel til greina“ Friðsamt L.I.C. þing „Ég held, að áður en maður tekur afstöðu til þessa verði maður að fá fleiri hugmyndir til að vega og meta, sagði Helgi M. Bergs, bæjarstjóri, þegar Islendingur bar undir hann þá hugmynd, sem fram kom á aðalfundi Minja- safnsins, að ljósmyndasafni Hallgríms Einarssonar yrði kom- ið fy/ir í Laxdalshúsi. „Ég geri hins vegar alveg ráð fyrir, að þetta kæmi til greina,“ sagði bæjarstjóri. „Mér Finnst nú, að þessi safnahús og þessi varðveittu hús sem við erum með hérna á Akur- eyri, séu að verða nokkuð mörg, og við verðum að passa okkur á, að þetta vaxi okkur ekki hrein- lega yfir höfuð. Mér finnst mjög eðlilegt, að við reynum að finna fyrir svona hús einhverja nýt- ingu, þar sem þau þá fullnægja einhverri þörf, leysi t.d. það að við þurfum ekki að byggja annarsstaðar þannig þá, að við reynum að nota þau í einhverj- um hagnýtum tilgangi“, sagði bæjarstjóri. Hann ítrekaði, að hann vildi I lok síðustu viku var haldið hér á Akureyri þing LÍÚ og sóttu það útgerðarmenn hvað- anæva að af landinu. Það var mat manna, að þing þetta hefði verið fremur tíðinda- lítiö, a.m.k. borið saman við ýniis önnur slík þing útgerðar- manna. Fundarstjóri var Sverrir Leósson, útgerðarmaður á hafa mælt með aðeins 200 þúsund lesta hámarksafla. Halldór kom hingað til Akureyrar á fimmtudeginum. íslendingur hitti hann fram á flugvelli við kontuna og hugð- ist hann slaka eilítið á og losna við „streituna" í Reykjavík. Hins vegar höfum við það fyrir satt, að ræðuskrifin hafi tekið frá honum allan hvíldartím- ann. Á meðfylgjandi mynd hér að ofan er Halldór með Valdi- mar K. Jónssyni, prófessor, sem þá var nýkominn frá Kröflu. Á hinni myndinni stinga þeir saman nefjum Sigurdór Sigurdórsson, blaðamaður Þjóðviljans, og Jón Baldvin Halldórsson, blaðamaður DV, en Jóhanna Birgisdóttir hjá Sjávarfréttum lygnirafturaug- um - af þreytu að andakutug- heitum. heyra fleiri hugmyndir um nýtingu Laxdalshúss áður en hann tæki afstöðu. Eins og við skýrðum frá í síðasta blaði hafa Lionsmenn í bænum hug á að fá að nýta húsið til langs tíma. Akureyri. Kristján Ragnars- son var endurkjörinn formað- ur. Á föstudaginn hélt Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráð- herra, ræðu, þar sem hann fór yfir stöðu sjávarútvegsmála nú, einkum í ljósi aflabrests og síðustu frétta um fyrirsjáanleg- an samdrátt í þorskafia á næsta ári, en fiskifræðingar Útfór Valdemars Útför Valdemars Baldvins- sonar, heildsala, sem lézt þriðjudaginn 1. nóvember á Landakotsspítala í Reykja- vík, verður gerð frá Akur- eyrarkirkju kl. 13.30 í dag. Séra Þórhallur Höskuldsson jarðsyngur. Vítamínverksmiðj a stofnuð á Húsavík? Hjá Stóriðjunefnd hafa ýmsir hugsanlegir iðnaðarkostir verið til umræðu að undanförnu og meðal þeirra t.d. karbít-verk- smiðja og C-vítamín-verksmiðja, sem vel kæmi til greina að setja niður á Húsavík, ef ekki verður af því að þar verði sett niður trjákvoðuverksmiðja. . Lárus Jónsson, alþingismað- ur, sem á sæti í Stóriðjunefnd, sagði í samtali við Islending, að þessi mál væru skemur á veg komin en þeir aðalkostir, sem ræddir hafa verið, þ.e. álver við Eyjafjörð, trjákvoðuverksmiðja við Húsavík og Kísilmálmsmiðja í Reyðarfirði. Fyrir skömmu sendi nefndin frá sér bréf til allra þeirra aðilja erlendis, sem líklegir eru taldir til þess að hafa bolmagn og áhuga á að verða eignaraðilar með Islendingum vegna bygg- ingar trjákvoðuverksmiðju á Húsavík. Að sögn Lárusar Jónssonar hafa enn ekki borizt svör við þessum bréfum. Lárus vísaði á bug þeirri stað- hæfingu, sem sett hefur verið fram, að vegna hás raforkuverðs hér heima og mikillar áhættu samfara byggingu trjákvoðu- Bæjarstjórn hefur samþykkt að taka upp á nýjaleik viðtalstíma bæjarfulltrúa og er fyrirhugað, að þeir verði að jafnaði 2. og 4. miðvikudag hvers mánaðar á milli kl. 20-22. Fyrsti viðtalstíminn var í gærkvöld og sá næsti 23. nóvember. Viðtalstímamir verða í fundarsal bæjarráðs á annarri hæð húss bæjaryfirvalda við verksmiðju, væri lítil von til þess að afla samstarfsaðila. Þessar bréfaskriftir eru þá ekki sýndarmennska, nánast? „Ég tel þessa staðhæfingu út í hött. Fyrst verður að láta á það reyna hvort þetta er hægt. Ég segi alveg eins og er: Treysta Geislagötu 9. Tildrög þess, að tillaga um þetta kom fram eru þau, að í atvinnumálanefnd fyrir nokkr- um vikum kom allhörð gagnrýni fram á það hversu „kerfið" væri þungt í vöfum fyrir þá, sem ætluðu að stofna fyrirtæki á Akureyri. Þetta mál var rætt á bæjar- stjórnarfundi og lagði Sigfríður menn sér, ef það finnst enginn aðili í heiminum, sem þekkir þessa starfsemi, treysta menn þá sér í slíkri stöðu, sem við Islendingar erum í að leggja út í slíka áhættu,“ sagði Lárus Jónsson. Framhald á bls. 6 Þorsteinsdóttir (K) til að endur- nýjun viðtalstíma yrði könnuð. Sigurður J. Sigurðsson (S) tók undir þetta og nefndi nokkur dæmi um fólk, sem til sín kæmi með erindi vegna þess, að það vissi hreinlega ekki hvernig það ætti að snúa sér í kerfinu með erindi sín. Viðtalstímarnir verða auglýst- ir reglulega í Islendingi. Árangur af umkvörtun

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.