Íslendingur - Ísafold

Tölublað

Íslendingur - Ísafold - 30.05.1970, Blaðsíða 5

Íslendingur - Ísafold - 30.05.1970, Blaðsíða 5
ISLENDINGUR-ISAFOLD - LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1970. 5 IÁRUS JÓNSSON: Við þurfum að mynda ábyrgan meirihluta í bæjarstjórn Ræða, flutt á kjósendafundi 26. mai Sú kosningabarátta, sem nú stend ur yfir, er háð á tímamótum í sögu Akureyrar. Síðustu ár og áratugi hefur Akureyri notið hagstæðra náttúruskilyrða umhverfisins. Hér var höfn, sem sáralitlu þurfti til að kosta, auðvelt var um vatnsöflun, ódýr og næg raforka og biómiegar byggðir í næsta nágrenni, sem efldu hér næstum sjálfkrafa þjónustuiðn- að og viðskipti. Á þessu liðna tíma- bili óx bærinn örugglega en þó hægt. Meginástæðurnar fyrir því, hversu fólksfjölgunin var lítil, jXÉÉ» fyrir góð náttúruskilyrði, var sú, að samkeppni höfuðborgarsvæðisins um fólk og fjármagn var hörð. Þótt nrargir flyttust til bæjarins, fluttu álíka rnargir brott, aðallega suður — eins og nefnt er í daglegu tali. Þessu tímabili, sem einkennaist af hægum en öruggum vexti Ak- ureyrar vegna hagstæðra ytri nátt- úruskilyrða, er nú að ljúka. Bærinn er orðinn það stór, að vatn til neyzlu og iðnaðar er á þrotum í núverandi vatnsveitukerfi. Nútíma- vinnubrögð í flutningum á sjó krefj ast nýrrar vöruhafnar. Viðbótarorka er ekki lengur fyrir hendi, bygging hitaveitu með langri og kostnaðar- samri aðveitu getur nú orðið mjög hagkvæm, varanleg gatnagerð er ekki í takt við tímann og á ölium sviðum aukast kröfur fólks til þjón- ustu. Sem dæmi um þetta mætti nefna, að ekki mun okkur duga að stækka sjúkrahúsið í núverandi mynd þess, heldur þarf þar að koma til stórbætt aðstaða fyrir sér- fræðijjjónustu. Allt þetta, sem hér er minnt á, sýnir svo ekki verður um villst, að okkur nægja ekki lengur hagstæð náttúruskilyrði til þess að búa í haginn fyrir upp- vaxandi kynslóð á Akureyri. Þar þurfa einnig að koma til stóraukn- ar og fjárfrekar framkvæmdir á öll um sviðum, miklu meiri og kostn- aðarsamari en við höfum áður þekkt, jafnvel þótt ekki væri stefnt hærra en svo, að hinn hægi vöxtur bæjarins, sent verið hefur, geti hald ið áfram. Nú rís strax sú spurning, þegar hér er kornið, hvaða leiðir eru fær- ar til þess að axla þær fjárhags- byrðar, sem eru óumflýjanlegar vegna þeirra stórvirkja í fram- kvæmdum, sem nauðsyn er á. — Flestunr er kunnugt, sem til þekkja, að einmitt nú á þeim tímamótum í sögu bæjarins, sem við blasir stór- aukin framkvæmdaþörf, hefur fjár- hagsgeta bæjarsjóðs sjaldan eða aldrei verið hlutfallslega minni. — Hvernig á þá að afla fjármagnsins til alls þessa? Allir vita, að fjár- magn er nauðsynlegt afl þeirra hluta, sem gera skal. Svarið við þeirri spurningu hlýtur alltaf að verða í grundvallaratriðum hið sanra, hver sem spyr og hvernig sem að því er leitað. Heildartekjur bæjarbúa verða að aukast svo um muni. Við þurfum fleiri og öflugri átvinnufyrirtæki, fleira og fjöl- menntaðra fólk til starfa til þess að lyfta með okkur Grettistökum. Við jrurfum með öðrum orðum að stækka Akureyri hraðar en verið hefur. Að öðrum kosti fáum við ekki risið undir kostnaðinum af þessum viðamiklu, en jafnframt lífs nauðsynlegu framkvæmdum. Þær myndu stöðvast og hamla vexti bæjarins. Afleiðingar þess yrðu var- anleg stöðnun eða bein hnignun jress bæjar, sem við höfum kosið okkur til búsetu og vonandi verður börnum okkar jafn kostamikill og hann hefur verið okkur sjálfum. Ljóst er, að við getum ekki stækk að Akureyri, nerna með því að stór- efia atvinnulífið í bænum. I þessu sambandi skulurn við hafa það hug- fast, að samkeppnin frá hálfu höf- uðborgarsvæðisins um okkar unga menntafólk feð harðnandi. Við þurf um að horfast í augu við þá stað- reynd, að við getum ekki staðist þá samkeppni, nema sérstaklega sé á haldið í atvinnuuppbyggingu bæjar- ins. Á höfuðborgarsvæðinu er stefnt að meiri stórframkvæmdum i at- vinnulífinu en nokkru sinni hafa þekkst hér á íslandi. Að þessu leyti eru líka tímamót í sögu Akureyrar. Ef öll stóriðja á íslandi rís við Faxaflóa næstu árin, en lítill vöxt- ur verður í atvinnulífinu hér á Ak- ureyri, hvaða möguleikar eru þá fyrir börn okkar að setjast hér að, hundruð milljónum króna á ári. Mikill hluti þess fjárntagns yrði not- aður til kaupa á vörum og þjónustu í verzlunum hér og til kaupa á fram leiðslu iðnfyrirtækja, sem hér eru fyrir. Við það blómguðust þau fyr- irtæki, þau fjölguðu starfsfólki, og tekjur þess starfsfólks færu söniu leiðina. Við getum sagt, að blóð- streymi efnahagslífsins ykist um all an helming með þessum innflutn- ingi tekna. Mikil keðjuörfun yrði í atvinnulífinu. Ekki er óraunsætt að ætla, að fleiri fengju atvinnu í fyr- irtækjum utan stóriðjuversins en í því sjálfu. Af þessu má marka þann reginmun, sem yrði í samkeppni okkar við höfuðborgarsvæðið um okkar eigið unga menntafólk, ef slíkt fyrirtæki yrði staðsett hér í samanburði við, að sarna fyrirtæki bættist við hinn endann á reipinu syðra. Nú er ofurlítil hreyfing á stór- iðjumálum, svo sem kunnugt er af fréttum. Allt of snemmt er að full- yrða nokkuð þar um. Athugun þess máls tekur sinn tíma. Mestu máli skiptir að nú gefst betra tækifæri þarf bæjarstjórn að hafa forystu. Hún þarf að beyta áhrifum .sínum af festu og þekkingu, þannig að sú vaxtarstefna sé tryggð, sem nú er Hfsnauðsyn á þeim tímamótum, sem eru í sögu Akureyrar. Góðir samborgarar. Ég hef gert hér að umtalsefni nokkur undirstöðuatriði í bæjar- málum Akureyrar, eins og þau horfa við frá mínum bæjardyrum. Hér hefur verið stiklað á stóru, enda er ég þegar farinn að syndga upp á náðina með þann tíma, sem okkur er ætlaður. Við Sjálfstæðis- menn höfum bent rækilega á þau nýju viðhorf, sem blasa nú við í bæjarmálum — við höfum bent á hvernig haga þurfi stefnunni vegna þeirra nýju viðhorfa — og að þessi nýju viðhorf krefjist nýrra vinnu- bragða í stjórn bæjarins. Við þurf- um að mynda ábyrgan meirihluta í bæjarstjórninni, sem tekst hiklaust á við vandann, skilur í hverju bar- átta okkar er fólgin — ætlar sér virkilega að sækja fram til sigurs — og stendur og fellur með gerðum sínum. Við eigum aðeins um einn sem hér hafa vaxið upp og eru að koma út úr skólunum? Það skiptir auðvitað alveg höfuðnráli, bæði fyr ir okkur sjálf og bæjarfélagið, að þau fái tækifæri hér til búsetu. — Einmitt jæss vegna þurfum við að halda vöku okkar í atvinnumálun- um. Næg og fjölþætt atvinna er grundvallarskilyrðið fyrir búsetu þeirra hér. Þess vegna m.a. verðum við að nota alla þá lægni og festu, sem okkur er framast gefin, til þess að fá staðsett hér eitthvað þeirra orkufreku stórfyrirtækja, sem ætlunin er að rísi í landinu. Eitt fyrirtæki á stærð við ál- bræðslutia á Reykjanesi, sem stað- sett yrði innan þeirrar fjarlægðar frá Akureyri, að starfsfólkið byggi hér, myndi flytja hingað inn í bæ- inn fjárhæðir, sem næmu ntörg til undirbúnings stóriðnþróunar hér en nokkru sinni fyrr. En á meðan þetta undirbúningsstarf er unnið er að mörgu að hyggja í atvinnumál- um okkar. Við getum aukið inn- streynri tekna með margvíslegu móti til Akureyrar. Árangurinn yrði hliðstæður og ég var áðan að lýsa, þótt hann yrði ekki eins mikill. Með frekari uppbyggingu stálskipasmíða og annars iðnaðar, stóraukinni ferðamannaþjónustu og aukinni hrá efnisöflun til fiskiðnaðarins, streymdi meira fjármagn til bæjar- ins og sú þróun glæðir allt at- vinnulíf. Atorka einstaklinga og félags- samtaka yrði virlcjuð bæjarfélag- inu til heilla. Um slíkar virkjunar- framkvæmdir á mannlegri atorku VÍSNABÁLKUR VORVÍSUR Fríkkar landið, lcttist mál, leysisf vanda þáttur, víkur grand en vermir sál vorsins andardráttur. Glóa hh'ðar, glampar sær, gleðst nú lýður dreyminn. — Blórna fríða grundin grær, Guð er að prýða heiminn. Sólin gyllir grund og hlíð, grænar hilla bungur. Hljómum fylla heiðin víð, hreyfðar snilli tungur. Gleðilegt sumar! „Gustur.“ kost að velja á þeim tímamótum, sem nú eru í sögu Akureyrar. Við verðurn að berjast eins og við frelc- ast getum fyrir eins miklum vexti bæjarins og kostur er. Þetta er síður en svo vonlítil barátta. Alls staðar blasa við verkefni, tækifæri til stórræða, ef við ein- ungis höfum það jafnan hugfast, að ekkert fæst átakalaust — ekkert verður lagt upp í hendur okkar sjálfkrafa. Við verðum öll að vita hvað við viljum og berjast fyrir því að fá því framgengt. Einar Benediktsson sagði á unga aldri: Ég skal verða skáld. Við eig- um öll að segja: Akureyri skal vaxa og dafna. Ef við höfum öll ein- beittan og samstilltan vilja, þá mun þetta reynast sannmæli, eins og hjá Einari skáldi Benedilctssyni. Bæjarbúi sendir vísu út af vé- frétt í Degi um að almenningur greiði hallarekstur „íhaldsfyrir- tækja": Samvinnan af sælli þókn sérhagsmuni dorgar: Olíusvindl og aftursókn, almenningur borgar. Og svo eru nokkrar vísur hentar á Iofti á götunni: VINSTRI RÖKFRÆÐI Gengislækkun alltaf er árás hörð á lífskjör manns. Ef ltæmi gengisHÆKKUN hér, er hleypt á brokk til andsk . . . MÆLT FYRIR MUNN DAGS Akureyri er indæl borg, af því Framsókn mestu ræður uppi um fjöll og úti um torg. Athugið þetta, góðu bræður! ÁLYKTUN, AÐ DEGI LESNUM Sperra stélið Framsókn fer, flestar stoðir undir renna: Ef eitthvað lítið út af ber, ekki var það henni að kenna. LESIÐ ÚR DREIFIBRÉFI A-LIST- ANS TIL UNGRA KJÓSENDA ,,Kæri ungi kjósandi," kalla ég á þig grátandi, þyrftum að koma að Þorvaldi, þetta er ekkert smáræði. Að lokum gömul kosningavísa eflir látinn hagyrðing, sem eldri bæjarbúar rnættu oft á götum bæj- arins fyrir mannsaldri: Margur burt úr Framsókn fer, fellur illa vistin, af því lítið undir sér átti doktor Kristinn. Teljurn svo vel við eiga að enda þáttinn með meira en þrítugri vísu Bjarna frá Gröf: Kosningarnar koma senn, kurteisina bæta. Nú heilsa allir heldri menn hverjum, sem þeir mæta. Ungir kjósendur! Stefna Sjálfstæðismanna í bæjarmálum Akur- eyrar byggist á því að búa ungu fólki sem bezt skilyrði í bænum. — Kynnið ykkur gagnorða málefnayfirlýsingu þeirra og stuðlið að hag unga fólksins með því að kjósa D-listann. Unga fólk! Sækjum fram tii sigurs fyrir lista Sjálfstæöis- manna og gerum næsta kjörtímabil að mestu framfara- og veltneguuar- árum í sögu Akureyrar.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.