Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 13.05.1970, Blaðsíða 6

Íslendingur - Ísafold - 13.05.1970, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 13. MAl 1970. KVIKMYNDASAGA - 19- HLIJTI Ramón hélt aftur til hestanna. Jim Howie þrcif marghleypuna leiftur- snöggt úr hylkinu við beltið og mið- aði á eftir honum, en kvenmaðurinn Kaía va'ekki síður snör í snúning- um, þegar hún sparkaði undir byssu- hlaupið, svo kúlan þaut skáhallt upp í loffið. Jed sneri sér að Lee. ,,Ef þú ferð út á auðnina til fundar við þennan bragðaref, þá segðu honum að ég og nokkrir fleiri hafi sagt skilið við Jim Howie, og að það sé Howie, sem hefur loðskinnin undir höndum, en ekki við.“ Jed leit spyrjandi í kring- um sig. „Hverjir koma með mér?“ spurði hann. Jim Howie teygði báða arma upp í loftið. „Allt í lagi,“ sagði hann, „ég játa að ég hafi beðið ósigur. Við höfum allir beðið ósigur. Við, höfum drepið tvo bandaríska lögreglufor- ingja, rænt banka í Kansas, svo þar var ekki túskildingur eftir ... við sem citt sinn réðum niðurlögum hundrað írskra járnbrautarlagningarmanna og rændum þá bæði launum og viskíi ...“ Jim Howie hristi höfuðið, eins og minningamar bæru hann ofurliði, og Lee heyrði ekki betur en það kæmi gráthreimur í röddina. „Og þú, Ramón ...“ mælti hann enn. „Ég hef séð þig kljúfa mann í herðar niður, til að ná af honum tíu dala gullpeningi. Og þú, Jed, sem hefur stolið fleiri hrossum en þyrfti til þess að sérhver bandarískur ridd- araliði gæti haft tvo til reiðar...“ Loks sneri hann sér að kvenmann- inum Kötu. „Og þú, Kata,“ mælti hann, „þegar fundum okkar bar sam an stóðstu með rjúkandi haglabyssu yfir steindauðum náunga sem ekki hafði getað greitt þér það, sem þú settir upp fyrir næturgreiðann . . .“ Hann hækkaði röddina. „En nú höfum við beðið ósigur! Við höfum farið eins og logn yfir akur frá Missisippi til Colorado og inn yfir landamæri Kaliforníu, en nú höfum við beðið ósigur . . . fyrir einum ve- sælum loðdýraveiðimanni!" Jim Howie þagnaði og settist í hnakkinn sinn, sem lá á sandinum. „Þá það,“ sagði hann og rótaði sand inum til með stígvélahælnum. „Þá það. Farðu Lee, og tilkynntu honum, að hann geti fengið loðskinnin sín aftur." „Og hest undir klyfjarnar?" spurði Lee. , En þá var eins og eldurinn blossaði aftur upp í skapi gamla stigamanna- foringjans. „Nei, fjandinn hafi það! Við höfum ekki einu sinni hesta handa okkur sjálfum... og hann getur sjálfur sagt sér hvers vegna. Hann getur lagt klyfjarnar á sinn eigin hest og gengið sjálfur, sér til gamans. Það er ekki meira en margir okkar verða að leggja á sig á næst- unni — hans vegna.“ Lee gætti þess vandlega að sér stykki ekki bros. Vissi að það gæti orðið til þess að Howie gripi til marghleypunnar, og því var aldrei að teysta að kvenmaðurinn Kata reyndist nógu viðbragðsfljót öðru sinni. „Kemurðu svo aftur til okkar, Lee“ spurði hún. „Hvert haldið þið?“ spurði Lee. „Ég fylgi honum,“ svaraði Kata. „Við höldum til Galverstone," svar aði Jim Howie. „Þangað var förinni alltaf heitið, þar er benki, sem við þurfum að heimsækja og eftir það tökum við okkur far með skipi til Suður-Ameríku.“ „Þá kem ég ekki tii ykkar aftur, frú Kata . . . en farið ekki til Galver- stone. Ef þið hins vegar haldið sem leið liggur suður á bóginn, er ekki útilokað að ykkur gangi stórslysa- laust." „Þú hefur lesið það í stjörnunum, vænti ég?“ spurði Jim Howie. Lee kinkaði kolli. „Farðu . .. farðu á fund þessa kunn ingja þíns, sem drepur menn með skriðuhlaupum og eitrar hesta þeirra. Farðu, og lcomdu aldrei aftur. Þótt ég vissi hver væri minn versti og hættulegasti fjandmaður, mundi ég ekki vilja gera honum þá bölvun að pranga þér inn á hann. Farðu ...“ Þannig var kveðja Jim Howie. Lee gekk að tjaldvagninum, seildist með hendina undir stóra rúmið eftir viskíhnalli af birgðum Jims. „Nei, hættu nú ...“ öskraði stiga- mannaforinginn. „Þú ferð ekki að gæða honum á mínu eigin viskíi i þokkabót." „Sykur er ákjósanlegasta agn fyir flugur, hr. Howie", svaraði Lee og setti upp sinn venjulega einfeldnings- svip. Jim Howie öskraði: „Farðu þá og láttu mig hvorki sjá þig né flöskuna framar. Þú ert ekki eins heimskur og þinn nauðljóti haus gefur til kynna og þess vegna verður vonandi ekki Mikið um dýrðir í Marokkó Dagana 15. til 24. maí verður haldin í Marrakech í Marokkó mikil og vegleg hátíð. Þetta er í 11. skipti, sem slík hátíðahöld fara,. þar fram, en þau eru helguð þjóðsögum og söngvum Marokkóbúa. Þarna koma fram beztu hljómlistarmenn, dansarar, fjöllista- menn og söngvarar, sem þjóðin á, samtals um eitt þúsund manns. Hann Lemseffer Baker, hjá Norðurlandadeild Ferðaskrifstofu Marokkó sendi okkur þessa mynd, sem sýnir nokkra Marokkóbúa reyna gæðinga sína, eru þeir sennitega á leið á síðustu hátíð. ^Nú fer hver að verða síðastur að fá sér far á hátíðahöldin, sem eflaust eru hin glæsilegustu. langt að bíða að hann verði skotlnn af þér“. Lee stakk viskíhnallinum inn undir skyrturæksnið og hélt af stað. I svip- inn var hann í vafa um hvort hann hefði haldið hópinn með stigamönn- unum öllu lengur, jafnvel þótt för þeirra hefði verið heitið til Mexíkó. Gamli Krákur og þeir fáu, sem enn lifðu eftir af ættflokki hans, höfðu að miklu leyti glatað þeim hæfileika forfeðra sinna að geta rakið slóð fjandmanna af meiri nákvæmni en nokkurt sporhundakyn. Elztu menn- irnir i ættinni kváðu það koma af því, að afkomendurnir höfðu gerst fiskætur, sú fæða hefði drepið allan baráttukjark, veiðimennsku og aðra góða hæfileika úr kyninu, svo að það hafi að lokum ekki dug í sér til meiri afreka en hrossaþjófnaða. Af þeirri ástæðu vildu elztu mennirnir I ætt- inni aldrei leggja sér fiskmeti til munns. Loks hafði þó Gamla-Krák tekizt að safna um sig fámennum hópi ættmenna sinna, sem hétu honum aðstoð við að rekja slóð stigamann- anna og koma fram við þá hefndum. Fékk Gamli-Krákur þá til að vinna sér þann eið sem hann hafði sjálfur svarið — að bragða hvorki fisk né brjóta neina af hinum gömlu lífsregl- um ættarinnar, fyrr en goldið væri að fullu það afhrot, sem hún hafði beð- ið. Og nú fengu þeir afa gamla, sem talinn v^tr kominn yfir nírætt, til að kenna sér stríðsdansinn og skipu- leggja eftirförina. Þrátt fyrir aldur- inn var öldungurinn þeirra sprækast- ur. En það hifði tekið tímann sinn að smala þessum fáu vígeifu ættingj- um saman og mynda þannig sveit sem líkleg var til nokkurra afreka. Og í sama mund og Lee lagði af stað út á auðnina til fundar við Jóa Bass, voru Gamli Krákur og menn hans ekki komnir lengra í slóð fjanda sinna en að gröf þeirra Yuma og Franks við klettinn. Þeir þóttust þeg- ar sjá hvað þarna hafði gerzt, og fögnuðu því innilega eins og þeirra var von og vísa. Frá klettinum var vagnslóðin auð- rakin um dalverpið. Þar fann Gamli Krákur gamalt og slitið mjaðmabelti, þar sem stóri tjaldvagninn hafði orðið fyrir grjóthruninu. Festi hann það við spjót sitt eins og gunnfána og hertu þeir nú eftirreiðina. Lee hljóp við fót, eftir að hann yfirgaf lestina. Enda þótt hann væri kvaiinn af þorsta og ilsár, vildi hann allt til vinna að komast sem fyrst úr skotfæri við stigamennina — og um leið að ná sem fyrst fundi við Jóa Bass. Þegar hann var kominn drjúgan spöl út á auðnina, tók hann að kalla. „Hr. Bass... ég veit að þér eruð hérna einljyers staðar, hr. Bass!“ En honum barst ekkert svar. Ibnskóli — Framhal daf bls. 5. takmarkað, og þess vegna ekki hægt að byggja á mörgum stöð- um í senn, og einmitt þess vegna þarf Norðurland vestra að kom- ast í röðina sem allra f.yrst, og það getur varla verið neitt veru- legt átak eða vandamál fyrir þetta fjölmenna svæði að leggja fram 50% kostnaðar við að byggja hæfilegt kennslurými. — Heimavistarhús kostar ríkið að öllu leyti. Innritun í fyrsta bekk 1971, þ. e. næsta námstímabil, fer fram í ntaí, og þurfa þeir, sem hug hafa á að sækja nám í hon- um, að gefa sig fram fyrir 1. júní nk. Inntökuskilyrði er mið- skólapróf.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.