Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 13.05.1970, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 13.05.1970, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1970. 5 Heimsókn til Seyðisfjarðar — II. hluti OTTHÓ WATHIME gerði Seyðisfjörð að höfuðstað Austurlands Seyðisfjörður hlaut löggild- ingu sem verzlunarstaður árið 1842 og nokkrum árum seinna, eða 1855, var verzlun alger- lega gefin frjáls hérlendis. — Þetta varð til þess, að nokkur umsvif urðu við verzlun og þjónustu á staðnum, en á ára- tugnum milli 1880 og 1890 urðu mikil umskipti á Seyðis- firði. Þá hófu Norðmenn fisk- veiðar við Austfirði og Ottó Wathne flutti aðalbækistöðv- ar sínar frá Noregi til Seyðis- fjarðar. I-Iann gerðist fljótt um svifamikill framkvæmdamaður á staðnum og notaði fvrstur manna gufuskip til fiskveiða hér við land. Seyðisfjörður hlaut kaup- staðarréttindi fyrir liðlega 75 árum, eða 1. janúar 1895. Er Seyðfirðingar minntust afmæl isins í vetur, flutti Erlendur Björnsson, bæjarfógeti, ræðu og sagði þá m. a., að gufuskip Wathnes hefðu gert Seyðis- fjörð að höfuðstað Austur- lands, og að Ottó Wathne hafi raunverulega verið stofnandi Seyðisfjarðarkaupstaðar, þeg- ar rætt er eingöngu um kaup- staðinn sem slílcan á 75 ára afmæli hans. Ottó Wathne féll frá um aldamótin og hafa Seyðfirð- ingar reist honum veglegan minnisvarða. Upp úr aldamót- unum fór að halla undan fæti fyrir útgerð frá Seyðisfirði, og þá voru mestu velgengnisár* kaupstaðarins að baki. — Frá aldamótum hefur íbúatalan staðið nokkuð í stað, milli 800 og 1.000 manns. Þó hafa um- svif verið þar mikil á köflum á þessum tíma. Fyrir 30 árum fjölgaði um nær 2.000 manns á svipstundu, þegar Bretar gerðu staðinn að aðalbæki- stöð sinni á Austurlandi. Geysimikið var þá um kom- ur erlendra skipa á vegum hersins til Seyðisfjarðar, og varð því kaupstaðurinn eftir- sótt skotmark Þjóðverja. Um haustið 1942 gerðu tvær þýzk- ar flugvélar árás á SeyðisfjörJI og slösuðust þá fjórir drengir. Það kom oft fyrir, að sprengj- um væri kastað á Seyðisfjörð og á botni fjarðarins liggur geysistórt olíuskip, sem sökk í einni árás Þjóðverja. Bretar gerðu loftárás á Tromsö árið 1941 og komu þær flugvélar frá Sevðisfirði. Aftur urðu rnikil umskipti í málefnum Seyðisfjarðar á síldarárunum fvrir Austfjörð- um upp úr 1960, en þau gðð- æri eru nú að baki, sem öllum er kunnugt. I eifur Haraldsson, rafvirlcja mc'stari á Seyðisfirði, er ung- ur maður með ákveðinn vilja. Hann tók á móti mér, þegar til Sevðisfjarðar kom, og var mér hjálplegur á alla lund,— Hann er ekki ánægður með þróun mála á Seyðisfirði, en þó er ekkert uppgjafahljóð að heyra á honum. Það er margt, sem þarf að gera, en það er alls staðar sama sagan, það þarf fjármagn til að skapa fram- kvæmdir. Við ökum fram hjá barnaskólanum. — Húsið var byggt árið 1907 og þar er skólinn ennþá til húsa, ásamt fleiri skólum. — Þetta er stórt og myndarlegt timburhús og mun þá hafa verið — og lengi síðan — eitt af stærstu barna- skólahúsum utan Reykjavíkur. En ekki er hægt að búast við, að það gegni sínu hlutverki til eilífðarnóns. Árið 1913 var byggð stífla í Fjarðará og reist rafstöð fyrir bæinn. Þess má geta, að lagn- ingu raftauga innanhúss í bæn um var falin Indriða Helga- syni, sem enn rekur raftækja- verzlun á Akureyri, og Chr. Nielsen. En þrátt fyrir viðbæt- ur, er skortur á rafmagni á Seyðisfirði, sem á fleiri stöð- um á Austurlandi. Er virkjun- in í Grímsá langt frá því að vera nógu öflug til að þjóna sínu hlutverki. Ef aulca á iðn- að á Seyðisfirði, verður að vera næg raforka fyrir hendi. Vatnsveita var gerð fyrir kaupstaðinn árið 1904, rekst- V Síldarplönin eru nú auð og yfirgefin. (Myndir: — Sæm.). ur sjúkrahúss hófst aldamóta- árið, fyrir aldamót voru byggð ar margar hafskipabryggjur. — Þannig mætti halda áfram að telja upp ýmsar stórfram- kvæmdir á löngu liðnum árum. Máltækið segir „lengi býr að fyrstu gerð,“ og hefur það sannast á þessum framkvæmd um, sem hafa verið staðnum ómetanlegar á undanförnum áratugum. En tímarnir breyt- ast, tækninni fleygir fram og það, sem var gott fyrir 50 ár- um, er orðið útelt í dag í flest- um tilfellum. En nú höfum við Leifur ek- ið nokkuð um kaupstaðinn og rifjað upp nokkur atriði úr sögu hans. — Við leggjum leið okkar heim til Sveins Guð- mundssonar, framkvæmdastj., en hann á sæti í bæjarstjórn og skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðismanna við bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. — Við ræðum við hann um Seyð isfjörð í dag, og það viðtal birtist í næsta þætti frá Seyð- isfirði. — Sæm. — Iðnskólanum á Sauðárkrók slitið Iðnskólanum á Sauðárkróki var slitið fyrir nokkru, og hef- ur blaðinu borizt eftirfarandi frá skólastjóra hans, Jóhanni Guðjónssyni: Iðnskólinn á Sauðárkróki lauk störfum hinn 9. april sl. — Starfstími skólans var 3 mán- uðir, eins og verið hefur allt frá stofnun hans, 1947. Burtfararprófi Iulcu nú 31 nemandi og 3, sem lásu utan skólans. Þetta er í síðasta sinn, sem skólinn útskrifar nemend- ur samkvæmt námsskrá þeirri, er gilt hefur um árabil. Af þess- um hópi eru aðeins 10, sem eru í iðnnámi, þ. e. 6 bifvélavirkjar, 2 húsasmiðir, 1 rafvirlci og 1 kjötiðnaðarmaður. — Hinir 24 ætla sér: 6 í bifvélavirkjun, 5 í vélvirkjun, 3 í húsasmíði, 5 í rafvirkjun og eiga þeir eftir að nema scinni hluta rafmagns- fræði og iðnteikningu, 1 í hár- greiðslu en hefur ekki lokið sér grein, og 4, sem eklci eru á- kveðnir í vali iðngreinar og luku því aðeins almennum greinum. Um leið og vér kveðjum hina eldri námsskrá, fögnum vér nýju námsskránni, sem byrjað var að kenna eftir 1969, en sam kvæmt henni voru nú 16 í fyrsta bekk og 24 í öðrum, þar af eru 8, sem komnir eru á samning, hinir 32 hafa litla tryggingu fyr- ir að fá að taka þátt í þeim störf um, sem þeir helzt vildu. I þessu sambandi er ástæða til að benda þeim, sem ráða, hversu margir komast í iðnnám á, að það er næsta ólíklegt, að 8 —10 sé hæfi legt viðhald allra iðngreina sam- eiginlega í Skagafjarðarsýslu og verulegum hluta af Húnavatns- sýslum, og er vart hægt með þessu móti að gera ráð fyrir fjölgun, sem þó hlýtur að vera nauðsynleg. Hæstu einkunn náði Sigurð- ur H. Þorsteinsson, Merkigerði, Skagafjarðarsýslu, 9.23, hann var í öðrum bekk, en er ekki í iðnnámi. Aðra hæstu einkunn hlaut Gísli Kristjánsson frá Höfðakaupstað, 9.02, hann var í öðrum bekk og ekki í iðnnámi. Þriðju hæstu einkunn hlaút Við ar Ágústsson, Sauðárkróki, 8.89, hann lauk skólanámi í vélvirkj- un, en hefur ekki enn komizt á samning. Fjórðu hæstu einkunn náði Gunnlaugur Steingrímsson frá Brimnesi í Skagafirði, 8.81, hann lauk skólanámi og er á samningi í bifvélavirkjun. — Fimmtu hæstu einkunn náði Kári S. Lárusson, Höfðakaup- stað, 8.79, hann lauk skólanámi í húsasmíði, en hefur ekki enn komizt á samning. Nemendur skólans voru 18 úr Húnavatnssýslum og 57 úr Skagafjarðarsýslu, þar af eiga 29 heima á Sauðárkróki. Kennarar voru 10 auk skóla- stjórans. Kenns.lan fór að mestu fram í Gagnfræðaskólahúsinu nýja, en að nokkru í fundarsal bæjarstjórnar við Aðalgötu. Fyrir áramót var haldið 10 vikna námskeið fyrir unglinga, sem ekki höfðu lokið miðskóla- prófi en ætla í iðnnám, og er þar með lokið, ef að líkum læt- ur, hvers konar undanþágum frá miðskólaprófi til inngöngu í fyrsta bekk iðnskóla. Húsnæði það, sem skólinn hefur til afnota, er gott til bók- náms, en aðstaða til verklegrar kennslu er engin til. Til að skólinn geti fram- kvæmt námsskrána nýju, er nauðsynlegt að finna húsnæði, svo hægt verði að sinna tré- og málmiðnaði verklega á næsta kennslutímabili skólans. Lög um iðnfræðslu nr. 58^ 1966 kveða svo á, að einn iðn- fræðsluskóli skuli vera í hverju umdæmi, og menntamálaráð- herra hefur staðfest tillögu iðn- fræðsluráðs um að skólinn verði á Sauðárkróki fyrir Norðurlands umdæmi vestra. Iðnskólinn á Sauðárkróki hef ur leitast við að gegna hlutverki umdæmisskólans nú undanfarin tvö námstímabil, og stofn nem- enda er til, þ. e. 16, sem verða í öðrum bekk og 22 — 24, sem verða í þriðja bekk næsta tíma- bil, um fyrsta bekk er allt óvíst ennþá. Er nú eklci mál til komið, að viðkomandi aðilar i umdæminu fari að ræðast við um, hvernig þeir hyggjast framkvæma iðn- fræðsluna hjá sér, til þess m.a. að Norðurland vestra verði ekki allra síðast til framkvæmda? — Því líklegt er, að öll önnur um- dæmi séu þegar búin að undir- búa umsóknir sínar til yfirstjórn ar iðnfræðslunnar um að koma upp þeim byggingum, sem þarf, til að hægt sé að reka skólana, en fjarmagn yfirstjórnarinnar er Framhald á bls. 6.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.